Karlalandsliðið hefur í dag leik á EM í Danmörku þegar liðið mætir Noregi. Leikurinn hefst kl.15.00 og er hann í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl.14.30.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið hvaða 16 leikmenn koma til með að hefja leik á morgun gegn Noregi í fyrsta leik liðsins á EM.
Í dag fór fram annar leikur Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Íslensku strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti Moldavíu og byrjuð leikinn af krafti. Þeir komust í 9-3 eftir 12 mín leik og staðan í hálfleik var 21-6. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn með látum og eftir 37 mín var staðan orðin 31-7. Leikurinn endaði með stórsigri Íslands 50-16. Vörnin var frábær í leiknum og skoruðu strákarnir 25 mörk úr hraðaupphlaupum. Virkilega gaman var að sjá til strákanna í dag, það skein af þeim einbeitingin og allir lögðu sig fram og skiluðu sínu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik tilkynnti rétt í þessu hvaða leikmenn skipa íslenska landsliðshópinn í Evrópukeppninni sem hefst í Danmörku á sunnudaginn. Íslenska liðið heldur utan í fyrramálið.
Ísland spilaði sinn fyrsta leik í dag í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð nú um helgina. Liðið mætti sterku liði heimamanna, Svía sem voru ákaft studdir af rúmlega 1000 áhorfendum. Íslenska liðið fór illa af stað og var komið undir 1-5 eftir tæplega 7 mínútna leik. Svíarnir juku forskotið og komust í 5-14 eftir 24 mínútur og Ísland var undir 7-16 í hálfleik.
Dagana 17.-19.janúar verða æfingar fyrir drengi sem eru fæddir árið 2000. Þessar æfingar eru fyrri hluti af úrtaksæfingum sem ákveðið var að halda fyrir þennan efnilega árgang. Valinn verður nýr hópur fyrir seinni hlutann sem verður í apríl.
Landslið Íslands í karlaflokki skipað leikmönnum U-18 ára tekur nú um helgina þátt í forkeppni Evrópumeistaramótsins (EM) sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Ísland er í riðli með Svíþjóð, Grikklandi og Moldavíu. Tvö efstu lið riðilsins öðlast þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem mun fara fram í Póllandi 14.-24.ágúst ágúst 2014.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Strákarnir okkar luku leik á fjögurra landa mótinu í handbolta í Þýskalandi í dag með því að tapa fyrir heimamönnum, 32:24. Sigurinn tryggði Þýskalandi sigur á mótinu en Ísland endar í öðru sæti eftir sigra gegn Austurríki og Rússlandi. Eins og tölurnar gefa til kynna voru Þjóðverjar mikið betri aðilinn í dag á öllum sviðum handboltans. Varnarleikur Íslands var skelfilegur og markvarslan nær engin til að byrja með en Aron Rafn kom þó inn á og varði ellefu skot.
Aron Pálmarsson tryggði Íslandi sigur á Rússlandi, 35:34, með marki á síðustu sekúndu leiksins í fyrsta leik liðsins á fjögurra þjóða móti sem hófst í Dortmund í Þýskalandi í dag. Íslandi var einu marki yfir í hálfleik, 19:18. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikið skorað í leiknum enda lítið um varnir og markvörslu. Markvarsla íslenska liðsins var sérlega slæm.
Ísland vann öruggan sigur á Austurríki, 30:22, á fjögurra landa móti í handbolta sem fram fer í Þýskalandi þessa helgina en leikið var í Krefeld í dag. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í Danmörku. Jafnt var í hálfleik, 11:11, en Ísland var mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 10:7. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar skoruðu fjögur mörk gegn einu á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og jöfnuðu metin.
Dagana 10.-12.janúar mun U-16 ára landslið karla æfa saman og hefur verið valinn 37 manna æfingahópur.
Strákarnir okkar hefja í dag leik á æfingarmóti sem fram fer í Þýskalandi. Þeir mæta Rússum kl. 17.00 og verður leikurinn sýndur beint á SkjárSport.
Fyrstu tvær helgarnar í janúar verða dómarar og eftirlitsmenn frá Íslandi á faraldsfæri. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Sviss og Úkraínu í forkeppni HM en leikið verður í Sviss sunnudaginn 5.janúar.
