
Ísland mætir Slóveníu á morgun kl 10:30 í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Lið Slóveníu sigraði Norðmenn 34-29 í 8 liða úrslitum keppninnar, í leik þar sem Slóvenía var með frumkvæðið allan leikinn og Normenn náðu einungis tvisvar að jafna leikinn. Ísland sigraði eins og allir vita lið Brasilíu í 8 liða úrslitum. Íslensku strákarnir ætla sér að sjálfsögðu sigur í þessum leik en það er samt ljóst að Ísland mun alltaf spila um medalíu á þessu móti, leikurinn á morgun ræður hinsvegar litnum á metalíunni sem spilað verður upp á.