Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hélt í morgun til Makedóníu þar sem það tekur þátt í undankeppni EM 2015, en Evrópumótið verður haldið á Spáni í júlí og ágúst á þessu ári.
58. ársþing HSÍ verður haldið miðvikudaginn 22.apríl í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik ÍR og Aftureldingar í undanúrslitum Olís deildar karla verða að sækja miða á leikinn nk., föstudag, milli kl.19:30 og 20:30 í miðasölu íþróttahússins við Austurberg.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Aftureldingar og ÍR í undanúrslitum Olís deildar karla verða að sækja miða á leikinn nk., miðvikudag, milli kl.19 og 20 í afgreiðslunni að Varmá.
Í gær lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Í dag lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar kvenna og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Sviss í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Svíþjóð í desember á næsta ári.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Handknattleiksdómararnir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson hafa verið boðaðir af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, til dómgæslu í Katar dagana 16. til 28. apríl næstkomandi.
Vegna veðurs og ófærðar hefur tveimur leikum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla sem fram áttu að fara í kvöld verið frestað til morguns.
Nú þegar lokaumferð Olís-deildar karla er að baki eru einvígin í fyrstu umferðum allra úrslitakeppnanna komnar á hreint. Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst mánudaginn 6.apríl, úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst þriðjudaginn 7.apríl og umspilskeppni 1.deildar karla um laust sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð hefst föstudaginn 10.apríl.
HK óskar eftir að ráða yfirþjálfara til starfa hjá félaginu næsta handknattleikstímabil sem hefst í ágúst 2015. Starfið felst í yfirumsjón með þjálfun 8.-3. flokks karla og kvenna og þátttöku í áætlanagerð og stefnumótun vegna þeirra. Um er að ræða 50 % starf.
Átta dómarapör hafa verið valin til að dæma leikina í úrslitakeppnum Olís-deilda karla og kvenna og umspilskeppni 1.deildar karla sem framundan eru.
58. Ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið miðvikudaginn 22.apríl 2015 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Valinn hefur verið æfingahópur U-15 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í páskavikunni.
Valinn hefur verið æfingarhópur U-17 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga um páskana.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnaði í dag fjögurra marka sigri gegn Sviss, 28-24, í þriðja og síðasta leiknum sem leikinn verður í æfingaferðinni til Sviss. Staðan í hálfleik var 15-10 Íslandi í vil.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öðrum æfingaleik sínum gegn Svisslendingum ytra í dag með fjögurra marka mun, 21-25. Ísland hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en svissneska liðið náði forystu um miðjan síðari hálfleik og hélt henni allt til loka.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fagnaði í dag sigri gegn því svissneska í æfingaleik , 27-23. Staðan í hálfleik var 12-11 Íslandi í vil.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir í dag Svisslendingum í æfingaleik, en liðið er í miðri æfingaferð sem er liður í undirbúningi þess fyrir undankeppni HM. Leikurinn í dag fer fram í Visp og hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.
Valinn hefur verið æfingahópur U-19 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga um páskana.
Valinn hefur verið 16 manna æfingahópur U-19 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni EM sem fer fram í Makedóníu 17.-19.apríl 2015.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Stjarnan hafði í kvöld betur gegn ÍBV í Olís-deild karla, 28-26, styrkti þar með stöðu sína í botnbaráttu deildarinnar og sendi um leið HK niður í 1.deild. Fram og Stjarnan eru jöfn að stigum í 8. og 9.sæti deildarinnar, átta stigum fyrir ofan HK, sem getur náð öðru þeirra að stigum, en aldrei báðum.
Tékkar höfðu í dag betur gegn Íslendingum, 30-29, í undanriðli EM U17-ára landsliða kvenna í Færeyjum og bókuðu þar með farseðilinn í lokakeppnina í Makedóníu í ágúst. Íslensku stúlkurnar hefðu bókað far til Makedóníu með að minnsta kosti þriggja marka sigri í dag, en sitja eftir stigalausar eftir þrjá leiki.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 17 ára og yngri leikur síðasta leik sinn í undanriðli EM í Færeyjum í dag. Flautað verður til leiks Íslands og Tékklands klukkan 17 og þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað báðum leikjum sínum til þessa á það raunhæfa möguleika á að komast áfram.
Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta leik HK og Akureyrar í Olís deild karla sem fram átti að fara á morgun. Leikurinn verður leikinn nk. sunnudag kl.16.00 í Digranesi.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 17 ára og yngri hefur leik í undankeppni EM í Færeyjum í dag. Ísland mætir Færeyjum, Rússlandi og Tékklandi í þessari undankeppni og verða allir leikir keppninnar sýndir í netútsendingu á heimasíðu færeyska handknattleikssambandsins.
Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn láta til sín taka á Evrópusviðinu á komandi dögum og vikum og láta að sér kveða bæði í EHF-bikarnum og Meistaradeildinni.
Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðu 6.flokks kvenna móti yngri sem fram átti að fara um helgina á Selfossi. Mótið færist í heild sinni til 27.-28. mars og verða tímasetningar sendar út í næstu viku. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa HSÍ.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sem skipað er leikmönnum 17 ára og yngri tekur þátt í undankeppni EM í Þórhöfn í Færeyjum um helgina, en ekki hefur gengið þrautalaust að komast til Straumeyjar. Íslenski hópurinn er veðurtepptur í Kaupmannahöfn og verður þar degi lengur en ætlað var.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Kl. 19.30 | ÍM Grafarvogi
Kl. 19.30 | Hertz-höll
Kl. 19.30 | Selfoss
Kl. 19.30 | Kaplakriki
Kl. 19.30 | KR-heimili
Kl. 19.30 | Laugardalshöll
Kl. 19.30 | Selfoss
Kl. 19.30 | Víkin
Kl. 15.30 | Höllin Ak.
Kl. 20.00 | Selfoss
Kl. 20.15 | KR-heimili
Kl. 19.30 | ÍM Grafarvogi
Kl. 20.15 | Selfoss
Kl. 18.45 | Kaplakriki
Kl. 19.00 | Laugardalshöll