Powerade bikarinn | Valsmenn mæta Eyjamönnum í úrslitum á laugardaginn! Valur vann öruggan 32-26 sigur á Stjörnunni nú í kvöld og því ljóst að það verða Valsmenn og Eyjamenn sem mætast í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn klukkan 16:00 í Laugardalshöllinni! Leikurinn verður í beinni á RÚV.
Powerade bikarinn | ÍBV í úrslit Eyjamenn unnu Hauka með sex marka mun, 33-27 og mæta því Val eða Stjörnunni á laugardaginn í úrslitum!
Powerade bikarinn | Undanúrslit karla í dag Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag með undanúrslitum karla í Laugardalshöllinni. ÍBV og Haukar eigast við í fyrstu viðureign dagsins sem hefst kl. 18:00 og Stjarnan og Valur eigast við kl. 20:15. Leikir dagsins verða í beinni útsendingu á RÚV 2. Miðasala á leikina er í Stubbur app….
Úrskurður aganefndar 05. mars 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 07.03.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Powerade bikarinn | Handboltaveislan hefst á morgun Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst á morgun og stendur handboltaveislan fram á sunnudag í Laugardalshöllinni. Samtals verða spilaðir 18 handboltaleikir á úrslitahelginni frá 6. flokki upp í meistaraflokk. Miðvikudagur | Undanúrslit Powerade bikarsÍBV – Haukar kl. 18:00Stjarnan – Valur kl. 20:15 Fimmtudagur | Undanúrslit Powerade bikarsÍR – Valur kl….
A kvenna | Tap í Karlskrona í dag Stelpurnar okkar léku í dag gegn Svíþjóð í Karlskrona og íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og var staðan 4 – 8 Íslandi í vil eftir 12 mínútna leik. Eftir það hrökk sænska landsliðið í gang og staðan í hálfleik 18 – 11. Í síðari hálfleik hélt Svíþjóð…
A kvenna | Svíþjóð – Ísland kl. 13:00 Stelpurnar okkar leika fjórða leik sinn í undankeppni EM 2024 í dag í Karlskrona gegn Svíum kl. 13:00. Hópurinn fór í morgun í stutta göngu við hótelið og nú situr liðið saman á fundi með þjálfarateyminu. Leikmanna hópur Íslands í dag er þannig skipaður: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir,…
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 ka, U-16 ka, U-18 ka og U-20 ka. Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Æingar verða á höfuðborgarsvæðinu 14. – 17. mars og koma æfingatímar inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér að neðan. U-15 ára landslið karla Jón Gunnlaugur Viggósson og Haraldur…
Yngri landslið | Æfingavika yngri landsliða kvenna Þessa dagana eru öll okkar landslið kvennamegin, við æfingar. Metnaðurinn er mikill í starfinu, en um 100 stelpur voru valdar í verkefnið og eru nú við æfingar hjá sínum landsliðum. Það er óhætt að segja að uppgangurinn og áhuginn sé mikill og efniviðurinn svo sannarlega til staðar. Stelpurnar…
Yngri landslið | Dregið í riðla U-18 og U-20 karla Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót U-18 og U-20 karla landsliðs sem fram fara í sumar. U-18 ára landslið karla heldur til Svarfjallalands í ágúst og U-20 ára landsliðið heldur til Slóveníu í júlí. U-18 ára landslið karla var í efsta styrkleikaflokki…
A kvenna | Tap gegn Svíþjóð Stelpurnar okkar mættu Svíum í gær að Ásvöllum í undankeppni EM 2024. Leikurinn var þriðji leikur liðsins í riðlakeppninni. Svíar unnu leikinn 37 – 24 en liðin mætast að nýju í Karlskrona á laugardaginn kl. 13:00. Landsliðið ásamt starfsfólki liðsins flaug í morgun til Kaupmannahafnar með Icelandair. Dagurinn í…
A kvenna | Hópurinn gegn Svíþjóð Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í leik Íslands gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2024 í dag. Leikurinn hefst kl. 19:30 að Ásvöllum og verður í beinni útsendingu á RÚV 2. Frítt er inn á leikinn í boði Arion banka. Leikmanna hópurinn er…
Úrskurður aganefndar 27. febrúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 29.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
A karla | 18 leikmenn halda til Grikklands A landslið karla heldur til Grikklands í landsliðsvikunni 11. – 17. mars og leikur þar tvo vináttuleiki gegn heimamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn í verkefnið. Leikmannahópur Íslands. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (267/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (58/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen…
A karla | 35 ár í dag frá sigri B-keppninnar Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum úr B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Lengi vel var það einn fræknasti árangur íslenska landsliðsins í handbolta í alþjóðlegri keppni þar til strákarnir okkar fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008. Karlalandsliðið…
A kvenna | Ísland – Svíþjóð á miðvikudaginn Stelpurnar okkar leika gegn Svíþjóð að Ásvöllum n.k. miðvikudag í undankeppni EM 2024. Leikurinn er þriðji leikur liðsins í undankeppninni en Ísland vann fyrstu tvo leiki sína gegn Lúxemborg og Færeyjum. Leikurinn gegn Svíþjóð hefst kl. 19:30 og frítt er inn á leikinn í boði Arion banka….