U-18 ára landslið karla vann stórsigur á Slóvökum nú í morgun á Sparkassen Cup í Þýskalandi 32-20. Staða í hálfleik var 12-10 fyrir Íslandi. Strákarnir léku frábærlega í síðari hálfleik og með frábærum varnarleik og góðri markvörslu vannst öruggur sigur.
U-18 ára landslið karla lauk í kvöld keppni á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið bar sigurorð af úrvalsliði Saar héraðs, í leik um 5.sætið á mótinu, 27-24. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Íslandi.
U-18 ára landslið karla tapaði nú í kvöld fyrir Þýskalandi 18-17 í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á Sparkassen Cup en leikið er í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 9-8 fyrir Þýskalandi. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Þýskaland reyndist sterkari undir lokin.
Þeir Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson landsliðsþjálfarar u-20 ára landsliðs karla hafa valið æfingarhóp sem kemur saman til æfinga 5.-9. janúar nk.
U-18 ára landslið karla lék í morgun annan leik sinn á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Liðið mætti Sviss og töpuðu strákarnir leiknum 27-22. Staðan í hálfleik var 13-8 fyrir Sviss. Lið Sviss lék mjög vel í leiknum og var töluvert líkamlega sterkara.
U-18 ára landslið karla hóf nú í kvöld leik á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið mætti Finnum. Ísland sigraði leikinn 25-17 en staðan í hálfleik var 12-11 Finnum í vil. Íslenska liðið lék mjög vel í upphafi síðari hálfleiks og skoraði finnska liðið ekki mark í 18 mínútur.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla inn Gunnar Stein Jónsson leikmann Nantes í landsliðshóp Íslands vegna undirbúnings fyrir EM.
Í dag kl.17.30 munu kvennalandsliðið í handbolta og fótbolta mætast í góðgerðarleik til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þarna munu stelpurnar okkar mætast bæði í handbolta og fótbolta.
Búið er að velja 50 stúlkur til æfinga dagana, 27.Desember- 5. Janúar. Stúlkunum er skipt í 2 hópa, sem munu bæði æfa saman og sitt í hvoru lagi.
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi leikmenn Handknattleiksmann og konu ársins 2013.
Búið er að velja 50 stúlkur til æfinga dagana, 27.Desember- 5. Janúar. Stúlkunum er skipt í 2 hópa, sem munu bæði æfa saman og sitt í hvoru lagi.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
U-18 ára landslið kvenna mun æfa frá 27.desember til 4.janúar.
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-20 ára landslið karla sem mun æfa dagana 21.-22.desember.
Ísland mætir Rússlandi á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.17.00.
Ísland mætir Austurríki á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.14.00.
Ísland mætir Þýskalandi á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.15.15.
Ísland mætir Noregi í fyrsta leik liðsins á EM.
Ísland mætir Ungverjalandi á EM í Danmörku.
Ísland mætir Spáni í lokaleik riðlakeppninnar á EM í Danmörku.
Stjarnan varð í dag Flugfélags Íslands deildarbikarmeistarar þegar liðið bar sigurorð af Gróttu í úrslitaleik 28-23. Staðan í hálfleik var 16-12 Stjörnunni í vil. HSÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn.
Haukar urðu í dag Flugfélag Íslands deildarbikarmeistarar karla þegar liðið sigraði FH í úrslitum 25-22. Staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Haukum. HSÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn.
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-20 ára landslið karla sem mun æfa dagana 21.-22.desember. Æfingatímar verða sem hér segir: Laugardagur 21. des kl. 9-10.30 Víkin Laugardagur 21. Des kl. 15:30-17 Víkin Sunnudagur 22.des kl. 11-13 Kaplakriki Sunnudagur 22.des kl. 15-17 Kaplakriki
Valinn hefur verið æfingahópur U-20 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman í kring um áramótin og taka þátt í æfingamóti með liðum úr Olís-deild kvenna. Fyrsta æfingin er 27.desember kl. 16:00 í Mýrinni í Garðabæ.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 manna æfingarhóp fyrir EM í Danmörku. Liðið mun koma saman til æfinga á Íslandi laugardaginn 28.desember. Þann 2.janúar nk. mun liðið halda til Þýskalands og leika þar á æfingarmóti 3.-5. Janúar ásamt Þýskalandi, Austurríki og Rússlandi.