
Valinn hefur verið 16 manna lokahópur U-20 ára landsliðs kvenna. Um páskana, 18.-20.apríl, mun liðið leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar.