Skrifstofa HSÍ verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna 13. – 17. júlí.Sé erindið áríðandi þá er hægt að finna netföng og símanúmer starfsmanna hér á heimasíðu HSÍ.
U-18 karla | Sigur gegn Íran U-18 ára landsliðið karla mætti Íran í lokaleik sínum á 4 liða móti í Ungverjalandi fyrr í dag. Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 8-1 eftir 10 mínútna leik en þá fundu Íranir taktinn minnkuðu smám saman muninn eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar…
U-18 karla | Tap gegn Slóvenum Slóvenar voru andstæðingar dagsins í 4 liða mótinu í hér í Ungverjalandi í dag. Liðin mættust í undanúrslitum á Sparkassen Cup í desember þar strákarnir okkar höfðu betur í vítakastkeppni og því ljóst að um hörkuleik var að ræða. Frá fyrstu mínútu voru það Slóvenar sem höfðu frumkvæðið og…
U-18 karla | Leikið gegn Slóvenum kl. 13.45 U-18 ára landslið karla mætir Slóveníu í 4 liða mótinu sem fram fer í Bakatonboglár í Ungverjalandi í dag. Það má reikna með hörkuleik en Slóvenar unnu Íran frekar þægilega í gær á meðan strákarnir okkar unnu sannfærandi sigur á heimamönnum. Leikurinn hefst kl 13.45 að íslenskum…
U-18 karla | Sannfærandi sigur gegn Ungverjum Strákarnir okkar léku fyrsta leikinn í 4-liða móti í Balatonboglár í Ungverjalandi fyrr í dag. Heimamenn voru fyrstu andstæðingarnar og átti íslenska liðið von á hörkuleik. Drengirnir hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum í röð og næstu mínúturnar…
U-18 karla | Ísland – Ungverjaland kl. 18.00, streymi U-18 ára landslið karla er komið til Balatonboglár í Ungverjalandi en þar taka strákarnir okkar þátt í 4 liða móti til undirbúnings fyrir EM sem fer fram í ágúst. Ásamt íslenska liðinu leika í mótinu heimamenn frá Ungverjalandi, Slóvenía og Íran. Leikjaplan íslenska liðsins má sjá…
U-20 karla | Endað á sigri á Norðmönnum U-20 ára landslið karla lék sinn síðasta leik á EM í dag þegar að liðið mætt Norðmönnum í leik um 7. sæti mótsins. Það var lítið um vörn og markvörslu fyrstu mínúturnar en eftir 11 mínútur var staðan 10 – 10. Þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið þar…
U-20 karla | Aftur voru Svíar sterkari U-20 ára landslið karla lék í dag gegn Svíum öðru sinni á EM. Að þessu sinni var leikurinn í keppninni um 5.-8. sætið á mótinu. Það voru Svíar sem byrjðu leikinn betur og náðu frumkvæðinu fljótlega en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9 – 6 þeim…
U-20 karla | Hetjuleg barátta gegn Spáni ekki nóg U-20 ára landslið karla kláraði í dag milliriðlakeppni EM með leik gegn Spánverjum. Fyrir leik var vitað að sigurliðið myndi tryggja sér sæti í undanúrslitum en þess má geta að Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistara í þessum aldursflokki. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínúturnar…
U-20 karla | Skellur gegn Austurríki U-20 ára landslið karla lék í dag annan leik sinn í milliriðli EM þegar að mótherjinn var Austurríki. Austurríki vann sinn riðil en tapaði fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir Spáni. Það mátti því búast við þeim dýrvitlausum frá fyrstu mínútu og sú varð raunin því að þeir Austurríki…
U-20 karla | Frábær endurkoma skilaði stigi U-20 ára landslið karla mætti í dag Portugal í fyrsta leik í milliriðli EM. Leikurinn fór fram í Zlatorog Arena í Celje sem er gífurlegt mannvikri sem tekur 5800 manns í sæti. Jafnræði var með liðinum fyrstu mínúturnar en það var þó Portugal sem var alltaf fyrr að…
U-20 karla | Svíar of sterkir U-20 ára landslið karla kláraði í dag riðlakeppni EM þegar að liðin mætti Svíum í úrslitaleik F-riðils. Það var mikið jafnræði með liðinum í byrjun leiks og hart barist en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 6 – 6. Þá tóku Svíar frumkvæðið og leiddu í hálfleik 15…
U-20 karla | Sterkur sigur á Póllandi U-20 ára landslið karla lék í dag annan leik sinn á Evrópumóti U-20 ára liða þegar að lið mætti Póllandi í Tri Lilije höllinni í Lasko í Slóveníu. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks það vou þó Pólverjar sem voru með frumkvæðið. Staðan um miðbik…
