
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öðrum æfingaleik sínum gegn Svisslendingum ytra í dag með fjögurra marka mun, 21-25. Ísland hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en svissneska liðið náði forystu um miðjan síðari hálfleik og hélt henni allt til loka.