Úrskurður aganefndar þriðjudaginn 19.sept. 2017.
Geir Sveinsson, þjálfari A landslið karla hefur valið hóp leikmanna sem spilar á Íslandi til æfinga 29. september – 1. október.
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM, en íslenska liðið mætir Tékkum ytra miðvikudaginn 27. september og Dönum í Laugardalshöll sunnudaginn 1. október.
Olísdeildir karla og kvenna hefjast í dag með tveimur leikjum og auk þess leika Valsmenn í EHF-bikarnum.
Íslandsmeistarar Fram unnu bikarmeistara Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ.
Kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna var haldinn á Grand Hótel í hádeginu í dag.
Í kvöld mætast kvennalið Fram og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ.
Handknattleikssamband Íslands óskar eftir að ráða markaðsstjóra til starfa.
Dómaranefnd HSÍ heldur námskeið fyrir tímaverði og ritara líkt og undanfarin ár og verður það haldið þriðjudaginn 5.september milli kl. 17:30-19:00.
Nokkrar breytingar hafa orðið á skrifstofu HSÍ í sumar.
Karlalið Aftureldingar vann þriggja marka sigri á Val í kaflaskiptum leik í Meistarakeppni HSÍ.
Í kvöld mætast karlalið Valur og Afturelding í Meistarakeppni HSÍ.
Skráning í utandeild karla og kvenna í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á andri@hsi.is. Skráning stendur yfir til mánudagsins 11.september og er þátttökugjaldið 30.000 kr.
Heimsmeistaramóti leikmanna undir 19 ára í handbolta lauk í Georgíu í dag. Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik 28-25. Danir náðu 3.sætinu með eins marks sigri á Króötum.
Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu töpuði fyrir Þjóðverjum í leik um 9.sætið á heimsmeistaramótinu í Georgíu, lokatölur 26-37 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-21 Þjóðverjum í vil. Þjóðverjar voru sterkari allan tímann og íslensku strákarnir höfðu ekki orku til að ógna þeim að ráði. Það er því hlutskipti liðsins að hafna í 10. sæti á heimsmeistaramótinu, þeir unnu fjimm leiki og töpuðu tveimur.
U-19 landslið karla leikur í dag leik um 9.-10. sæti á heimsmeistaramótinu í Georgíu, andstæðingar dagsins eru Þjóðverjar sem töpuðu í gær fyrir Dönum í 16 liða úrslitum. Leikurinn í dag er kl. 12:15 á íslenskum tíma.
Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu töpuði fyrir Svíum í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Georgíu lokatölur 26-31 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-14 Svíum í vil.
U-19 landslið karla leikur í dag í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Georgíu, andstæðingar dagsins eru Svíar. Leikurinn í dag er kl. 10:00 á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með textalýsingu á twitter-síðu HSÍ.
Núna er æfingamót meistaraflokkanna farin af stað. Fyrsti leikurinn fór fram í gærkvöldi í Reykjavíkurmótinu milli ÍR og Víkings. Á miðvikudaginn fer Subway-mótið fram en það er leikið í TM-höllinni.
Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu dramatískan sigur á bronsliði síðasta Evrópumeistaramóts Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu í Georgíu í dag.
U-19 landslið karla leikur í dag sinn síðasta leik í riðlinum á heimsmeistaramótinu, andstæðingar dagsins eru Þjóðverjar. Leikurinn í dag er kl. 08:00 Hægt verður að fylgjast með textalýsingu á twitter-síðu HSÍ. Bein útsending er hér fyrir neðan.
Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu tíu marka sigur á liði Alsír á heimsmeistaramótinu í Georgíu í dag. Lokastaðan var 37- 27 eftir að staðan hafði verið 15-13 í hálfleik.
U-19 landslið karla leikur í dag sinn fjórða leik á heimsmeistaramótinu, andstæðingar dagsins eru frá Alsír. Leikurinn í dag er kl. 12:00 Hægt verður að fylgjast með textalýsingu á twitter-síðu HSÍ.
Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu stórsigur á heimamönnum í Georgíu á heimsmeistaramótinu í dag, lokastaðan 42- 25 eftir að staðan hafði verið 24-8 í hálfleik.
Íslenska U-19 landslið karla leikur í dag sinn þriðja leik á heimsmeistaramótinu, andstæðingar dagsins eru heimamenn í Georgíu.
Um mánaðarmótin hófu tveir nýir starfsmenn störf á skrifstofu HSÍ.
Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu sinn annan leik í röð á heimsmeistaramótinu í Georgíu í dag. Liðið vann Chilemenn 27-22 eftir að staðan hafði verið 12-9 í hálfleik. Leikurinn var jafn fram af en íslenska liðið hafði þó alltaf frumkvæðið og vann að lokum öruggan sigur.
Íslenska U-19 landslið karla leikur í dag á heimsmeistaramótinu í Georgíu, andstæðingar dagsins er lið Chile sem hafnaði í 3.sæti á Suður-Ameríku mótinu í vor á eftir Argentínu og Brasilíu. Chile tapaði sínum fyrsta leik á mótinu í gær gegn sterku liði Þjóðverja.
Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu í dag Japani í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Georgíu.
Íslenska U-19 landslið karla hefur í dag leik á heimsmeistaramótinu í Georgíu. Mótið fer fram í Tiblisi sem er höfuðborg Georgíu.
Ísland endaði í 6.sæti á EM í Makedóníu eftir tap gegn Sviss í dag.
Ísland vann í dag stórsigur á Ísrael í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM í Makedóníu.
Ísland heldur í dag áfram leik á EM í Makedóníu. Ísland leikur síðasta leik sinn í riðlinum gegn Ísrael. Leikurinn hefst kl 15 að íslenskum tima.
Ísland tapaði í dag gegn sterku liði Slóveníu á EM í Makedóníu. Fyrir leikinn var ljós að um við ramman reip var að draga. Slóvenar voru taplausar og með virkilega sterkt lið.
Ísland heldur í dag áfram leik á EM í Makedóníu. Þær mæta Slóveníu í dag.
Ísland lék í kvöld sinn annan leik á EM í Makedóníu gegn liði Búlgaríu. Lyktir leiksins urðu 24-19 fyrir Búgaríu.
Í dag leikur U-17 ára landslið kvenna annan leik sinn á EM í Makedóníu. Mótherjar Íslands í dag eru Búlgaría og fer leikurinn fram klukkan 17 að íslenskum tíma.
Handknattleikssamband Íslands og Margt Smátt ehf hafa skrifað undir samstarfssamning sem gildir til ársloka 2019.
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á EM í Makedóníu í kvöld á móti Kosovo og tapaðist leikurinn með einu marki.
Í dag leikur U-17 ára landslið kvenna sinn fyrsta leik á EM í Makedóníu
Seinnipartinn í dag lék A landslið kvenna gegn Höörs HK H 65 frá Svíþjóð, en stelpurnar okkar eru þessa dagana í æfingaferð í Danmörku.
A landslið kvenna lék æfingaleik í morgun gegn Köbenhavn Håndbold A/S, sterku liði úr dönsku úrvalsdeildinni þar sem leika bæði danskir og sænskir landsliðsmenn.
U-17 ára landslið karla tapaði fyrir Ungverjum í leik um 7. sætið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í morgun.
Þriggja marka svekkjandi tap var niðurstaðan gegn Dönum í dag í vægast sagt kaflaskiptum leik.
Liðsmenn Íslands mættu Norðmönnum í dag í leik um 11. sæti á heimsmeistaramóti U-21 landsliða. Norðmenn voru mun grimmari í þessum leik og lögðu grunninn að sanngjörnum sigri með mjög góðum fyrrihálfleik. Ísland endar því í 12. sæti á heimsmeistaramóti U-21 landsliða í Alsír.
Eftir æsispennandi og grátlegt tap fyrir Túnis í 16. liða úrslitum er ljóst að Ísland leikur við Noreg um 11. sæti á mótinu. Bæði lið ætluðu sér stærri hluti á mótinu en ljóst er að þó nokkuð var um óvænt úrslit í gær þar sem lið eins og Slóvenía og Króatía duttu einnig út.
U-17 ára landslið karla vann 9 marka sigur á Spánverjum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.
Ísland mætti í dag Túnis í 16. liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 landsliða. Eftir æsispennandi leik þurftu strákarnir að lúta í lægra haldi 27-28. Þrátt fyrir góða tilraun í lokasókninni tókst Íslandi ekki að jafna.
16 liða úrslit heimsmeistarakeppni U-21 landsliða hefst í dag, mótherji Ísland er Túnis. Fastlega má búast við góðri mætingu og mikilli stemningu þar sem áhorfendur Túnis hafa fjölmennt á pallana og hvatt sína menn til dáða. Það á þó ekki að koma strákunum neitt á óvart þar sem þeir spiluðu fyrir fullri höll á móti Alsír.
Þriggja marka tap gegn Frökkum var niðurstaðan í dag eftir hraðan og skemmtilega leik gegn Frökkum í Audi Arena í Györ.