Grill 66 deild kvenna | Selfoss deildarmeistari Selfoss er deildarmeistari Grill 66 deildar kvenna en liðið lék í dag við á FH og vann Selfoss leikinn 36 – 20. Selfoss er taplaust í Grill 66 deild kvenna eftir 16. umferðir. Til hamingju Selfoss og sjáumst í Olísdeild kvenna á næsta tímabili!
Úrskurður aganefndar 23. febrúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 23.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Markvarðaþjálfun HSÍ | Æfing næsta sunnudag Næsta markvarðaæfing á vegum HSÍ verður á sunnudaginn 25. febrúar. Við höldum áfram að vinna með 9m skotin. Sem fyrr verðum við í Víkinni frá klukkan 11:30-12:30. Hafa með sér vatnsbrúsa og sippuband ef það er til. Sjáumst sem flest! Bestu kveðjur, Markvarðateymi HSÍ
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 100 krakkar æfðu saman Hæfileikamótun HSÍ fór fram síðustu helgi í Kaplakrika og voru yfir 100 krakkar frá öllum aðildarfélögum HSÍ boðið að þessu sinni. Æfði hver hópur fjórum sinnum yfir helgina undir stjórn Andra Sigfússonar, landsliðsþjálfara U-16 karla sem fékk með sér vaska sveit aðstoðarþjálfara. Um helgina var lögð áhersla…
Úrskurður aganefndar 20. febrúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 22.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Evrópubikar EHF | Valsmenn mæta CSA Steaua Bucaresti Dregið var í 8-liða úrslit Evrópubikars EHF karla í morgun og voru Valsmenn í pottinum eftir að hafa sigrað lið Metaloplastika frá Serbíu í 16-liða úrslitum síðustu helgi. Valsmenn drógust í morgun gegn stórliði CSA Steaua Bucaresti frá Rúmeníu. Valsmenn hefja leik á útivelli 23. eða 24….
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 kv, U-16 kv, U-18 kv og U-20 kv. Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Æingar verða á höfuðborgarsvæðinu 29. febrúar – 3. mars og koma æfingatímar inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér að neðan. U15 ára landslið kvennaHildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur…
Powerade bikarinn | Spennandi úrslitahelgi framundan Dregið var í dag til undanúrslita Powerade bikarsins í Mínigarðinum. Úrslitahelgi Powerade bikarsins fer fram í Laugardalshöll 6. – 10. mars nk. Undanúrslit Powerade bikars karla verður spiluð miðvikudaginn 6. mars, eftirfarandi lið drógust saman:Stjarnan – Valur kl. 18:00ÍBV – Haukar kl. 20:15 Undanúrslit Powerade bikars kvenna verður spiluð…
A kvenna | 19 manna hópur Íslands gegn Svíþjóð Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 19 leikmenn sem taka þátt í leikjum Íslands gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2024. Fyrri leikur liðanna verður að Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar og svo mætast liðinn á ný í Karlskrona í Svíþjóð laugardaginn 2. mars. Leikmanna hópurinn er þannig…
Úrskurður aganefndar 13. febrúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 15.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
A kvenna | BA ritgerð um A landslið kvenna ,,Stemning, leikgleði, samstaða og við vinnum hver fyrir aðra‘‘. Íslenska kvennalandsliðiðí handknattleik snéri aftur á stórmót Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur nú náð þeim merka árangri að spila á fjórum stórmótum. Ellefuár eru liðin síðan liðið tók síðast þátt á stóra sviðinu. Liðið komst á stórmót…
Úrskurður aganefndar 06. febrúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildi 08.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Úrskurður aganefndar 30. janúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildi 01.02.2024 Leikbannið tekur gildi 01.02.2024 Leikbannið tekur gildi 01.02.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Powerade bikarinn | Undanúrslit yngri flokka Dregið var í dag til undanúrslita Powerade bikars yngri flokka og þurfa viðureignirnar að fara fram fyrir mánudaginn 4. mars. 4. fl. ka.Haukar – ValurAfturelding – ÍBV 4. fl. kv.Haukar – StjarnanÍBV – Valur 3. fl. ka.Fram – ÍRKA – HK 3. fl. kv.Fram – GróttaValur – Stjarnan Úrslitahelgi…
A karla | Eistland eða Úkraína móttherja í umspili HM Síðast liðna helgi var dregið í umspil HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku 14. janúar – 2. febrúar. Strákarnir okkar munu annað hvort mæta Úkraínu eða Eistlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM. Eistland og Úkraína munu leika…
A karla | Tveggja marka sigur gegn Austurríki Strákarnir okkar unnu Austurríkismenn 26-24 nú í síðasta leik liðsins á EM. Fyrir leikinn var víst að til að liðið myndi tryggja sér í forkeppni Ólympíuleikanna varð liðið að vinna með fimm marka mun. Því er ljóst að strákarnir komast ekki á Ólympíuleikanna í sumar sem haldnir…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag fjórða og síðasta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Austurríki. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (266/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC…
A karla | Ýmir Örn Gíslason í banni á morgun EHF hefur sent HSÍ tilkynningu um að Ýmir Örn Gíslason hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ýmir braut af sér í byrjun leiks gegn Króatíu í gær og fékk beint rautt spjald. Ýmir Örn tekur leikbannið út á morgun gegn Austurríki.