U-20 karla | Stórsigur í fyrsta leik U-20 ára landslið karla lék í morgun fyrsta leik sinn á Evrópumóti U-20 ára liða þegar að lið mætti Úkraínu í Tri Lilije höllinni í Lasko í Slóveníu. Strákarnir mættu heldur betur klárir í slaginn en þeir skoruðu fyrstu 2 mörk leiksins og lítu ekkert um öxl en…
U16 | 8. sætið niðurstaðan U16 ára landslið kvenna tapaði í dag fyrir Noregi 25-21 í leik liðanna um 7. sætið á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 13-10 fyrir Íslandi. Norska liðið byrjaði leikinn betur en íslenska liðið var aldrei langt undan. Um miðbik fyrri hálfleiks náði íslensku stelpurnar…
U16 | Tap fyrir Svíþjóð U16 ára landslið kvenna tapaði í dag fyrir Svíþjóð 30-25 í leik liðsins í krossspili um sæti á 5.-8. á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 13-11 fyrir Svíþjóð. Sænska liðið hóf leikinn betur en íslensku stúlkurnar voru aldrei langt undan og náðu að jafna…
U16 | Tap fyrir Þýskalandi U16 ára landslið kvenna tapaði fyrir þýskalandi 21-17 í seinni leik liðsins í milliriðli á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Þýskalandi. Leikurinn var í járnum lengst af en Þýskaland leiddi þó allan tímann. Stelpurnar sýndu mikinn karakter og börðust eins og ljónynjur…
U16 | Tap gegn Sviss U16 ára landslið kvenna tapaði fyrir Sviss 27-22 í fyrri leik liðsins í milliriðli á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir Sviss. Svissneska liðið byrjaði leikinn mun betur og komst í 4-1 en með góðri baráttu komst íslenska liðið aftur inn í leikinn…
U16 | Frábær sigur á Noregi U16 ára landslið kvenna sigraði Noreg 18-15 í lokaleik liðsins í riðlakeppni á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Íslandi. Leikurinn var frábærlega spilaður að hálfu Íslands og þá sér í lagi varnarleikurinn og leiddi íslenska liðið allan leikinn. Með sigrinum fór…
U16 | Flottur sigur á Færeyjum U16 ára landslið kvenna sigraði Færeyjar 18-12 í fyrri leik dagsins á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 9-5 fyrir Íslandi. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og léku á köflum mjög vel er frá er talinn smá kafli um miðbik síðari…
U16 ára landslið kvenna sigraði Litháen 19-18 í seinni leik sínum í dag á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 11-6 fyrir Íslandi. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og lék á köflum frábærlega og náði öruggri fyrsti fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik hélt liðið uppteknum hætti…
U16 ára landslið kvenna gerði jafntefli við Króatíu 17-17 í fyrsta liðsins á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 8-7 fyrir Íslandi. Leikurinn var æsispennandi en íslenska liðið byrjaði betur og leiddi allan fyrri hálfleik. Í þeim síðari náði Króatía fljótlega forystu en með frábærum endaspretti náði íslenska liðið að…
Stelpurnar í U20-kvenna sigruðu í dag gegn Sviss í síðasta leik liðsins á HM í Skopje, 29-26. Ísland endar því mótið í sjöunda sæti sem er besti árangur íslensks kvennalandsliðs frá upphafi! Leikurinn fór vel af stað fyrir Ísland en stelpurnar mættu afar beittar til leiks og höfðu frumkvæðið nánast frá upphafi. Íslenska liðið náði…
Stelpurnar í U20-kvenna töpuðu í dag gegn Svíum í hörkuleik, 33-31 í umspili um að leika um 5.-6. sætið á HM í Skopje. Leikurinn fór af stað í járnum, en Svíarnir voru þó lengi af skrefi á undan stelpunum okkar og leiddu með einu til tveimur mörkum. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náði Svíþjóð…
Stelpurnar í U20-kvenna töpuðu í dag gegn firnasterku liði Evrópumeistara Ungverja í 8-liða úrslitum á HM í Skopje. Lokatölur voru 34-31 eftir framlengingu. Leikurinn hófst á heldur óhefðbundinn máta þegar rafmagnið fór af keppnishöllinni eftir um tveggja mínútna leik. Bæði lið reyndu að láta rafmagnsleysið ekki slá sig útaf laginu, en þær ungversku byrjuðu þó…
