Powerade bikarinn | 16 liða úrslit yngri flokka Dregið var í dag í 16 liða úrslit Powerade bikars yngri flokka og þurfa viðureignirnar að fara fram fyrir mánudaginn 2. desember. 4. fl. ka.FH – GróttaVíkingur – StjarnanHaukar – ÞórAfturelding – KAFram – SelfossHK 2 – HörðurHK – ValurFjölnir/Fylkir – ÍR 4. fl. kv.Víkingur – HKGrótta…
A kvenna | Tveir vináttulandsleikir gegn Póllandi Stelpurnar okkar halda undirbúningi sínum áfram fyrir EM 2024 þegar þær leika tvo vináttulandsleiki gegn Póllandi. Fyrri vináttulandsleikurinn fer fram föstudaginn 25. október í Lambhagahöllinni kl. 20:15 og síðari vináttulandsleikurinn verður spilaður á Selfossi laugardaginn 26. október kl. 16:00. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Þjálfarateymi A…
Yngri landslið | Landsliðþjálfarar velja hópa Þjálfarar U-19, U-17 og U-15 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 24. – 27. október. U19 ára landslið kvenna Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 24.-27. október 2024. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 15.10. ’24 Úrskurður aganefndar 15. október 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildi 17.10.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
EHF | Evróputvenna í Krikanum í kvöld! Það verður mikil handboltaveisla í dag í Kaplakrika þegar Valur mætir Porto kl. 18:15 og FH mætir Gummersbach kl. 20:30 í Evrópudeild EHF. Einungis er í boði að kaupa passa sem gilda á báða leikina. Hægt er að kaupa barnapassa, fullorðinspassa og VIP-passa. Þetta er gert vegna góðrar…
Powerade bikarinn | Spennandi viðureignir framundan Dregið var í dag í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum. Drættinum var streymt á Youtube rás HSÍ. Í pottinum í 16-liða úrslitum kvenna eru voru: ÍBV, Fram, Stjarnan, ÍR, Selfoss, Grótta, KA/Þór, HK, Afturelding, Fjölnir, Berserkir, Víkingur og FH. Valur, sem Íslandsmeistarar og Haukar vegna þáttöku…
Powerade bikarinn | Dregið í 16-liða úrslit Dregið verður í dag í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum. Drátturinn hefst kl. 14:00 og verður honum streymt á Youtube rás HSÍ.https://www.youtube.com/watch?v=nMoWAYUTmhI Í pottinum í 16-liða úrslitum kvenna eru eftirfarandi lið: ÍBV, Fram, Stjarnan, ÍR, Selfoss, Grótta, KA/Þór, HK, Afturelding, Fjölnir, Víkingur og FH. Valur,…
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 100 krakkar æfðu saman Fyrsta æfingahelgin í Hæfileikamótun HSÍ fyrir tímabilið 24/25 fór fram um síðustu helgi í Egilshöll og voru yfir 100 krakkar frá öllum aðildarfélögum HSÍ tilnefnd. Að þessu sinni er Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædd 2011 og æfði hver hópur fjórum sinnum yfir helgina. Markmið Hæfileikamótunar HSÍ er…
Handboltapassinn | Handboltakvöld farið af stað Handboltakvöld er umræðuþáttur um málefni líðandi stundar í þjóðaríþróttinni á Handboltapassanum. Fyrsti þátturinn kom inn á Handboltapassann í vikunni og verða þættirnir vikulega í vetur. Stjórnandi Handboltakvöld er Ingvar Örn Ákason og fyrstu gestir hans voru Einar Ingi Hrafnsson, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og sérfræðingur í útsendingum frá Olísdeildinni og…
Úrskurður aganefndar 01. október 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Allir með | Íþróttaveisla í Laugardalnum Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggjá ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi. Allir með leikarnir er sannkölluð Íþróttaveisla…
Skólamót HSÍ | Yfir 120 lið skráð til leiks Hátt í 1.000 krakkar taka nú þátt í Skólamóti HSÍ sem haldið er í annað sinn. Riðlakeppni skólamótsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag og á morgun en úrslitakeppnin er haldin í lok október. Yfir 120 lið eru skráð til leiks frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu….
Evrópurtvenna í Krikanum Kæra handbolta fjölskylda! Þriðjudaginn 15. október næstkomandi verður sannkölluð handbolta veisla í Kaplakrika þegar Valsmenn mæta Porto og FH mætir Gummersbach í Evrópudeildinni.Forsala miða á leikina er í fullum gangi á Stubb. Valur – Porto kl. 18:15FH – Gummersbach kl. 20:30. Áfram handboltinn! KveðjaHandknattleiksdeildir FH og Vals
A kvenna | Tap í lokaleiknum! Stelpurnar léku fyrr í dag gegn heimakonum og endaði leikurinn með 5 marka tapi, 26-21. Staðan í hálfleik 14-8. Varnarleikur liðsins var góður mest allan leikinn og sama má segja með sóknarleikinn að undanskilinni skotnýtingunni sem hefði mátt vera betri. Mörk Íslands: Perla Ruth Albertsdóttir 7/5, Elín Klara Þorkelsdóttir…
A kvenna | Sigur í Cheb! Stelpurnar léku fyrr í dag gegn Házená Kynžvart og unnu sannfærandi sigur, 35-25. Staðan í hálfleik var 18-13 Íslandi í vil. Stelpurnar höfðu yfirhöndina allan leikinn og spiluðu á stórum köflum góðan leik. Allir leikmenn fengu góðan spiltíma og skoruðu bæði Alfa Brá og Katrín Anna sín fyrstu landsliðsmörk….
A kvenna | Tap í Cheb Stelpurnar okkar töpuðu fyrr í kvöld gegn sterkum Pólverjum með 11 marka mun, 26-15. Stelpurnar voru 7 mörkum undir í hálfleik, 16-9. Stelpurnar gerðu sig sekar um of mikið af tæknimistökum sem að pólsku stelpurnar refsuðu grimmilega fyrir. Eins fóru stelpurnar illa með mörg upplögð marktækifæri eftir að hafa…
A kvenna | Stelpurnar okkar komnar til Cheb A landslið kvenna hélt af stað frá skrifstofu HSÍ snemma í morgun á leið til sinni til Cheb í Tékklandi. Eftir gott flug Icelandair til Prag tók við tveggja tíma rútuferð til Cheb þar sem liðið dvelur fram á sunnudag. Eftir að hafa komið sér vel fyrir…
Úrskurður aganefndar 24. september 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbönnin taka gildi 26.09.2024 Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
A kvenna | Ferðadagur til Tékklands A landslið kvenna hélt af stað í morgun til Tékklands með Icelandair en flogið var til Prag og þaðan keyrir hópurinn til borgarinnar Chep. Liðið leikur þar þrjá vináttuleiki gegn Tékklandi, Póllandi og Házená Kynžvart sem er Tékkneskt félagslið en Egyptaland dróg sig úr keppni. Leikirnir fara fram í…
Powerade bikarinn | Dregið í 32 liða úrslit Í morgun var dregið í 32 liða úrslit Powerade bikars karla og í 4. flokk karla. Á ársþingi HSÍ í sumar var þar samþykkt að lið í Olísdeildum sætu hjá í 32 liða úrslitum bikarsins og því voru 8 lið í pottinum sem voru: Selfoss, Víkingur, Þór,…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 17.09. ’24 Úrskurður aganefndar 17. september 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
A kvenna | Æfingamót í Tékklandi Stelpurnar okkar hefja undirbúning sinn fyrir EM 2024 sem fram fer í lok nóvember með því að landsliðið heldur til Tékklands og tekur þátt í æfingamóti í borginni Cheb. Liðið leikur þar þrjá leiki gegn Tékklandi, Egyptalandi og Póllandi 26. – 29. september nk. Landsliðið kemur saman til æfinga…
Kveðja frá HSÍ Í dag kveðjum við Gunnar K. Gunnarsson góðan félaga sem lagði mikið af mörkum til handboltaíþróttarinnar. Íþróttastarf er byggt upp af fólki sem hefur í sjálfboðavinnu lagt sinn metnað sinn og framlag til íþrótta. Gunnar var einn af þessum burðarásum sem handknattleikshreyfingin naut góðs af. Ferill Gunnars í þágu handboltans var ótrúlega…
A kvenna | Fylgjum stelpunum okkar á EM Stelpurnar okkar leika tryggðu sér í vor sæti á EM 2024 sem spilað verður í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Ísland leikur í F-riðli sem spilaður verður í hinni fögru borg Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Hollandi 29. nóvember, því næst leika þær gegn Úkraínu…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 10.09. ’24 Úrskurður aganefndar 10. september 2024 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Olís deildirnar af stað Olís deild karla fer af stað í kvöld þegar Valur tekur formlega á móti ÍBV á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og er einnig sýndur á Handboltapassanum. Á morgun fimmtudag eru svo þrír leikir og allir sýndir á handboltapassanum nema leikur Hauka og Aftureldingar sem er í opinni dagskrá í sjónvarpi…
