Dómaranefnd HSÍ boðar hér með til fundar með dómaratengiliðum miðvikudaginn 15.október kl.17.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ og eiga dómaratengiliðir frá öllum félögum að mæta á þann fund en formenn deilda og unglingaráða eru einnig velkomnir.
Dómaranefnd HSÍ boðar hér með til fundar með dómaratengiliðum miðvikudaginn 15.október kl.17.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ og eiga dómaratengiliðir frá öllum félögum að mæta á þann fund en formenn deilda og unglingaráða eru einnig velkomnir.
Valinn hefur verið æfingahópur U-19 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman dagana 9.-12.október.
Vegna verður hefur verið ákveðið að fresta leik ÍBV og HK sem fram átti að fara í kvöld í Olís deild karla. Nýr leiktími er mánudagurinn 13.október kl.18.00
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Svíþjóðar, til að leika 2 vináttulandsleiki við Svía.
Ákveðið hefur verið að breyta dagssetningu á fyrirhuguðu B stigs dómaranámskeiði sem áttu að vera um helgina.
Icelandair endurnýjaði í dag samninga um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fjögurra sérsambanda innan þess, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Íslands.
Mætt voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson landsliðsþjálfarar u-17 ára landsliðs kvennna hafa valið 16 leikmenn sem munu fara í æfingarferð til Hollands 6.-12. október. Þar mun liðið leika 4 æfingarleiki við Holland.
24 lið verða á EM 2020 en ákvörðun um það var tekin á EHF þingi sem nú fer fram í Dublin.
Í morgun var dregið í riðla í undankeppni HM hjá u-21 ára landsliðum karla.
Í dag var dregið í forkeppni EM hjá u-19 ára landsliði kvenna og var Ísland í pottinum.
Dregið var í undankeppni EM fyrir U17 kvenna.
Dagana 20. og 21. September kemur æfingahópur U-17 ára landsliðs kvenna saman. Um er að ræða æfingahóp fyrir æfingaferð til Hollands í byrjun Október. Fjórar æfingar verða þessa helgi, æft verður tvisvar á laugardag og tvisvar á sunnudag. Æfingaplanið verður gefið út eins fljótt og auðið er.
MEISTARAR MEISTARANNA: Valur-Stjarnan 13. sept kl. 13.30!
Stjórn HSÍ og dómaranefnd heldur fund með starfandi þjálfurum og fulltrúa félaga mánudaginn 15.september kl.20.00 en félög sem taka þátt í efstu deild karla og kvenna, er skylt að senda þjálfara á fund sem dómaranefnd boðar til í upphafi hvers keppnistímabils til að fara yfir leikreglur og áherslur dómaranefndar. Fundurinn verður haldinn í fundaraðstöðu ÍSÍ.
Að undanförnu hefur Handknattleikssamband Íslands leitað leiða til að ná samkomulagi við Alþjóðahandknattleikssambandið vegna ákvörðunar stjórnar IHF frá 8. júlí sl. um breytingu á reglum við val á liði til þátttöku í HM í þeim tilfellum sem lið hætta við þátttöku eða uppfylla ekki þátttökurétt.
Laugardaginn 13.september nk. mætast Valur og Stjarnan í Meistarakeppni HSÍ.
Helgina 24.-25. október nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu ef næg þátttaka fæst (lágmark 20). B-stig er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka.
Helgina 10.-12. október verður haldið C-stigs dómaranámskeið ef næg þátttaka fæst (lágmark 10). C-stig er efsta stig dómararéttinda og veitir rétt til að dæma alla leiki.
Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.
Skráning í utandeild kvenna í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is. Skráning stendur yfir til mánudagsins 15.september og er þátttökugjald kr. 25.000.
Skráning í utandeild karla í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is Skráning stendur yfir til mánudagsins 15.september og er þátttökugjald kr. 25.000.
Haukar mæta Dinamo Astrakhan í Evrópukeppni Bikarhafa 7. september kl. 17 á Ásvöllum.
Haukar unnu ÍBV í æsispennandi leik í gær í Vestmannaeyjum og eru því Meistarar Meistaranna.
Í kvöld fer fram Meistarakeppni HSÍ hjá körlunum þegar Íslandsmeistarar ÍBV mæta bikarmeisturum Hauka.
Unglingaráði handknattkeiksdeildar Fram vantar tvo hressa og metnaðarfulla þjálfara í sinn hóp.
