Aganefnd HSÍ | Úrskurður 09.01. ’24 Úrskurður aganefndar 09. janúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildi 21.12.2023 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
A karla | Fyrsta æfing liðsins í Munchen! Strákarnir okkar komu til Munchen fyrr í dag og tóku æfingu seinni partinn. Nú eru aðeins 2 dagar í fyrsta leik liðsins en hann er gegn Serbíu.
A karla | Sigur í síðasta leik fyrir EM Strákarnir okkur unnu seinni æfingaleikinn gegn Austurríkismönnum nú í kvöld 37-30 🥳 Á miðvikudaginn mun liðið svo ferðast til Munchen en fyrsti leikur liðsins er gegn Serbíu föstudaginn 12.janúar!
Bakhjarlar HSÍ | 1xINTERNET nýr bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. 1xINTERNET hefur bæst í hóp bakhjarla Handknattleikssambands Íslands árið 2024. Frá og með EM í Þýskalandi mun 1xINTERNET hafa auglýsingu sína á treyjum karla og kvenna landsliða Íslands í handbolta. 1xINTERNET, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki, hefur sterka tengingu við bæði Ísland og…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 17:10 í Linz Strákarnir okkar leika síðari vináttulandsleik sinn gegn Austurríki í dag í Linz. Leikurinn hefst kl. 17:10 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður í Sport NMS Linz Kleinmünchen og er uppselt á leikinn. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur ekki í dag vegna veikinda, leikmanna…
A karla | Sigur í fyrri æfingaleiknum gegn Austurríki! Strákarnir okkar unnu öruggan 33-28 sigur gegn Austurríkismönnum í Vín nú í dag. Leikurinn var annar af tveimur leikjum liðanna en sá síðari fer fram á mánudaginn n.k. klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
A karla | Ísland – Austurríki kl. 17:10 Strákarnir okkar leika fyrri vináttulandsleik sinn gegn Austurríki í dag í Vínarborg. Leikurinn hefst kl. 17:10 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður í Multiversum Schwechat og er uppselt á leikinn. Allir leikmenn Íslands eru á skýrslu í dag en þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson,…
HSÍ | Gísli Þorgeir Kristjánsson er íþróttamaður ársins 2023 Í kvöld var Íþróttamaður ársins útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu á RÚV. Gísli Þorgeir Kristjánsson var eini handknattleiksmaðurinn af þeim tíu efstu sem tilnefnd voru sem Íþróttamaður ársins. Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Norska kvennalandsliðsins var tilnefndur sem þjálfari ársins 2023. Samtök Íþróttafréttamanna völdu Gísla Þorgeir…
A kvenna | Heimsókn til forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands bauð stelpunum okkar á Bessastaði í tilefni af þátttöku þeirra á HM 2023 í handbolta. Forseti Íslands hóf mótttökuna með ávarpi þar sem hann þakkaði Íslenska landsliðinu fyrir þátttöku þeirra á HM en forseti Íslands var viðstaddur leik íslenska liðsins þegar þær léku…
A karla | 18 manna leikmannahópur Íslands fyrir EM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 18 leikmenn sem halda af landi brott á morgun en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki gegn Austurríki í undirbúningi liðsins fyrir EM. Fyrri vináttuleikurinnn fer fram í Vínarborg 6. janúar og síðari leikurinn í Linz 8. janúar, leikirnir verða í…
A karla | Fyrstu æfingu ársins lokið Strákarnir okkar komu saman til æfinga í morgun eftir tveggja daga frí frá æfingum yfir áramótin. Þjálfarateymið byrjaði daginn á stuttum fundi og síðan var haldið á parketið. Landsliðið heldur af landi brott á föstudaginn en í dag eru 10 dagar í fyrsta leik á EM.