Olisdeildin | Valsstúlkum og FH-ingum spáð sigri Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í dag á Grand hótel, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. KA/Þór er spáð sigri í Grill 66 deild kvenna en Aftureldingu er spáð 2. sætinu. Í Grill 66 deild karla…
A karla | Ísland í F-riðli á EM 2026 EHF tilkynnti í morgun að fari Ísland á EM 2026 sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi munu strákarnir okkar leika í F-riðli sem leikinn verður í Kristianstad í Svíþjóð. Stuðningsmenn Íslands þekkja sig vel í Kristianstad en Ísland lék þar á HM 2023. Miðasala…
Yngri landslið | Ísland fimmta sterkasta þjóðin EHF hefur birt styrkleikalista yngri landsliða eftir Evrópu- og Heimsmeistaramót yngri landsliða í sumar. Yngri landslið karla og kvenna HSÍ voru á faraldsfæti í sumar og er styrkleikalisti EHF reiknaður út með sama hætti og styrkleikalisti A landsliða, gefinn er út sameiginlegur stigafjöldi karla og kvennalandsliða og svo…
Meistarakeppni HSÍ kvenna | Valur meistari Handboltavertíðin hófst formlega kvennamegin í dag þegar að Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Poweradebikarsins Stjarnan mættust í Meistarakeppni HSÍ kvenna í N1 höllinni. Leikurinn endaði með 29 – 10 sigri Vals. HSÍ óskar Val til hamingju með titilinn! Olís deildir karla og kvenna hefjast svo í næstu viku en á…
Meistarakeppni HSÍ karla | FH meistari Handboltavertíðin hófst formlega í dag þegar að Íslandsmeistarar FH og Bikarmeistarar Vals mættust í Meistarakeppni HSÍ karla í Kaplakrika. Leikurinn endaði með 30 – 28 sigri FH. HSÍ óskar FH til hamingju með titilinn! Meistarakeppni HSÍ kvenna fer fram á laugardaginn Íslandsmeistarar Vals mæta Stjörnunni í N1 höllinni kl….
Meistarakeppni HSÍ karla | FH – Valur Handknattleikstímabilið fer formlega af stað í dag með Meistarakeppni HSÍ en þar mætast karlalið Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 19:30. Leiknum verður sýndur í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja sitt…
U-18 kvenna | Stórsigur gegn Angóla Íslensku stelpurnar í U-18 enduðu HM í Chuzhou með stórsigri gegn Angóla. Stelpurnar spiluðu frábæra 6-0 vörn í fyrri hálfleik með Ingunni Maríu í miklu stuði þar fyrir aftan. Angóla komst lítið áleiðis og tapaði boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Staðan í hálfleik 18-11. Íslenska liðið hélt áfram uppteknum hætti…
U-18 kvenna | Stórsigur gegn Indlandi Íslensku stelpurnar í u18 unnu í dag stórsigur gegn liði Indverja á HM í Chuzhou í Kína. Það varð strax ljóst að islensku stelpurnar ætluðu sér ekkert annað en sigur. Þær unnu boltann hvað eftir annað í vörninni og keyrðu yfir Indverska liðið. Hálfleikstölur 17-4. Seinni hálfleikurinn þróaðist svipað og…
U-18 kvenna | Slæmt tap gegn Rúmeníu Íslensku stelpurnar í U-18 töpuðu í dag gegn Rúmeníu með 27-14 í seinni leik sínum í milliriðli Forsetabikarsins á heimsmeistaramótinu í Chuzhou í Kína. Íslensku stelpurnar léku ágætlega í fyrri hálfleik þar sem þær rúmensku höfðu þó yfirhöndina 13-9 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn reyndist íslensku stelpunum…
U-18 kvenna | Jafntefli við Egypta Íslenska landsliðið gerði í dag jafntefli við öflugt lið Egypta 20-20 eftir að jafnt hafi verið í hálfleik 11-11. Þetta var fyrri leikur liðsins í milliriðli Forsetabikarsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og leiddi leikinn framan af með 2-3 mörkum. Egyptarnir gáfu hinsvegar ekkert eftir og náðu að jafna fyrir…
U-18 karla | Tap í framlengingu U-18 ára landslið karla mætti Ungverjum í leik um 3. sætið á EM í Svartfjallalandi fyrr í dag. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið framan af leik en smám saman náðu Ungverjar að komast inn í leikinn og var jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslensku drengirnir…
