Vegna sjónvarpsútsendinga hefur verið tekin ákvörðun um það hnika til leiktíma á landsleikjunum nk. sunnudag. Leikur Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna mun hefjast kl.14.45 í stað 14.30 og leikur Íslands og Bosníu í undankeppni HM karla mun hefjast kl.17.15 í stað 17.00.
Stelpurnar okkar mæta í dag Finnum í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni fyrir EM. Leikið er í Finnlandi og hefst leikurinn kl.16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleiki Íslands nk. sunnudag verða að sækja miða á leikina á fimmtudaginn milli kl.11.00 og 13.00 á skrifstofu HSÍ. Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Finnlands, til að leika í riðlakeppninni fyrir EM 2014. Liðið heldur af stað í fyrramálið til Finnlands en liðin munu mætast í Karjaa á miðvikudaginn kl 16 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Sunnudaginn 15.júní verður sannkölluð handboltahátíð í Laugardalshöll en þá verða bæði stelpurnar og strákarnir okkar í eldlínunni. Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu í leik í undankeppni fyrir Evrópumótið 2014. Stelpurnar okkar eru í hörkubaráttu um að komast á EM og getur þessi leikur ráðið úrslitum. Síðar um daginn mæta svo strákarnir okkar liði Bosníu Herzegovínu í umspili um laust sæti á HM í Katar 2015.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að draga sig úr landsliðhópi Íslands fyrir leikina í undankeppni EM vegna langvarandi meiðsla á hné. Ekki verður bætt inn leikmanni í hópinn að svo stöddu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleikinn gegn Bosníu nk. laugardag. Liðið heldur af stað í fyrramálið til Bosníu en liðin munu mætast í Sarajevo á laugardaginn kl.18.15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ísland sigraði Portúgal 29-26 í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Austurbergi í kvöld.
Í kvöld mætast Ísland og Portúgal í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna en leikið verður í Íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti og hefst leikurinn kl.19.30.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla á þær Jónu Margréti Ragnarsdóttir og Söndru Sif Sigurjónsdóttir, leikmenn Stjörnunnar, í æfingarhóp Íslands fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu í næstu viku í undankeppni EM.
Hálfgjört B-landslið Íslands í handknattleik beið lægri hlut fyrir Portúgal, 33:28 í vináttulandsleik þjóðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Flestir fastamenn Íslands voru hvíldir í kvöld og fengu yngri og reynsluminni leikmenn tækifæri til að sanna sig.
Íslenska landsliðið mun í kvöld kl. 19 leika á móti Portúgal í N1-höllinni (Varmá)
Valinn hefur verið leikmannahópur hjá U-20 ára landsliði kvenna sem mun leika gegn grænlenska kvennalandsliðinu um næstu helgi. Grænlenska liðið mun leika einn leik við U-20 ára landsliðið og tvo leiki við U-18 ára landsliðið í Kaplakrika.
Valinn hefur verið lokahópur U-18 ára landsliðs karla sem tekur þá í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Póllandi dagana 14.-24.ágúst í sumar. Hópurinn kemur saman til æfinga og undirbúnings 20.júlí.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 29 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikina gegn Portúgal sem fram fara 1.-3. Júní nk.
Valinn hefur verið æfingahópur U-16 ára landsliðs karla sem mun æfa dagana 29.-31.maí. Allar æfingarnar eru í Kaplakrika og er sú fyrsta 29.maí (Uppstigningardag) kl. 16:30-18:00.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 18 manna leikmannahóp til að taka þátt í æfingum og lokaleikjum Íslands í undankeppni fyrir EM 2014. Lokakeppnin verður leikin í desember í Ungverjalandi og Króatíu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 23 manna úrtakshóp sem kemur saman til æfinga á morgun, miðvikudag. Hópurinn mun æfa saman fram í næstu viku en A landslið karla kemur saman til æfinga 28.maí nk.
Búið er að velja yfir 50 stúlkur til æfinga dagana, 29.maí- 8.júní.
Róbert Aron Hostert úr ÍBV og Florentina Stanciu úr Stjörnunni voru í gærkvöldi útnefnd bestu leikmenn Olís-deilda karla og kvenna í handknattleik á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í Gullhömrum.
Stórkostlegu úrslitaeinvígi lokið í Olís deild kvenna með sigri Vals. Til hamingju Valur !
Bikarinn fer á loft í dag þegar Stjarnan og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í Mýrinni. Leikurinn hefst kl.13.30 í beinni útsendingu á RÚV.
Gera þurfti breytingu á leikmannahópi U-18 ára landsliðs kvenna. Jana Rós Birley hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla, í hennar stað kemur Hulda Dagsdóttir úr FRAM.
Stórkostlegri úrslitakeppni lokið í Olís deild karla með sigri ÍBV. Til hamingju ÍBV og Eyjamenn.
Bikarinn fer á loft í kvöld þegar Haukar og ÍBV mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í Schenkerhöllinni. Leikurinn hefst kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV.
Valinn hefur verið landsliðshópur hjá U-18 ára landsliði karla, Hópurinn mun æfa saman dagana 24.maí – 25.maí.
Í kvöld mætast Valur og Stjarnan í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna. Með sigri í kvöld tryggir Stjarnan sér titilinn en sigri Valur verður oddaleikur á laugardaginn. Leikið er í Vodafone Höllinni og hefst leikurinn kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á oddaleik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitil Olís deildar karla verða að sækja miða á leikinn á morgun, fimmtudag, milli kl.10 og 13 á skrifstofu HSÍ. Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.
Valinn hefur verið lokahópur hjá U-18 ára landsliði kvenna sem mun keppa á European Open í Gautaborg dagana 30.júní – 5.júlí. Hópurinn mun byrja að æfa 29.maí..
Valinn hefur verið æfingahópur hjá U-20 ára landsliði karla. Hópurinn mun æfa saman dagana 23.maí-1.júní.
Í kvöld mætast ÍBV og Haukar í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil Olís deildar karla. Með sigri í kvöld tryggja Haukar sér titilinn en sigri ÍBV verður oddaleikur á fimmtudaginn. Leikið er í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV.
Lokahóf HSÍ verður 17.maí í Gullhömrum, Grafarholti.
Valur og Stjarnan mætast í kvöld í öðru sinni um Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna. Leikið er í Vodafone Höllinni og hefst leikurinn kl.19.45 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir.
Handboltaskóli HSÍ hefur verið starfræktur í 21 ár með góðum árangri. Í ár verður hann helgina 30.maí til 1. júní og gert er ráð fyrir yfir 160 krökkum sem munu æfa undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ.
Mótanefnd HSÍ hefur borist þátttökutilkynning frá 18 karlaliðum og 13 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2014-2015.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Dagana 18.-23.maí fer fram Grunnskólamót Höfuðborga Norðurlanda í íþróttum í Reykjavík. Meðal annars verður keppt í handknattleik stúlkna sem eru fæddar árið 2000.
Í kvöld hefst einvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna. Leikið er í Mýrinni og hefst leikurinn kl.19.45. Leikurinn verður sýndir beint á RÚV Íþróttir.
Í kvöld mætast Stjarnan og ÍR í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta keppnistímabili. Leikið er í Mýrinni og hefst leikurinn kl.19.30. Er þetta annar leikur liðanna en ÍR sigraði í fyrsta leiknum og leiðir því einvígið 1-0. Tvo leiki þarf til að tryggja sér sigur.
Í kvöld hefst einvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitil Olís deildar karla. Leikið er á Ásvöllum og hefst leikurinn kl.19.45. Leikurinn verður sýndir beint á RÚV Íþróttir.
Valur varð í kvöld Íslandsmeistarar 2.flokks karla þegar liðið sigraði Hauka örugglega 34-25. Staðan í hálfleik var 14-11 Val í vil. Maður leiksins var valinn Alexander Júlíusson leikmaður Vals en hann átti frábæran leik og skoraði 6 mörk.
Fram varð í kvöld Íslandsmeistarar 3.flokks kvenna eftir að liðið sigraði Fylki 26-23 eftir ótrúlegan viðsnúning í seinni hálfleik en Fylkir leiddi 19-11 í byrjun hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 17-11 Fylki í vil. Maður leiksins var valin Hekla Rún Ámundadóttir leikmaður Fram en hún átti mjög góðan leik og skoraði 10 mörk.
Fram varð í dag Íslandsmeistarar 3.flokks karla þegar liðið bar sigurorð af Val 23-18 í úrslitaleik í Austurbergi. Staðan í hálfleik var 10-8 Fram í vil. Maður leiksins var valinn Arnar Freyr Arnarsson leikmaður Fram en hann átti stórleik í vörn Fram og batt hana gríðarlega vel saman auk þess að skora 3 mörk.
Fjölnir varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks kvenna eldri þegar liðið sigraði HK 26-24 í ótrúlegum tvíframlengdum leik í Austurbergi. Staðan að lokinni fyrri framlengingu var 23-23 og að loknum venjulegum leiktíma var staðan 19-19. Maður leiksins var valin Andrea Jacobsen leikmaður Fjölnis en hún átti stórleik og var með 13 mörk.
Grótta varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla eldri þegar liðið bar sigurorð af HK 29-27 í spennandi framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en HK leiddi 13-10 í hálfleik. Maður leiksins var valinn Gísli Gunnarsson leikmaður Gróttu en hann skoraði 9 mörk í leiknum.
ÍBV var í dag Íslandsmeistarar 4.flokks kvenna yngri þegar liðið sigraði Fram 20-18 í æsispennandi framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 17-17 en Fram leiddi í hálfleik 11-7. Maður leiksins var valin Þóra Guðný Arnarsdóttir leikmaður ÍBV en hún átti stórleik og skoraði 8 mörk.
FH varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla yngri þegar liðið sigraði Þór Ak. 24-23 í æsispennandi úrslitaleik í Austurbergi. Staðan í hálfleik var 14-13 FH í vil. Maður leiksins var valinn Gísli Kristjánsson leikmaður FH en hann átti stórleik og skoraði 13 mörk.
Sunnudaginn 4.maí fara fram úrslitaleikir Íslandsmótsins í yngri flokkunum í Austurbergi.
Æsispennandi undanúrslitum úrslitakeppni Olís deildar karla lauk í dag þegar oddaleikir einvíganna fóru fram. Það verða því Haukar og ÍBV sem mætast í úrslitum en úrslitaeinvígi liðanna hefst mánudaginn 5.maí kl.19.45.
Það verða Stjarnan og Valur sem mætast úrslitum úrslitakeppni Olís deildar kvenna en undanúrslitunum lauk í dag. Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals hefst miðvikudaginn 7.maí kl.19.45.