Það var frábær stemming í Laugardalshöll í dag þegar strákarnir okkar lögðu Portúgali með þriggja marka mun í fyrri leiknum í umspili um laust sæti á HM í Frakklandi 2017.
Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla hefur fækkað í leikmannahópnum fyrir landsleikina tvo gegn Portúgal.
Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal þjálfarar u-20 ára landsliðs karla hafa valið 20 manna hóp til æfinga fyrir EM sem fram fer í Danmörki í júlí og ágúst.
Axel Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna.
Næstkomandi helgi fer fram handboltaskóli HSÍ, fjórir leikmenn (f.2003) koma frá hverju félagi og æfa fjórum sinnum yfir helgina.
Stelpurnar okkar áttu fjarlægan möguleika á EM sæti fyrir leikinn í dag en sá draumur fjaraði út strax í fyrri hálfleik.
A landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í undankeppni EM þegar liðið mætir Þýskalandi.
Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla hefur valið leikmannahóp sem kemur til með að leika tvo landsleiki um laust sæti á HM í Frakklandi gegn Portúgal. Valdir hafa verið 22 leikmenn í komandi verkefni.
Æfingatímar 14 ára landsliðs kvenna helgina 3. – 5. júní, breyting á sunnudeginum.
Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleik Íslands og Portúgals í undankeppni HM geta nálgast miða á leikinn þriðjudaginn 7.júní milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.
Þann 1. júlí 2016 verður leikreglum í handbolta breytt og tekur breytingin gildi frá þeim tíma.
Að óviðráðanlegum orsökum þurfti að breyta æfingatímum helgarinnar.
Stelpurnar okkar náðu ekki að sýna sitt rétta andlit gegn Frökkum í Valshöllinni í kvöld.
Í framhaldi af tveimur æfingum og leik við A landslið kvenna seinustu helgi þá æfir u-16 karla aftur um komandi helgi.
Tvö þjálfaranámskeið fara fram helgina 3. – 5. júní og er skráning í fullum gangi.
Rakel Dögg Bragadóttir hefur valið 36 stelpur til æfinga helgina 3. – 5. júní.
Eftir frábært gengi framan af móti töpuðu stelpurnar í dag fyrir Osló.
Maksim Akbashev hefur valið 19 leikmenn til æfinga helgina 3.-5. júní n.k.
Reykvísku stelpurnar unnu í dag frábæran sigur á Kaupmannahöfn eftir jafnan og spennandi leik.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna hefur valið 19 leikmenn fyrir leikina gegn Frakklandi og Þýskalandi í þriðju umferð riðlakeppni EM. Lokakeppni EM fer fram í Svíþjóð í desember á þessu ári.
U16 ára landslið karla æfir tvisvar og spilar æfingalandsleik við A landslið kvenna.
Reykvísku stúlkurnar unnu frábæran sigur á Stokkhólmi, 11-10 í æsispennandi leik nú í morgun.
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer þessa dagana fram í Kisakallio í Finnlandi. Kisakallio er í næsta nágrenni við Helsinki, en þar hafa Finnar komið upp frábærri aðstöðu fyrir allt sem tengist íþróttum. Mótið hefur verið haldið árlega í rúm 60 ár og Reykjavík verið með síðan 2006.
Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið 30 stúlkur til æfinga helgina 27. – 29. maí n.k.
Miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM er hafin á tix.is.
Miðasala á leik Íslands og Frakklands í undankeppi EM er hafin.
Í gærkvöldi fór fram lokahóf HSÍ í Gullhömrum og voru þeir leikmenn sem skarað hafa framúr í vetur verðlaunaðir.
Á morgun fer fram lokahóf HSÍ í Gullhömrum í Grafarholti.
Valinn hefur verið 18 manna hópur til æfinga og keppni 26.-28. maí. Hópurinn æfir fimmtudag og föstudag en á laugardag verður spilað við A landsliðs kvenna kl. 13.30 í TM-höllinni í Garðabæ.
Haukar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitil Olís deildar karla eftir sigur á Afturelding í oddaleik.
Í kvöld fer fram oddaleikur Hauka og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil Olís deildar karla og hefst leikurinn kl.20.00 í Schenkerhöllinni.
Mótanefnd HSÍ hefur borist þátttökutilkynning frá 21 karlaliðum og 15 kvennaliðum fyrir keppnistímabilið 2016-2017.
Lokahóf HSÍ verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 21. maí n.k.
Grótta tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitil Olís deildar kvenna eftir sigur á Stjörnunni.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið úthlutað leik á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Köln 28. – 29. maí n.k.
Þriðji leikur Gróttu og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna fer fram föstudaginn 13. maí klukkan 19.15 í Hertz-höllinni, Seltjarnarnesi. Grótta leiðir 2-0 og getur sigrað einvígið með sigri og þar með tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í vetur sem og markahæstu leikmenn innbyrðis í úrslitaeinvíginu.
Leikur 2 á milli Aftureldingar og Hauka fer fram í Mosfellsbæ að Varmá í kvöld klukkan 19:30. Afturelding leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Ásvöllum í síðasta leik. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn liðanna í deildinni í ár ásamt markahæstu mönnum í fyrsta leik liðanna.
Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5. og 6.flokki þegar lokamót vetrarins í 5.flokki karla yngri fór fram.
Valinn hefur verið 22 manna hópur U18 ára landsliðs karla, hópurinn kemur saman til æfinga 9. – 12. júní n.k.
Haukar og Afturelding mætast í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla annað árið í röð. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar frá því í fyrra og deildarmeistarar í ár. Afturelding á harma að hefna eftir 3-0 tap gegn Haukum fyrir ári síðan.
Bikarmeistarar Stjörunnar og Íslandsmeistarar Gróttu mætast í úrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna í ár. Þessi lið mættust einnig í lokaúrslitum fyrir ári síðan en þá hafði Grótta betur 3-1.
Í dag fara fram úrslit 2.-4. flokks og verða alls 7 Íslandsmeistarar krýndir.
Selfoss vann Fjölni í miklum spennuleik í troðfullum Dalhúsum í gærkvöldi.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum Olís deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum
Það verður allt undir í Dalhúsum í kvöld, en þar spila Fjölnir og Selfoss oddaleik um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.
Nú um síðustu helgi lauk Íslandsmótum vetrarins í 5. flokki kvenna yngri og 6. flokki karla og kvenna yngri og voru Íslandsmeistarar krýndir.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum Olís deildar kvenna og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum
Fimmtudaginn 5. maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Dalhúsum. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.
Úrskurður aganefndar laugardaginn 30.apríl 2016.
Leikur 4 á milli Stjörnunnar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Leikurinn fer fram í TM höllinni Garðabæ klukkan 20.00 en Haukar leiða einvígið 2-1.