U-18 kvenna | Sigur á Gíneu Íslenska landsliðið sigraði í dag lið Gíneu 25-20 í hörkuleik eftir að hafa verið tveim mörkum yfir í hálfleik 13-11. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst yfir 4-0 í upphafi leiks og leiddi síðar 8-4. Lið Gíneu syndi hinsvegar mikla seiglu og vann sig vel inn í leikinn…
U-18 karla | Tap gegn Dönum U-18 ára landslið karla mætti Dönum í undanúrslitum á EM í Svartfjallalandi fyrr í dag. Danir enduðu í efst sæti í sínum milliriðli á meðan íslenska liðið var í öðru sæti á eftir Svíum sín megin. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum meðal drengjanna enda ekki á hverjum degi sem…
U-18 kvenna | Tap gegn Þjóðverjum eftir frábæra frammistöðu. Íslensku stelpurnar í U-18 töpuðu í dag gegn afar sterku liði Þjóðverja 31-26 í leik þar sem að lokatölurnar gefa svo sannarlega ekki neina mynd af frammistöðu liðsins. Stelpurnar áttu frábæran leik í fyrri hálfleik jafnt í sókn sem vörn og voru til að mynda yfir 14-9…
U-18 karla | Norðmenn lagðir af velli U-18 ára landslið karla gat tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM í Svartfjallalandi með sigri á Norðmönnum í hádeginu. Svíar unnu Spánverja með 6 mörkum fyrr í dag og því var ljóst að sigur og ekkert annað myndi nægja íslenska liðinu. Strax í upphafi mátti sjá að…
U-18 kvenna | Erfið byrjun á HM Íslenska landsliðið tapaði með 11 marka mun, 28:17, fyrir landsliði Tékklands í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna í Chuzhou í Kína. Fyrri hálfleikurinn reyndist stelpunum afar erfiður þar sem tapaðir boltar og slök skotnýting gerðu liðinu erfitt fyrir. Þær tékknesku nýttu sér þessi mistök ítrekað…
U-18 karla | Tap gegn Spánverjum í hörkuleik U-18 ára landslið karla lék gegn Spánverjum á EM í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn var vitað að sigur myndi tryggja strákunum okkar sæti í undanúrslitum og því var allt lagt í sölurnar. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti bæði í vörn og sókn og náði…
U-18 karla | Frábær sigur gegn Svíum U-18 ára landslið karla lék sinn fyrsta leik í milliriðli á EM í Svartfjallalandi í morgun. Svíar voru andstæðingar dagsins en þeir unnu alla sína leiki í riðlakeppninni og ljóst að hér væru tvö sterk lið að mætast. Leikurinn var hraður og skemmtilegur strax frá byrjun og bæði…
U-18 karla | Naumur sigur gegn heimamönnum U-18 ára landslið karla lék lokaleik sinn í riðlakeppni EM í Podgorica í dag, nú voru það heimamenn frá Svartfjallalandi sem biðu en þeir þurftu nauðsynlega á sigri að halda uppá framhaldið í mótinu. Lítið var skorað á upphafsmínútum leiksins og strákarnir okkar virtust ekki alveg vera með…
Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Jón Gunnlaug Viggósson sem íþróttastjóra sambandsins. Jón Gunnlaugur er 41 árs gamall, með BSc í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu frá ULPGC í samstarfi við Íþróttaháskólann í Köln. Hann er með EHF Master Coach og Master Coach PRO þjálfararéttindi frá Handknattleikssambandi Evrópu. Jón Gunnlaugur hefur undanfarin 20 ár…
U-18 karla | Góður sigur gegn Ítölum U-18 ára landslið karla lék gegn Ítölum í dag en þetta var annar leikur liðsins á EM í Svartfjallalandi. Fyrir leikinn var ljóst að með sigri myndi íslenska liðið tryggja sig áfram í efri hluta keppninnar. Það var mikill kraftur í strákunum okkar strax í byrjun, góður varnarleikur…
U-18 karla | Góður sigur gegn Færeyingum í fyrsta leik U-18 ára landslið karla hóf leik á EM í Svartfjallalandi í kvöld og voru það nágrannar okkar frá Færeyjum sem voru fyrstu andstæðingar liðsins. Liðin hafa mæst nokkrum sinnum áður og fyrirfram var reiknað með hörkuleik. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar og lítið…
U-18 ára landslið karla æfði í Bemax-höllinni í Podgorica í morgun en EM hefst í kvöld. Fyrstu andstæðingarnir eru nágrannar okkar frá Færeyjum og hefst leikurinn kl 17.30 að íslenskum tíma. Sýnt er frá öllum leikjum mótsins og má finna hlekk á streymið hér fyrir neðan. Ath að hægt er að kaupa aðgang að stökum…
Skrifstofa HSÍ verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna 13. – 17. júlí.Sé erindið áríðandi þá er hægt að finna netföng og símanúmer starfsmanna hér á heimasíðu HSÍ.