U-18 karla | Silfur á Sparkassen Cup U-18 ára landslið karla lék tvo leiki á Sparkassen Cup í dag, fyrst í undanúrslitum gegn Slóvenum og svo í kvöld í úrslitum gegn Þjóðverjum. Í fyrri leiknum gegn Slóvenum var jafnt á með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir því sem leið á leikinn náðu Slóvenar yfirhöndinni og…
U-18 karla | Sigur og tap á Sparkassen Cup U-18 ára landslið karla lék tvo leiki á Sparkassen Cup í dag. Óhætt er að segja að leikirnir hafi verið eins og svart og hvítt en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri í seinni leiknum nú í kvöld. Fyrri leikurinn var gegn Þjóðverjum, eftir…
U-18 karla | 10 marka sigur gegn Saar Fyrsti leikur á Sparkassen Cup fór fram í kvöld þar sem heimamenn frá Saar-héraði mættu strákunum okkar. Uppselt var á leikinn í kvöld eins og reyndar aðra daga á mótinu og andrúmsloftið í höllinni til fyrirmyndar. Íslenska liðið tók frumkvæðið strax í byrjun og náði fljótlega 3-4…
A landslið karla | Níu stærstu beinu íþróttaútsendingar ársins með A landsliði karla RÚV birti í dag sinn árlega lista yfir þær íþróttaútsendingar sem fengu mesta áhorfið á árinu sem er að líða. A landsliðið í handbolta trónir á toppnum í ár eins og það hefur gert síðustu fimm ár en meðaláhorf á leik Íslands…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2023 Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra…
Powerade bikarinn | Dregið hjá yngri flokkum Dregið var í 8-liða úrslit Powerade bikars yngri flokka í dag, eftirfarandi lið drógust saman. Viðureignirnar þurfa að spilast fyrir mánudaginn 29. janúar. 4. fl. ka.Valur 1 – FHKA – AftureldingSelfoss – HaukarValur 2 – ÍBV 4. fl. kv.HK – ÍBVÍR – HaukarValur – FramStjarnan – Grótta 3….
Úrskurður aganefndar 20. desember 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikbannið tekur gildi 21.12.2023…
Hæfileikamótun HSÍ | 107 iðkendur frá 17 félögum Önnur æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ fyrir tímabilið 2023-2024 fór fram 8-10 desember. 107 iðkendur fengu boð um að mæta á æfingarnar, 56 drengir úr 17 félögum og 51 stúlka úr 14 félögum. Fjórar æfingar voru á hvorn hóp um helgina en æfingarnar fóru fram í Kaplakrika. Auk…
Úrskurður aganefndar 19. desember 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Atli Steinn Arnarson leikmaður HK hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik HK og Gróttu í Olís deild karla þann 14.12.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Er það mat aganefndar að brotið kunni að…
A kvenna | Lærdómsríkt stórmót að baki A landslið kvenna skilaði sér heim til Íslands með Icelandair s.l. föstudag en þá hafði liðið verið saman í Noregi og Danmörku frá 22. nóvember. Að baki er fyrsta stórmót stelpnanna okkar frá árinu 2012. 1. nóvember tilkynnti Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hvaða 18 leikmenn hann tæki með á…
A karla | 20 manna æfingahópur fyrir EM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi fyrr hádegi í dag hvaða 20 leikmenn hann kallar til æfinga frá 27. desember fram að EM 2024. Strákarnir okkar halda af landi brott 5. janúar og leika tvo vináttu landsleiki gegn Austurríki í aðdragaganda EM. Fyrri vináttuleikurinnn fer fram…
A kvenna | Sigur í Forsetabikarnum Stelpurnar okkar tryggðu sér í kvöld Forsetabikar IHF eftir sigur 30 – 28 gegn Kongó. Til hamingju með sigurinn stelpur!!