Hörður Ísafirði auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. fl., 5. og 6. fl. karla á næsta tímabili (2014-2015). Um er að ræða fullt starf og greitt í samræmi við það. Umræddum aðila stendur til boða íbúð félagsins en hún er tæplega 100 m2 í göngufæri við íþróttahúsið.
Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik U-18 sigraði Króata í lokaleik EM 33-29. Þeir lentu í 9.sæti á mótinu, unnu 5 leiki gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik og tryggðu sér þátttökurétt á HM í Rússlandi á næsta ári.
Strákarnir í íslenska U-18 landsliðinu tryggði sér þátttökurétt á HM á næsta ári með sigri á Hvít Rússum. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti á HM en 10 efstu þjóðirnar á EM tryggja sér þáttökurétt.
Íslensku strákarnir sigruðu Makedóna í dag og stigu stórt skref í átt á lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.
Íslensku strákarnir unnu í dag góðan sigur á Rússum 40-36, eftir að hafa verið undir 17-20 í hálfleik. Þessi sigur eykur vonir um að komast á HM á næsta ári.
Íslenska liðið spilaði síðasta leikinn í riðlakeppninni í dag á móti Sviss og tapaði 22-24. Þar með er ljóst að liðið kemst ekki í keppni um 8 efstu sætin heldur þarf að spila um sæti 9-16.
Íslenska landsliðið spilaði í dag sinn annan leik í lokakeppni EM þegar liðið mætti Svíum. Leikurinn var hörkuspennandi allt til leiksloka og endaði með jafntefli 24-24.
Strákarnir í U-18 ára landsliðinu byrjuðu úrslitakeppni EM sem haldin er í Póllandi af krafti. Þeir unnu sterkt lið Serba 29-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-14
Mótanefnd HSÍ hefur gefið út mótaniðurröðun 5.-8. flokks fyrir komandi tímabil.
Íslenska U-18 ára landslið karla hélt í gær til Gdansk í Póllands þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handknattleik. Liðið hefur leik í keppninni í dag kl. 17 að íslenskum tíma, þegar það mætir liði Serbíu.
Strandhandboltamótið verður haldið í 11 sinn um næstu helgi og hafa aldrei verið fleiri lið skráð til leiks. Um 200 keppendur taka þátt eða 20 lið og spilað er í sandinum á okkar frábæru strönd í Nauthólsvíkinni.
Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.
Í morgun var dregið í fyrstu umferðir í Evrópukeppnum félagsliða en fjögur íslensk lið voru í pottinum að þessu sinni. Í karlaflokki voru það ÍBV og Haukar sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup) en í kvennaflokki voru það ÍBV og Fram og tekur ÍBV þátt í Evrópukeppni félagasliða (EHF Cup) en Fram tekur þátt í Áskorendakeppni Evrópu (Challenge Cup).
Ísland dróst í riðil 3 ásamt Makedóníu og Ítalíu í forkeppni HM kvenna en dregið var í morgun. Lokakeppnin fer fram í Danmörku í desember 2015.
The Icelandic Handball Federation (HSI) have been asking for data from the European Handball Federation (EHF) and the International Handball Federation (IHF) regarding the decision to award an open place to Germany in World Championship in Qatar 2015.
HSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og Alþjóða Handknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.
Handknattleiksdeild Þróttar auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3.flokk karla og 4.flokk kvenna, veturinn 2014-2015. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Íþróttastjóra Þróttar á jakob@trottur.is eða í síma 580-5902. Reynsla af þjálfun og viðeigandi menntun er skilyrði.
Þjálfari óskast fyrir flotta handboltastráka 5.fl karla næsta vetur hjá Fylki. Þetta eru flottir strákar sem hafa spilað í 1.deildinni sl. vetur, bæði yngra árið og eldra árið. Umsókn ásamt ferilskrá snedist á fylkirburh@gmail.com
Stelpunar léku 3 leiki um 9-12 sætið.
Stelpurnar í U18 kláruðu í dag riðlakeppnina á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar í U18 léku í morgun gegn Noregi á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar í U18 spiluðu seinni leik dagsins gegn báráttuglöðu liði Færeyinga.
Stelpurnar í U18 léku í dag sinn fyrsta leik á Opna Evrópumótinu í Gautaborg gegn Austurríki.