Aron Pálmarsson tryggði Íslandi sigur á Rússlandi, 35:34, með marki á síðustu sekúndu leiksins í fyrsta leik liðsins á fjögurra þjóða móti sem hófst í Dortmund í Þýskalandi í dag. Íslandi var einu marki yfir í hálfleik, 19:18. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikið skorað í leiknum enda lítið um varnir og markvörslu. Markvarsla íslenska liðsins var sérlega slæm.
Ísland vann öruggan sigur á Austurríki, 30:22, á fjögurra landa móti í handbolta sem fram fer í Þýskalandi þessa helgina en leikið var í Krefeld í dag. Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í Danmörku. Jafnt var í hálfleik, 11:11, en Ísland var mest þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, 10:7. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar skoruðu fjögur mörk gegn einu á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og jöfnuðu metin.
Dagana 10.-12.janúar mun U-16 ára landslið karla æfa saman og hefur verið valinn 37 manna æfingahópur.
Strákarnir okkar hefja í dag leik á æfingarmóti sem fram fer í Þýskalandi. Þeir mæta Rússum kl. 17.00 og verður leikurinn sýndur beint á SkjárSport.
Fyrstu tvær helgarnar í janúar verða dómarar og eftirlitsmenn frá Íslandi á faraldsfæri. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Sviss og Úkraínu í forkeppni HM en leikið verður í Sviss sunnudaginn 5.janúar.
U-18 ára landslið karla vann stórsigur á Slóvökum nú í morgun á Sparkassen Cup í Þýskalandi 32-20. Staða í hálfleik var 12-10 fyrir Íslandi. Strákarnir léku frábærlega í síðari hálfleik og með frábærum varnarleik og góðri markvörslu vannst öruggur sigur.
U-18 ára landslið karla lauk í kvöld keppni á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið bar sigurorð af úrvalsliði Saar héraðs, í leik um 5.sætið á mótinu, 27-24. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Íslandi.
U-18 ára landslið karla tapaði nú í kvöld fyrir Þýskalandi 18-17 í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á Sparkassen Cup en leikið er í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 9-8 fyrir Þýskalandi. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Þýskaland reyndist sterkari undir lokin.
Þeir Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson landsliðsþjálfarar u-20 ára landsliðs karla hafa valið æfingarhóp sem kemur saman til æfinga 5.-9. janúar nk.
U-18 ára landslið karla lék í morgun annan leik sinn á Sparkassen Cup í Þýskalandi. Liðið mætti Sviss og töpuðu strákarnir leiknum 27-22. Staðan í hálfleik var 13-8 fyrir Sviss. Lið Sviss lék mjög vel í leiknum og var töluvert líkamlega sterkara.
U-18 ára landslið karla hóf nú í kvöld leik á Sparkassen Cup í Þýskalandi þegar liðið mætti Finnum. Ísland sigraði leikinn 25-17 en staðan í hálfleik var 12-11 Finnum í vil. Íslenska liðið lék mjög vel í upphafi síðari hálfleiks og skoraði finnska liðið ekki mark í 18 mínútur.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla inn Gunnar Stein Jónsson leikmann Nantes í landsliðshóp Íslands vegna undirbúnings fyrir EM.
Í dag kl.17.30 munu kvennalandsliðið í handbolta og fótbolta mætast í góðgerðarleik til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þarna munu stelpurnar okkar mætast bæði í handbolta og fótbolta.
Búið er að velja 50 stúlkur til æfinga dagana, 27.Desember- 5. Janúar. Stúlkunum er skipt í 2 hópa, sem munu bæði æfa saman og sitt í hvoru lagi.
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi leikmenn Handknattleiksmann og konu ársins 2013.
Búið er að velja 50 stúlkur til æfinga dagana, 27.Desember- 5. Janúar. Stúlkunum er skipt í 2 hópa, sem munu bæði æfa saman og sitt í hvoru lagi.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
U-18 ára landslið kvenna mun æfa frá 27.desember til 4.janúar.
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-20 ára landslið karla sem mun æfa dagana 21.-22.desember.
Ísland mætir Rússlandi á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.17.00.
Ísland mætir Austurríki á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.14.00.
Ísland mætir Þýskalandi á æfingarmóti í Þýskalandi. Leikurinn hefst kl.15.15.
Ísland mætir Noregi í fyrsta leik liðsins á EM.
Ísland mætir Ungverjalandi á EM í Danmörku.
Ísland mætir Spáni í lokaleik riðlakeppninnar á EM í Danmörku.
Stjarnan varð í dag Flugfélags Íslands deildarbikarmeistarar þegar liðið bar sigurorð af Gróttu í úrslitaleik 28-23. Staðan í hálfleik var 16-12 Stjörnunni í vil. HSÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn.
Haukar urðu í dag Flugfélag Íslands deildarbikarmeistarar karla þegar liðið sigraði FH í úrslitum 25-22. Staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Haukum. HSÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn.
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-20 ára landslið karla sem mun æfa dagana 21.-22.desember. Æfingatímar verða sem hér segir: Laugardagur 21. des kl. 9-10.30 Víkin Laugardagur 21. Des kl. 15:30-17 Víkin Sunnudagur 22.des kl. 11-13 Kaplakriki Sunnudagur 22.des kl. 15-17 Kaplakriki
Valinn hefur verið æfingahópur U-20 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman í kring um áramótin og taka þátt í æfingamóti með liðum úr Olís-deild kvenna. Fyrsta æfingin er 27.desember kl. 16:00 í Mýrinni í Garðabæ.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 manna æfingarhóp fyrir EM í Danmörku. Liðið mun koma saman til æfinga á Íslandi laugardaginn 28.desember. Þann 2.janúar nk. mun liðið halda til Þýskalands og leika þar á æfingarmóti 3.-5. Janúar ásamt Þýskalandi, Austurríki og Rússlandi.