Stelpurnar í U20-kvenna töpuðu með minnsta mun gegn Portúgal í sannkölluðum spennutrylli á HM í Skopje í dag, 26-25. Leikurinn var í raun stál í stál allt frá byrjun. Portúgal hafði frumkvæðið framan af og voru með tveggja marka forystu framyfir miðjan fyrri hálfleik. Þá náðu stelpurnar okkar afar góðum kafla og voru komnar einu…
Stelpurnar í U20-kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum á HM í Skopje, með mögnuðum sigri á Svartfjallalandi 35-27. Leikurinn fór þó betur af stað fyrir Svartfjallaland sem komust fljótt í 4-1 og 5-2 í upphafi leiks. Þær svartfellsku spiluðu afar sterka 5+1 vörn og beittu ýmsum brögðum…
Stelpurnar í U20 kvenna halda áfram að gera það gott á HM í Skopje, en í dag unnu þær lið Bandaríkjanna á sannfærandi hátt 36-20. Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og komst fljótlega í 8-2. Bandaríkin náðu þó að svara fyrir sig og sýndu lipra takta á köflum þegar þær minnkuðu muninn niður í…
Stelpurnar í U20 kvenna unnu í dag stórbrotinn sigur gegn heimastúlkum í Norður-Makedóníu á HM í Skopje. Leikurinn fór þó ekki vel af stað fyrir íslenska liðið því Norður-Makedónía mættu afar beittar til leiks og komust meðal annars í 3-0 og 8-2. Þá náðu stelpurnar okkar heldur betur að snúa vörn í sókn og byrjuðu…
Allur pakkinn á EM og HM í handbolta með Icelandair Nú er ljóst að íslensku handboltalandsliðin okkar eiga spennandi tíma fram undan. Stelpurnar okkar spila á EM í Innsbruck í desember og strákarnir fara á HM í Zagreb í janúar. Icelandair einfaldar ferðalagið fyrir stuðningsfólk og hefur sett í sölu fjölbreyttar pakkaferðir á báða þessa…
Miðasala á HM í handbolta Miðasala á leiki Íslands í riðlakeppninni á HM í handbolta karla er hafin hjá mótshöldurum og fer fram á slóðinni https://www.ulaznice.hr/web/inspiredbyhandball Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni sem eru í hólfum 118,119 og 120. Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara.
67. ársþing HSÍ var haldið í dag, miðvikudaginn 19. júní. Í skýrslu stjórnar kom fram að mikill uppgangur hefur verið í handboltaíþróttinni undanfarin ár. Fleiri lið taka þátt í Evrópukeppnum og er afrek Vals með sigri í Evrópukeppni skýrt dæmi um jákvæða þróun handboltans. Kvenna landsliðið tók þátt í HM á sl. ári eftir margra…
Stelpurnar í U20 kvenna unnu í dag baráttusigur gegn Angóla í fyrsta leik liðsins á HM í Skopje. Leikurinn fór vel af stað fyrir íslenska liðið sem komst fljótt í 4-0. Afríkumeistararnir voru þó fljótar að koma sér aftur inn í leikinn og náðu að jafna muninn fyrir hálfleik þar sem staðan var 9-9. Í…
A kvenna | Pakkaferðir á Stelpurnar okkar í Austurríki Nú verður EM kvenna í handbolta haldið í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss frá 28. nóvember til 15. desember. Stelpurnar okkar munu spila í Olympia Hall í Innsbruck. Ísland mætir Hollandi 29. nóvember, Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tveir frábærir handboltapakkar hjá Icelandair – innifalið…
Stelpurnar í U20 kvenna gerðu sér lítið fyrir og lentu í 1. sæti á Friendly Cup sem fór fram í Skopje. Úrslitaleikurinn var gegn heimastúlkum í Norður-Makedóníu og hófst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Leikurinn fór vel af stað fyrir stelpurnar okkar sem mættu afar beittar til leiks. Varnarleikurinn var mjög sterkur og Ethel Gyða…
Stelpurnar í U20 kvenna unnu í dag frábæran sigur gegn afar sterku liði Rúmeníu sem enduðu í 3. sæti á heimavelli í fyrra á EM. Í viðureign liðanna á EM í fyrra hafði Rúmenía betur 41-33 en allt annað var upp á teningnum í dag. Stelpurnar okkar mættu grimmar til leiks og mættu rúmenska liðinu…
Stelpurnar í U20 kvenna unnu í dag sterkan sigur gegn Síle í fyrsta leik á Friendly cup sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðunum framan af, en um miðjan fyrri hálfleikinn settu stelpurnar okkar heldur betur í gír og náðu upp góðu forskoti en hálfleikstölur…