A karla | Teitur Örn Einarsson kallaður til Kölnar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað Teit Örn Einarsson leikmann SG Flensburg-Handewitt til Kölnar vegna vegna veikinda í landsliðshópnum. Teitur Örn kemur til Kölnar í dag, hann hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.
Glæsilegur sigur gegn Króatíu! Draumurinn um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í París lifir enn eftir 5 marka sigur gegn Króötum, 35-30! Til þess að svo verði þurfum við að treysta á að Frakkar vinni Austurríki í dag og í kjölfarið þurfum við að vinna Austurríki á miðvikudaginn. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Króatía kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag þriðja leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Króatíu. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (265/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (56/1)…
A karla | Tap gegn Frökkum Strákarnir okkar mættu Frökkum nú í dag í milliriðlinum og þurftu að sætta sig við 7 marka tap, 39-32. Næsti leikur liðsins er gegn Króatíu á mánudaginn klukkan 14:30.
A karla | Ísland – Frakkland kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í kvöld annan leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Frökkum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (264/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (55/1)…
A karla | Svekkjandi tap gegn Þjóðverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Þjóðverjum í kvöld, 26-24. Leikið var í smekkfullri höll í Köln fyrir framan 19.750 áhorfendur! Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 14:30 gegn Frökkum. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Þýskaland kl. 19:30 Strákarnir okkar leika í kvöld fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Þýskalandi. Leikurinn fer fram í Lanxess arena sem tekur 20.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í kvöld og þeir eru:Markverðir:Björgvin…
A karla | 25-33 tap gegn Ungverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tap í kvöld gegn Ungverjum í síðasta leik riðilsins. Þrátt fyrir það komst liðið áfram í milliriðil og leikur þar gegn Þjóðverjum, Frökkum, Króötum og Austurríkismönnum. Allir leikirnir verða spilaðir í Köln. Fyrsti leikurinn er gegn Þjóðverjum á fimmtudaginn.
A karla | Ísland – Ungverjaland kl. 19:30Strákarnir okkar leika í kvöld þriðja leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta Ungverjum í C-riðli. Stuðningsmenn Íslands hér í Munchen hafa heldur betur litað borgina bláa síðustu daga, nú er síðasti leikurinn framundan og ætla stuðningsmenn Íslands ekkert að gefa eftir í kvöld. Snorri Steinn…
A karla | Ísland – Ungverjaland klukkan 19:30! Strákarnir okkar mæta Ungverjum í síðasta leiknum í riðlinum! Með sigri kemst liðið með 2 stig í milliriðil Leikurinn verður sýndur beint á RÚV! Áfram Ísland
A karla | SIGUR!! Strákarnir okkar unnu Svartfjallaland 31-30 í æsispennandi leik! Gísli Þorgeir skoraði sigurmarkið þegar minna en mínúta var eftir af leiknum og Björgvin Páll varði jafnframt síðasta skot leiksins! Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn klukkan 19:30
A karla | Ísland – Svartfjallaland kl. 17:00Strákarnir okkar leika í dag annan leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta liði Svartfjallalands í C-riðli. Gera má ráð fyrir um 5000 íslenskum stuðningsmönnum í Ólympíuhöllinni í Munchen í dag. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
Jafntefli gegn Serbum niðurstaðan Strákarnir okkar mættu Serbum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í Munchen. Leikurinn endaði með 27-27 jafntefli en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka! Næsti leikur liðsins er gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn klukkan 17:00.
A karla | Ísland – Serbía kl. 17:00Strákarnir okkar hefja leik í dag á EM 2024 þegar þeir mæta liði Serbíu í C-riðli. Yfir 3.000 stuðningsmenn Íslands munu styðja Ísland í dag í Ólympíuhöllinni í Munchen sem tekur 12.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
A karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen ATH!! BREYTT staðsetning!! Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna Ísland verður saman kominn í Munchen á meðan á riðlakeppni EM 2024 fer fram. Mótshaldarar áætla að yfir 3500 íslenskir stuðningsmenn hafi keypt miða á leikina. Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ er mætt til Munchen og ætla þau…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 09.01. ’24 Úrskurður aganefndar 09. janúar 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildi 21.12.2023 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson