Ísland mætti í dag Danmörku á EM U-20 í Danmörku. Leikurinn var umspilsleikur um hvort liðið spilaði um 5. sæti á mótinu. Lokatölur 28-24 fyrir Dönum og munu íslensku strákarnir því spila um 7. sæti á sunnudaginn kl 7:30.
Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða lauk í gær. Ísland endaði í 3. sæti í milliriðli 1 og spilar því um 5-8. sæti. Ísland leikur við Dani, sem enduðu í 4. og neðsta sæti milliriðils 2, kl 11:00 í fyrramálið.
Ísland spilaði við Frakka í milliriðli EM U-20 kl 12:00. Lokatölur 31-38 og þurfa Íslensku strákarnir því að bíða eftir úrslitum í leik Spánverja og Pólverja til að vita hvort liðið leikur í undanúrslitum eða um 5-8. sæti. Úrslit leiksins eru mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið.
Ísland mætir núverandi Evrópu- og heimsmeisturum frá Frakklandi kl 12:00 í lokaleik í milliriðlium á EM U-19. Undir er sæti í undanúrslitunum. Íslandi dugar 1 stig til að tryggja sér 1. eða 2. sætið í riðlinum en Frakkar þurfa á sigri að halda.
Ísland og Pólland mættust í fyrsta leik í milliriðli kl 12:00 í dag. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi spilað frábærlega á löngum köflum í leiknum og uppskáru eftir því 12 marka sigur, 36-24.
Ísland og Pólland mætast kl 12:00 í fyrsta leik í milliriðlum EM U-20. Leikurinn fer fram í Sydbank Arena, en það er fyrsti leikur strákanna í höllinni. Bæði lið þurfa nausynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast lengra í mótinu. Eftir svekkjandi jafntefli við Spánverja í síðasta leik eru strákarnir staðráðnir í að klára þennan leik af fullum krafti.
Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða karla lauk lauk í gær. Ísland endaði í 2. sæti í B-riðli með jafn mörg stig og Spánverjar en lakari markatölu. Ísland og Spánn fara bæði í milliriðil úr B-riðli með 1 stig. Þar munu þau mæta Frökkum og Pólverjum úr A-riðli.
Ísland og Spánn gerðu jafntefli í uppgjöri toppliða B-riðils EM U-20 í leik þar sem Spánverjar jafna úr víti þegar leiktíminn er úti. Spánverjar vinna því riðilinn á betri markatölu. Liðin munu svo deila með sér stigunum þegar milliriðlar hefjast á þriðjudag.
Ísland og Spánn mætast kl 18:00 í úrslitaleik um sigur í B-riðli á EM U-20 í Danmörku. Um sannkallaðan 4 stiga leik er að ræða þar sem sigurvegarinn mun ekki einungis sigra riðilinn heldur mun hann taka 2 dýrmæt stig með sér í milliriðil.
Í dag var ekki leikur hjá strákunum á EM í Danmörku. Strákarnir nýttu tímann vel og fóru að stöðuvatni hérna nærri þar sem þeir fengu sér að borða og brugðu á leik.
Ísland sigraði silfurliðið frá HM í fyrra í öðrum leik sínum á EM. Lokatölur 23-19 þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með góðum lokakafla.
Ísland mætir kl 18:00 í dag gríðarsterku liði Slóvena á Evrópumeistaramóti U-20 landsliða. Ísland og Slóvenía mættust í undanúrslitum á HM í fyrra þar sem Slóvenar unnu, 31-30 með góðum lokakafla eftir að íslenska liðið leiddi í hálfleik með 4 mörkum. Slóvenar spiluðu svo til úrslita þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum.
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. Hópurinn æfir í Reykjavík 7. – 12. ágúst.
Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20, lokatölur 32-31 fyrir Íslandi. Jafnræði var með liðunum lengst af og munaði aldrei meira en 3 mörkum. Strákarnir lönduðu þó góðum sigri og eru því komnir með 2 stig í riðlinum.
Mikið var um dýrðir í góða veðrinu fyrir utan húsakynni ÍSÍ í morgun þegar ráðamenn ríkisstjórnarinnar og ÍSÍ skrifuðu undan nýjan samning um stóraukið fjármagn í afrekssjóð ÍSÍ.
Ísland hefur kl 18:00 í dag leik á Evrópumeistaramóti U20 landsliða sem fram fer í Kolding í Danmörku. Fysti mótherjinn er Rússland sem jafnframt er eini mótherjinn í riðlinum sem íslensku strákarnir hafa ekki mætt nýlega. Rússland, á heimavelli, endaði í 11. sæti á HM U19 í fyrra.
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum U-20 er mætt til Kolding í Danmörku þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti U-20 landsliða. Mótið fer fram í Kolding og Vamdrup og mun íslenska liðið spila sinn riðil í ARENA SYD höllinni í Vamdrup.