Olís deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2024 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvennaKaren Tinna Demian…
Grill66 deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2024 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Efnilegast leikmaður Grill66 deild kvennaKatrín…
Yngri landslið | Lokahópur U-20 karla Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið leikmannahóp fyrir EM 20 ára landsliða sem fer fram í Slóveníu dagana 10 – 21 júlí . Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan,…
U 18 karla | Hópur fyrir verkefni sumarsins Heimir Ríkarðsson og Patrekur Jóhannesson þjálfarar U-18 ára landsliðs karla hafa valið eftirtalda leikmenn fyrir Evrópumótið sem fram fer í Svartfjallalandi í sumar. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler.Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. Þjálfarar:Heimir RíkarðssonPatrekur Jóhannesson…
Handboltaskóli HSÍ | 100 krakkar æfðu saman um nýliðna helgi Handboltaskóli HSÍ fór fram í 29. skiptið um nýliðna helgi að Varmá í Mosfellsbæ. Um 100 stúlkur og drengir fædd 2011 frá 16 félögum tóku þátt. Tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ.Krakkarnir æfðu fjórum sinnum saman yfir helgina. Markmannsþjálfarateymi HSÍ sá…
U 20 karla | Naumur sigur í seinni leiknum Seinasti vináttulandsleikur helgarinnar milli Íslands og Færeyja var leikur U 20 karla. Líkt og í gær voru það Færeyjingar sem byrjuðu betur og voru 2-3 mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn og þegar honum lauk var staðan 15 – 13 Færeyjum í vil. Í seinni hálfleik var…
U 18 kvenna | Sigur í seinni leiknum U 18 kvenna landslið Íslands og Færeyjaa mættust í seinni vináttulandsleik sínum í dag. Fyrri hálfleikur spilaðist svipað og fyrri leikur liðanna jafn framan af en svo gáfu íslensku stúlkurnar í og þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 13 – 8 Íslandi í vil. Þessu…
U 16 kvenna | Öflugur seinni hálfleikur skapaði sigur á Færeyjum Stelpurnar í U 16 ára landsliði kvenna mættu Færeyjum í örðum vináttuleik liðanna í dag. Það voru Færeyjingar sem byrjuðu betur og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 13 – 10 Færeyjum í vil. Í seinni hálfleik mættu íslansku…
U 20 karla | Sterkur sigur á Færeyjum Það var hart barist í fyrri vináttulandsleik Íslands og Færeyja hjá U 20 karla liðum þjóðanna. Færeyjingar byrjðu betur og höfðu fumkvæðið í byrjun leiks en þá tóku strákarnir góðan kafla og voru 10 – 7 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Strákarnir hertu betur tökin og…
U 18 kvenna | Sigur á Færeyjum í fyrri leiknum U 18 ára stelpurnar mættu Færeyjum í dag í fyrri vináttuleik liðanna þessa helgina. Jafnræði var með liðunnum í byrjun fyrri hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var staðan 5-5. Þá tóku íslensku stelpurnar góðan sprett og höfðu frumkvæðið út hálfleikinn þar sem þær leiddu…
U 16 kvenna | Öruggur sigur á Færeyjum Stelpurnar í U 16 ára landsliði kvenna mættu Færeyjum í fyrri vináttuleik liðanna núna í hádeginu. Stelpurnar mættu grimmar til leiks og höfðu frumkvæðið frá upphafi en um miðjan ha´lfleikinn var staðan 13-8 íslensku stúlkunum í vil. Stelpurnar bættu svo bara í seinni hluta hálfleiksins og staðan…
Yngri landslið | Leikir við Færeyjar um helgina Það verður mikið um að vera hjá yngri landsliðum okkar um helgina þegar 4 yngri landslið etja kappi við Færeyjar í vináttulandsleikjum. U-16 og U-18 ára landslið kvenna ásamt U-20 ára landsliði karla leika hér á landi á meðan U-16 ára landslið karla heldur til Færeyja. Öll…
Olísdeildin | FH Íslandsmeistarar FH tryggði sér í kvöld Íslandsmeistararatitil Olísdeildar karla 2024 með sigri á Aftureldingu. Viðureignin í kvöld var sú fjórða í úrslitaeinvígi liðanna og vann FH einvígið 3 – 1. FH er því Íslands og deildarmeistari! Aron Pálmarsson, leikmaður FH, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar karla. Til hamingju FH!