A kvenna | Hópurinn gegn Kongó Íslenska landsliðið leikur til úrslita í Forsetabikarnum í dag þegar stelpurnar okkar mæta Kongó. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymið hefur valið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Íslands í dag: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (54/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (55/3) Aðrir…
A kvenna | Úrslitaleikur Forsetabikarsins í dag! Stelpurnar okkar leika úrslitaleik Forsetabikarsins í dag gegn Kongó í Frederikshavn. Kongó tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Chile en Ísland vann Kína. Lið Kongó er líkt og íslenska liðið taplaust í Forsetabikarnum. Úrslitaleikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á…
Netverslun | Boozt hefur sölu á landsliðstreyjum HSÍ Boozt hóf í dag sölu á landsliðstreyjum HSÍ og mun netverslunin HSÍ færast alfarið yfir til Boozt. Slóðin á netverslunina er: https://www.boozt.com/is/is/sport/sofn/landslidsbudin?grid=extraSmall&limit=4&page=1
Úrskurður aganefndar 12. desember 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Alex Kári Þórhallsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Gróttu og ÍR í 3.flokki karla þann 05.12.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um…
A kvenna | Úrslitaleikur á morgun Stelpurnar okkar hafa nýtt daginn vel til að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Forsetabikarsins á morgun þegar þær leika gegn Kongó. Dagurinn var nýttur í góða styrktaræfingu, fundarhöld ásamt meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum liðsins. Góð einbeiting er í hópnum að klára fyrsta stórmótið frá 2012 með góðum sigri. Leikurinn gegn Kongó…
A kvenna | Frábær sigur gegn Kína Stelpurnar okkar leika til úrslita í Forsetabikarnum nk. miðvikudag eftir frábæran sigur gegn á Kína í dag. Ísland byrjaði af krafti í dag og var með yfirhöndina frá upphafi leiks. Mestur var mundurinn í fyrir hálfleik 13 – 9. Hálfleikstölur voru 13 – 11. Kína náði í byrjun…
A kvenna | Hópurinn gegn Kína Íslenska landsliðið leikur til undanúrslita í Forsetabikarnum í dag þegar stelpurnar okkar mæta Kína. Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymið hefur valið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Íslands í dag: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (53/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (54/3) Aðrir leikmenn:…
A kvenna | Undanúrslit Forsetabikarsins í dag Það er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar í dag þegar þær leika gegn Kína. Það lið sem vinnur viðureignina spilar á miðvikudaginn úrslitaleikinn í Forsetabikarnum. Leikurinn gegn Kína hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Sendum stelpunum okkar baráttu kveðjur! Áfram Ísland
A kvenna | Róleg heit í Frederikshavn Dagurinn í dag hjá stelpunum okkar hefur verið notaður í endurheimt jafnt andlega- sem og líkamlega. Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari bauð að venju upp á frábæra æfingu í morgun og eftir hádegi fundaðu leikmenn og þjálfarar. Þar var síðasti leikur gerður upp og byrjað að spá í næsta andstæðing.Blaðamenn…
A kvenna | Sigur gegn Parargvæ Stelpurnar okkar léku í kvöld gegn Paragvæ í öðrum leik þeirra í riðlakeppni Forsetabikarsins. Stelpurnar náðu strax góðum tökum á leiknum og höfðu frumkvæðið allan tímann. Staðan í hálfleik var 13-9. Munurinn hélst að mestu áfram og náðu stelpurnar að bæta aðeins í muninn í lokin og unnu sannfærandi…
A kvenna | Hópurinn gegn Paragvæ Íslenska landsliðið leikur annan leik sinn í Forsetabikarnum í dag þegar stelpurnar okkar mæta Paragvæ. Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Stelpurnar tóku létta styrktaræfingu í morgun og svo var fundur með þjálfarateyminu þar sem farið var vel yfir mótherja dagsins. Þjálfarateymið hefur valið…
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 ka, U-16 ka, U-18 ka og U-20 ka. Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Æingar verða á höfuðborgarsvæðinu 18. – 22. desember og koma æfingatímar inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér að neðan. U-15 ára landslið karla Jón Gunnlaugur Viggósson og Haraldur…
A kvenna | Létt yfir stelpunum okkar Kvennalandsliðið fundaði og æfði svo seinni partinn í dag. Þegar í höllina var komið var byrjað að ræða við þá fjölmiðla sem standa vaktina hér í Forsetabikarnum. Eftir með hópnum eru mbl.is og handbolti.is. Við erum þeim þakklát að fylgja liðinu áfram hingað til Frederikshavn. Æfingin tók svo…
A kvenna | Stórsigur gegn Grænlandi í kvöld Ísland lék í dag sinn fyrsta leik í Forsetabikarnum í Frederikshavn þegar þættu mættu liði Grænlands. Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins og eftir það voru stelpurnar okkar með algjöra yfirburði á vellinum. Hálfleikstölur voru 19 – 8. Yfirburðir Íslands héldu áfram í síðari hálfleik…
A kvenna | Hópurinn gegn Grænlandi Íslenska landsliðið leikur fyrsta leik sinn um Forsetabikarinn í dag þegar stelpurnar okkar mæta Grænlandi. Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymið hefur valið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Íslands í dag: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (51/1)Hafdís Renötudóttir, Valur (52/2) Aðrir…
Úrskurður aganefndar 07. desember 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í þriggja leikja bann. Aganefnd vekur athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. Leikbannið tekur gildi 07.12.2023…
A kvenna | Góður dagur að baki í Frederikshavn Þá er fyrsti dagur kvennalandsliðsins í Frederikshavn að baki. Andi í hópnum er góður og eftirvænting að takast á við verkefnið næstu daga. Eftir staðgóðan morgunverð fór liðið á styrktaræfingu hjá Hirti styrktarþjálfara þar sem stelpurnar tóku vel á því. Eftir hádegið var þjálfarateymið með liðsfund…
Úrskurður aganefndar 05. desember 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Úlfur Gunnar Kjartansson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og Fram í Olís deild karla þann 30.11.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 b). Er það mat aganefndar að brotið kunni að…
A kvenna | Stelpurnar komnar til Frederikshavn Gærdagurinn fór í ferðalög hjá kvennalandsliðinu en þær flugu snemma frá Stavanger yfir til Kaupmannahafnar. Þaðan var flogið áfram til Álaborgar og svo tók við um klukkutíma löng rútuferð til Frederikshavn. Leikjadagskrá liðsins í Forsetabikarnum er eftirfarandi: fimmtudaginn 7. des kl 17:00 Ísland – Grænlandlaugardaginn 9. des 17:00…
A kvenna | Jafntefli gegn Angóla Síðasti leikur Íslands í riðlakeppni HM kvenna fór fram í dag þegar stelpurnar okkar mættu liði Angóla. Viðureignin skar úr um hvort liðið færi áfram í milliriðla eða í Forsetabikarinn. Fyrri hálfleikur leiksins í dag var hörkuspennandi en í hálfleik var staðan 15 – 14 fyrir Angóla. Angóla byrjaði…
A kvenna | Hópurinn gegn Angóla Íslenska landsliðið leikur þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni HM 2023 kvenna í dag kl. 17:00 þegar þær mæta Angóla . Leikið verður í DNB Arena í Stavanger og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymið hefur valið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Íslands í…
Netverslun | Boozt hefur sölu á landsliðstreyjunni HSÍ og Boozt hafa ákveðið að færa netverslun HSÍ sem hefur boðið upp á landsliðstreyjur Íslands til sölu yfir til Boozt. Stór pöntun á landsliðstreyjum skilaði sér í dag til Boozt og munum við auglýsa það vel þegar sala hefst í gegnum Boozt.com. Boozt einn af aðalbakjörlum HSÍ…
A kvenna | Síðasti leikur riðlakeppni HM er á morgun Stelpurnar okkar hafa nýtt daginn vel til að undirbúa sig fyrir síðasta leik sinn í riðlakeppni HM sem fram fer á morgun þegar Ísland mætir Angóla. Hópurinn fékk að sofa örlítið lengur í morgun og eftir góðan morgunmat var gengið að vatni í grennd við…
A kvenna | Hildigunnur komin í 100 landsleiki Þegar stelpurnar okkar mættu Frökkum í öðrum leik sínum í D-riðli á HM spilaði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Vals sinn 100. A landsleik fyrir hönd Íslands. Hildigunnur spilaði sinn fyrsta landsleik 1. nóvember 2006 í vináttulandsleik gegn Hollandi. Í þeim leik skoraði hún 5 mörk. Við óskum Hildigunni…
A kvenna | Tap gegn Frakklandi Stelpurnar okkar mættu Ólympíumeisturum Frakklands í kvöld í öðrum leik Íslands í D-riðli HM 2023. Frakkland byrjaði af miklum í kvöld og náðu öruggri forustu strax í upphafi leiks. Í háflleik var staðan 20 – 10 Frakklandi í vil. Íslenska liðið mætti sterkara til leiks í síðari hálfleik og…
A kvenna | Hópurinn gegn Frakklandi Íslenska landsliðið leikur sinn annan leik á HM 2023 kvenna í dag kl. 17:00 þegar þær mæta Frakklandi í D riðli. Leikið verður í DNB Arena í Stavanger og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Þjálfarateymið hefur valið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Íslands í dag:…
A kvenna | Leikdagur hjá stelpunum okkar Ísland mætir ólympíumeisturum Frakka í dag á HM 2023 í Stavanger. Leikurinn er annar leikur Íslands í D-riðli og hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Stelpurnar okkar tóku létta styrtaræfingu í morgun og þjálfarateymið fundið svo með þeim fyrir hádegismat. Það er spenna og…