Maksim Akbashev þjálfari u-14 ára landsliðs karla hefur valið 21 leikmann til æfinga helgina 19. – 21. ágúst.
Í morgun var dregið í fyrstu umferðir Evrópukeppna. Þrjú íslensk lið eru skráð til leiks, karla- og kvennalið Hauka ásamt karlaliði Vals.
Hið árlega strandhandboltamót fer fram í Nauthólsvík 23. júlí n.k.
Heimir Ríkarðsson þjálfari u-16 ára landsliðs karla hefur valið 29 leikmenn til æfinga 21. – 24. júlí n.k.
Stelpurnar okkar í u-18 ára landsliði kvenna tryggðu sér í dag 13. sætið á European Open með góðum sigri á nágrönnum okkar frá Færeyjum.
Stelpurnar okkar unnu góðan sigur á Georgíu í dag í síðasta leik millirðilsins.
Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Slóvakíu í leik dagsins á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar okkar spiluðu tvo leiki í dag, í morgun gegn Sviss og svo eftir hádegið á móti Noregi.
U-18 ára landslið kvenna spilaði við Rúmeníu og Svartfjallaland í dag.
Í dag hefur u-18 ára landslið kvenna þátttöku sína á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð.
U-18 ára landslið karla tapaði gegn Þýskalandi í lokaleik á æfingamótinu í Lübeck í Þýskalandi.
U-18 ára landslið karla vann Ísrael 42-39 í sannkölluðum markaleik á æfingamóti í Lübeck í Þýskalandi.
U-18 ára landslið karla tapaði sínum fyrsta leik á móti Danmörku á æfingamótinu í Lübeck í Þýskalandi.
Um helgina tekur U18 ára landslið karla þátt í sterku æfingamóti í Lübeck, Þýskalandi.
Ísland mætti Spáni í lokaleik sínum á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Íslensku strákarnir sigruðu sterkt lið Spánverja 30-23.
Ísland spilaði við Þjóðverja í dag á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Leikurinn endaði með 2 marka sigri Þjóðverja, 28-30.
Ísland mætti í dag heimamönnum í Sviss í fyrsta leik á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Íslendingar sigruðu með 23 mörkum gegn 21 marki.
Nú í hádeginu var dregið í undanriðla fyrir HM kvenna 2017, stelpurnar okkar verða í 3. riðli.
Nú er orðið ljóst hvar og hvænær íslenska liðið spilar á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.
Íslenska U-20 lið karla tekur um helgina þátt í sterku æfingamóti í Sviss. Auk Íslendinga og heimamanna taka lið Þjóðverja og Spánverja þátt í mótinu.
Nú í hádeginu var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Frakklandi í janúar 2017.
Á morgun fimmtudag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi sem haldið verður í janúar á næsta ári.
Þann 1. júlí 2016 verður leikreglum í handbolta breytt og tekur breytingin gildi frá þeim tíma. Ný leikreglubók á ensku verður gefin út í sumar og væntanlega íslensk síðar í haust.
Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal hafa valið þá 16 leikmenn sem spila á 4 liða móti í Sviss 24.-26. júní.
Strákarnir okkar spila á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári.
Mótanefnd HSÍ hefur gefið út frumdrög af Úrvalsdeildum karla og kvenna fyrir næsta keppnistímabil.
Geir Sveinsson þjálfari A landslið karla hefur valið þá 16 leikmenn sem leika gegn Portúgal í kvöld.
Ísland spilar siðari leikinn við Portúgal í Porto annað kvöld klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rúv og hefst útsending klukkan 19.35.
Markvörður A landsliðs karla, Björgvin Páll Gústavsson heldur fyrirlestur um nýjar áherslur í þjálfun markmanna í fundarsal ÍSÍ, fimmtudaginn 23. júní kl.17.00.
Nú um helgina var Ágúst Þór Jóhannsson heiðraður fyrir störf sín fyrir íslenska kvennalandsliðið og önnur störf fyrir HSÍ.
HSÍ og Valitor endurnýjuðu samstarf sitt til næstu tveggja ára eða til ársins 2018. Skrifað var undir samninginn í hálfleik í leik Íslands og Portúgals nú um helgina.
Geir Sveinsson þjálfari A landsliðs karla hefur valið þá 17 leikmenn sem fara til Portúgals í fyrramálið til undirbúnings fyrir síðari leik Íslands og Portúgals í undankeppni HM.
Einar Guðmundsson og Kristján Arason þjálfarar u-18 ára landsliðs karla hafa valið 16 manna hóp sem tekur þátt í æfingarmóti í Lubeck í Þýskalandi dagana 30. júní til 3. júlí og fara á lokamót EM sem fram fer í Króatíu 10. til 22. ágúst.