Lokahóf HSÍ verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 21. maí n.k.
Grótta tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna eftir sigur á Stjörnunni.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið úthlutað leik á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Köln 28. – 29. maí n.k.
Þriðji leikur Gróttu og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna fer fram föstudaginn 13. maí klukkan 19.15 í Hertz-höllinni, Seltjarnarnesi. Grótta leiðir 2-0 og getur sigrað einvígið með sigri og þar með tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í vetur sem og markahæstu leikmenn innbyrðis í úrslitaeinvíginu.
Leikur 2 á milli Aftureldingar og Hauka fer fram í Mosfellsbæ að Varmá í kvöld klukkan 19:30. Afturelding leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Ásvöllum í síðasta leik. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í ár ásamt markahæstu mönnum í fyrsta leik liðanna.
Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5. og 6.flokki þegar lokamót vetrarins í 5.flokki karla yngri fór fram.
Valinn hefur verið 22 manna hópur U18 ára landsliðs karla, hópurinn kemur saman til æfinga 9. – 12. júní n.k.
Haukar og Afturelding mætast í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla annað árið í röð. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar frá því í fyrra og deildarmeistarar í ár. Afturelding á harma að hefna eftir 3-0 tap gegn Haukum fyrir ári síðan.
Bikarmeistarar Stjörunnar og Íslandsmeistarar Gróttu mætast í úrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna í ár. Þessi lið mættust einnig í lokaúrslitum fyrir ári síðan en þá hafði Grótta betur 3-1.
Í dag fara fram úrslit 2.-4. flokks og verða alls 7 Íslandsmeistarar krýndir.
Selfoss vann Fjölni í miklum spennuleik í troðfullum Dalhúsum í gærkvöldi.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum Olís deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum
Það verður allt undir í Dalhúsum í kvöld, en þar spila Fjölnir og Selfoss oddaleik um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.
Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5. flokki kvenna yngri og 6. flokki karla og kvenna yngri og voru Íslandsmeistarar krýndir.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum Olís deildar kvenna og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum
Fimmtudaginn 5. maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Dalhúsum. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.
Úrskurður aganefndar laugardaginn 30.apríl 2016.
Leikur 4 á milli Stjörnunnar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Leikurinn fer fram í TM höllinni Garðabæ klukkan 20.00 en Haukar leiða einvígið 2-1.
Leikur 3 á milli Fjölnis og Selfoss í umspili um sæti í Olísdeild karla fer fram í kvöld klukkan 19.30 í Dalhúsum. Fjölnir leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér Olísdeildarsætið með sigri.
Leikur þrjú í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í kvöld. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði klukkan 18.15. Haukar leiða einvígið 2-0 og geta með sigri komist í úrslitaeinvígið.
Undanúrslitaleikir Vals og Aftureldingar um sæti í lokaúrslitum Olísdeildar karla 2015/16 halda áfram. Næsti leikur er klukkan 19:30 að Valshöllinni Hlíðarenda en staðan í einvíginu er 1-1.
Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5.-6. flokki og voru Íslandsmeistarar krýndir.
Undanúrslit Olísdeildar kvenna halda áfram með leik deildarmeistara Hauka og bikarmeistara Stjörnunnar í kvöld kl 19:30 í Schenkerhöllinni. Staðan er 1-1 í einvíginu en hér að neðan má sjá viðureignir liðanna síðustu ár.
Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 26.apríl 2016
Undanúrslitaleikir Fram og Gróttu í Olísdeild kvenna halda áfram. Liðin mætast næst í þriðja leik liðanna í kvöld klukkan 19.30 í Hertzhöllinni. Grótta leiðir einvígið 2-0 og getur með sigri komist í úrslitaeinvígið. Hér að neðan eru úrslit úr leikjum liðanna undanfarin ár.
Umspilsleikir í 1. deild karla á milli Fjölnis og Selfoss um laust sæti í Olísdeildinni eru í fullum gangi.
Valinn hefur verið lokahópur u-18 ára landsliðs kvenna fyrir European Open í byrjun júlí.
Í dag fór fram 59. ársþing HSÍ í Laugardalshöll.
Úrslitakeppni Olísdeildar karla heldur áfram í dag, fjögur lið eru komin í undanúrslit og hefjast báðar viðureignirnar í dag
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna heldur áfram í kvöld, fjögur lið eru komin í undanúrslit og hefjast báðar viðureignirnar í kvöld.
Um helgina (22. – 24. apríl) fer fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta keppt er í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri.
Í gær lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Í gær lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar kvenna og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum umspils 1.deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum um laust sæti í Olís deild karla að ári.
Úrskurður aganefndar föstudaginn 15.apríl 2016.
59. ársþing HSÍ verður haldið laugardaginn 23.apríl 2016 í Laugardalshöll.
Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld í umspili um laust sæti í Olísdeild karla á næsta tímabili.
Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni EM hjá A landsliði karla. Ísland dróst í riðil 4 ásamt Makedóníu, Tékklandi og Úkraínu.
Dregið var í riðla fyrir EM hjá u-20 ára landsliði karla karla í dag. Ísland dróst í B riðil ásamt Spáni, Slóveníu og Rússlandi.
Á blaðamannafundi í Ægisgarði í dag var tilkynnt um úrvalslið Olísdeildar kvenna.
Á blaðamannafundi í Ægisgarði í dag var tilkynnt um úrvalslið Olísdeildar karla.
Lokaleikur U-20 landsliðs karla gegn Ítölum fyrir forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða lauk með stórsigri Íslands. Lokatölur 45-20 í leik sem Ísland leiddi allan tímann og var sigurinn öruggur allan leikinn.
Lokaleikur Íslands í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla fer fram kl 10:00 í dag. Andstæðingurinn í dag er Ítalía. Ísland er ósigrað á mótinu í 1. sæti og tryggir sér þáttökurétt á lokamótinu í Danmörku með sigri. Ítalir sigruðu lið Búlgara í sínum fyrsta leik en biðu svo lægri hlut fyrir Pólverjum í gær. Með sigri í dag fara Ítalir í 4 stig í riðlinum eins og Íslendingar og er því mikilvægt fyrir íslenska liðið að sigra í dag.
U-20 landslið karla spilaði í dag við Búlgaríu í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla. Íslensku strákarnir sigruðu örugglega í leiknum 45-21. Forustu Íslands var aldrei ógnað í leiknum og skoruðu strákarnir fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum.
Ísland spilar í dag annan leik sinn í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla kl 14:00. Mótherji dagsins er Búlgaría. Íslenska liðið fór vel af stað í keppninni og báru sigurorð af heimamönnum, Pólverjum. Í sínum fyrsta leik mætti Búlgaría liði Ítalíu í leik þar sem Ítalir unnu 30-25.
Ísland mætti Póllandi í fyrsta leik í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla kl 16:00 í dag. Lokatölur urðu 31-26 í leik sem Ísland leiddi allan tímann.
15.30 | Koprivnica
15.30 | Koprivnica
17.30 | Koprivnica
15.30 | Lubeck