Ísland og Austurríki mætast í vináttulandsleik á Ásvöllum
Ísland og Frakkland mætast í síðari leik liðanna í undankeppni fyrir EM kvenna.
Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna.
Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins verður 27.-02. mars. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.
Líkt og í fyrra verður úrslitahelgi bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarsins, leikin með „final four“ fyrirkomulagi. Ein breyting verður þó í ár en það er að undanúrslit munu hefjast á fimmtudegi og verða því undanúrslitin leikin fimmtudag og föstudag og úrslit á laugardegi. Á sunnudeginum verða svo allir úrslitaleikir yngri flokka.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Í kvöld hefjast 8 liða úrslit Coca Cola bikars kvenna með 2 leikjum. Mikið er undir en sigurvegarar þessarra viðureigna komast í “final four” í Laugardalshöll.
Sökum ófærðar frá Akureyri hefur leik Hauka og KA/Þór í Olís deild kvenna verið seinkað til 19.00 í kvöld. Leikurinn átti að hefjast kl.16.00.
Olís deild karla hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM. Þrír leikir eru á dagskrá og verður leikur ÍR og Hauka sýndur beint á RÚV Íþróttir kl.20.00.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Samkvæmt reglugerð um félagaskipti lokar fyrir félagaskipti á þessu keppnistímabili nk. föstudag 31.janúar. Það þýðir að öll félagaskipti þurfa að vera fullfrágengin fyrir kl.16.00 á föstudaginn. Sama gildir um innlend og erlend félagaskipti sem og þá leikmenn sem eru að fara á láni. Á þetta við um alla flokka.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var valinn besti vinstri hornamaðurinn á EM og jafnframt í liðið mótsins en tilkynnt var um það nú í hádeginu.Guðjón Valur var markahæstur Íslands í mótinu með 44 mörk.
Nú rétt í þessu var dregið í undankeppni HM. Ísland dróst á móti Bosníu. Leikið verður 7./8. júní og 14./15.júní.
Ísland hafnaði í 5.sæti á EM eftir lygilegan sigur á Póllandi 28-27 í leik um 5.sætið á EM. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Póllandi.
Aron Kristjánsson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikinn í dag gegn Póllandi. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inní hópinn í staðinn fyrir Aron Pálmarsson.
Í kvöld var dregið í 8 liða úrslit karla og kvenna í Coca Cola bikarnum.
Landsliðskonur úr fótboltanum og handboltanum afhentu í dag Barnaspítala Hringsins veglega gjöf eða 400.000 krónur sem söfnuðust í góðgerðarleik sem liðin léku milli jóla og nýárs. Keppt var í fótbolta og handbolta en vel var mætt á viðburðinn sem tókst framar vonum.
Ísland mætir Póllandi í leik um 5.sætið á EM.
Ísland tapaði í kvöld fyrir Dönum 32-23 í lokaleik liðsins í milliriðli á EM. Staðan í hálfleik var 17-13 Dönum í vil.
Sýnt verður frá bikardrætti 8 liða úrslita karla og kvenna í Coca Cola bikarnum í kvöld á RÚV. Bikardrátturinn verður sýndur í Íþróttum sem hefjast kl.19.30.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Ísland sigraði rétt í þessu Makedóníu 29-27 í leik í milliriðli á EM. Staðan í hálfleik var 14-11 Íslandi í vil.
EHF ásamt Handknattleikssambandi Íslands og Handknattleikssambandi Austurríkis hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli þáttarstjórnanda RÚV eru hörmuð. Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér í þessari frétt.
Ísland vann í kvöld öruggan sigur á Austurríki í fyrsta leik liðsins í milliriðli á EM. Lokatölur voru 33-27 fyrir Íslandi.
Ísland mætir Danmörku í milliriðli á EM.
Ísland mætir Makedóníu í milliriðli á EM.
Ísland mætir Austurríki í milliriðli á EM.
Breyting var gerð á leikmannahópi Íslenska landsliðsins nú í morgunn. Arnór Atlason fer út úr hópnum og inn kemur Arnór Þór Gunnarsson. Er þetta önnur breytingin á hópnum hér á Evrópumeistaramótinu en má skipta þrisvar um leikmann.
Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið út leiktímana í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handknattleik í Danmörku en Íslendingar leika í honum ásamt Spánverjum, Ungverjum, Dönum, Makedóníumönnum og Austurríkismönnum.
Ísland tapaði í gær fyrir Spáni 28-33 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM. Leikur var æsispennandi allan tímann og voru Spánverjar yfir í hálfleik 16-15.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Aron Kristjánsson hefur ákveðið að kalla Arnór Þór Gunnarsson til móts við landsliðið í Álaborg vegna óvissu með Þóri Ólafsson vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gær.
Ísland og Ungverjaland gerði jafntefli í kvöld 27-27 í æsispennandi leik á EM í Danmörku. Með jafnteflinu tryggði Ísland sér sæti í milliriðri á EM.
Núna er EM í handbolta byrjað og stendur yfir næstu tvær vikur. Handknattleikssamband Íslands stendur nú í annað sinn fyrir átakinu “Komdu í handbolta” þar sem öllum börnum er boðið að æfa handbolta í ákveðinn tíma hjá öllum félögum án þess að þurfa að borga fyrir það. Með þessu átaki erum við að reyna að auka áhuga barna á handbolta og við vitum að ein besta leiðin til þess, er að fá íþróttakennara til að vinna með okkur.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að gera breytingu á liðinu fyrir leikinn við Ungverja í dag. Ólafur Guðmundsson kemur inn í staðinn fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson.
HSÍ hefur opnað nýja glæsilega heimasíðu í samvinnu við Advania. HSÍ og Advania hafa unnið að þróun síðunnar um nokkurn tíma og hefur Advania stutt dyggilega við bakið á HSÍ við þessa vinnu.
Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 2. og 3.flokks sunnudaginn 26.janúar, frá kl. 8:30-11:30 og 12-14. Tímasetningin ræðst af því að þátttakendur geti horft á leikinn um 3.sætið á EM sem fram fer kl. 14.
Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 4. og 5.flokks laugardaginn 25.janúar, frá kl. 9-12 og 13-16.
HSÍ stendur fyrir söfnun fyrir handboltalandsliðið á meðan EM karla stendur. Ný leið verður farin í ár, í stað þess að styrkja liðið um eina fasta upphæð eins og tíðkast hefur undanfarin stórmót þá verður styrktarupphæðin árangurstengd.
Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 2. og 3.flokks sunnudaginn 26.janúar, frá kl. 8:30-11:30 og 12-14. Tímasetningin ræðst af því að þátttakendur geti horft á leikinn um 3.sætið á EM sem fram fer kl. 14.
Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 4. og 5.flokks laugardaginn 25.janúar, frá kl. 9-12 og 13-16. Fjallað verður um hvernig eigi að standa að líkamlegri þjálfun í þessum aldursflokkum. HSÍ er búið að móta stefnu í þessum málum og verður farið ítarlega í hana. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.
Nú rétt í þessu var að ljúka síðasta leik Íslands í undankeppni EM, sem fram fór í Eksjö í Svíþjóð. Íslensku strákarnir mættu Grikkjum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi komast í lokakeppnina.
Karlalandsliðið hóf í dag leik á EM í Danmörku þegar liðið mætti Noregi í fyrsta leik. Strákarnir okkar unnu frábæran sigur 31-26 eftir að hafa verið 16-10 yfir í hálfleik. Frábær sóknarleikur í fyrri hálfleik ásamt góðri vörn og markvöslu skópu sigurinn. Næsti leikur liðsins verður á þriðjudaginn þegar liðið mætir Ungverjum.
Karlalandsliðið hefur í dag leik á EM í Danmörku þegar liðið mætir Noregi. Leikurinn hefst kl.15.00 og er hann í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl.14.30.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið hvaða 16 leikmenn koma til með að hefja leik á morgun gegn Noregi í fyrsta leik liðsins á EM.
Í dag fór fram annar leikur Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Íslensku strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti Moldavíu og byrjuð leikinn af krafti. Þeir komust í 9-3 eftir 12 mín leik og staðan í hálfleik var 21-6. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn með látum og eftir 37 mín var staðan orðin 31-7. Leikurinn endaði með stórsigri Íslands 50-16. Vörnin var frábær í leiknum og skoruðu strákarnir 25 mörk úr hraðaupphlaupum. Virkilega gaman var að sjá til strákanna í dag, það skein af þeim einbeitingin og allir lögðu sig fram og skiluðu sínu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik tilkynnti rétt í þessu hvaða leikmenn skipa íslenska landsliðshópinn í Evrópukeppninni sem hefst í Danmörku á sunnudaginn. Íslenska liðið heldur utan í fyrramálið.
Ísland spilaði sinn fyrsta leik í dag í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð nú um helgina. Liðið mætti sterku liði heimamanna, Svía sem voru ákaft studdir af rúmlega 1000 áhorfendum. Íslenska liðið fór illa af stað og var komið undir 1-5 eftir tæplega 7 mínútna leik. Svíarnir juku forskotið og komust í 5-14 eftir 24 mínútur og Ísland var undir 7-16 í hálfleik.
Dagana 17.-19.janúar verða æfingar fyrir drengi sem eru fæddir árið 2000. Þessar æfingar eru fyrri hluti af úrtaksæfingum sem ákveðið var að halda fyrir þennan efnilega árgang. Valinn verður nýr hópur fyrir seinni hlutann sem verður í apríl.
Landslið Íslands í karlaflokki skipað leikmönnum U-18 ára tekur nú um helgina þátt í forkeppni Evrópumeistaramótsins (EM) sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Ísland er í riðli með Svíþjóð, Grikklandi og Moldavíu. Tvö efstu lið riðilsins öðlast þátttökurétt í úrslitakeppni EM sem mun fara fram í Póllandi 14.-24.ágúst ágúst 2014.