A landslið karla | EHF staðfestir leiktíma A landsliðs karla EHF hefur staðfest leiktíma leikjanna þriggja sem Ísland á eftir að spila í undakeppni EM 2022. Þar sem leik Íslands og Ísrael í mars var frestað eru 3 leikir á dagsskrá í þessum glugga. Leikjaplanið má sjá hér fyrir neðan: Þri. 27.apr. kl. 17:30 …
Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2021, Handknattleiksdeild Stjörnunnar gegn Handknattleikssambandi Íslands og kvennaráði KA/Þórs Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Kaerumal-nr.-1-2021-1.pdf (hsi.is)
A landslið kvenna | 16 manna hópur Íslands gegn SlóveníuArnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna hefur valið 16 leikmenn vegna fyrri leiks Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni í desember nk. Stelpurnar okkar leika fyrri leikinn í umspilinu þar ytra þann 16. apríl en liðin…
HSÍ | Stjórn HSÍ skipar nefnd um stefnu kvennahandboltans á Íslandi Í dag fór fram 64. ársþing Handknattleikssambands Íslands og að þessu sinni fór ársþingið fram í gegnum fjarfundarbúnað sökum samkomutakmarkanna og tóku yfir 70 einstaklingar úr handknattleikshreyfingunni þátt í fundinum. Endurkjörin til næstu tveggja ára í stjórn sambandsins voru þau Guðmundur B. Ólafsson (formaður),…
A landslið kvenna | 21 manna hópur Íslands fyrir undankeppni HM 2021 Arnar Pétursson þjálfari A landslið kvenna hefur valið 21 manna æfingahóp vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni 2. – 19. desember nk. Heilbrigðisráðaneytið samþykkti í gær undanþágu beiðni HSÍ til hefbundinna…
Úrskurður aganefndar 30. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Andri Anderssen leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og ÍBV Íslandsmóti 3. flokki karla 1. deild þann 23.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um…
A landslið kvenna | Ísland í sterkum riðli Dregið var fyrr í dag í riðla í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Norður-Makedóníu, Slóveníu og Svartfjallalandi í nóvember 2022. Stelpurnar okkar voru skráðar í 3. styrkleikaflokk fyrir dráttinn. Riðill Íslands í undankeppninni er eftirfarandi:SvíþjóðSerbíaÍslandTyrkland Fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar fara fram í byrjun október en…
HSÍ | Öllum leikjum í handknattleik frestað ótímabundið Á fundi yfirvalda í dag kom fram að keppnisbann tekur gildi á miðnætti og munu það gilda í 3 vikur. Í ljósi þess er öllum leikjum í handknattleik frestað ótímabundið. Framhald mótahalds verður ákveðið á komandi vikum þegar skýrist betur með framhald aðgerða yfirvalda. Öllum leikjum í…
A landslið kvenna | Slóvenar bíða í umspili Stelpurnar okkar mæta Slóvenum í umspili um laust sæti á HM á Spáni í desember. Fyrri leikurinn fer fram í Slóveníu 16./17. apríl og sá síðari hér heima 20./21. apríl. Liðin mættust í undankeppni EM í mars 2018, fyrri leikurinn í Laugardalshöll endaði með jafntefli 30-30 en…
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið þá fimmtán leikmenn sem mæta Litháen í dag í forkeppni HM sem fram fer í Skopje. Hópurinn sem leikur í dag er eftirfarandi: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (27/0)Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (4/0)Saga Sif Gísladóttir, Valur (1/0) Aðrir leikmenn:Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (4/5)Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (60/121)Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (38/30)Harpa Valey…
Stelpurnar okkar mættu í kvöld Grikklandi í annari umferð forkeppni HM í handboltaleik sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í dag og með frábærum varnarleik liðsins náðu Grikkir ekkert að ógna stelpunum okkar en staðan í leikhlé var 15 – 7. Liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og…
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Grikklandi í dag í forkeppni HM sem fram fer í Skopje. Hópurinn sem leikur í dag er eftirfarandi: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (26/0)Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (3/0)Saga Sif Gísladóttir, Valur (0/0) Aðrir leikmenn:Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (3/1)Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (59/119)Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (37/28)Harpa Valey…
Stelpurnar okkar léku í dag sinn fyrsta leik í forkeppni HM sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Jafnræði við með liðunum í upphafi leiks og þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 2 – 2. Íslenska liðið átti þá frábæran kafla og skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni í…
Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2021, Handknattleiksdeild Stjörnunnar gegn Handknattleikssambandi Íslands og kvennaráði KA/Þórs Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Kaerumal-nr.-1-2021.pdf (hsi.is)
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Norður Makedóníu í dag í forkeppni HM sem fram fer í Skopje. Hópurinn sem leikur gegn Norður Makedóníu er eftirfarandi: Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0) Aðrir leikmenn:Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (36/28)Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV…
Í hádeginu var dregið í 16- og 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna á skrifstofu HSÍ. Myndband af drættinum má finna HÉR. Dráttinn í heild sinni má sjá hér: 16-liða úrslit kvenna (leikið 8. og 9. apríl): ÍR – HaukarSelfoss – FHGrótta – ÍBVFjölnirFylkir – KA/ÞórHK – ValurAfturelding – Stjarnan Víkingur og Fram…
Mótshaldarar hafa breytt leiktímum stelpnanna okkar aftur þar sem ekkert varð af lengingu útgöngubanns hér í Skopje. Leiktímarnir eru því eftirfarandi:Fös. 19. mars kl. 16:00 Ísland – Norður-Makedónía, streymt á ruv.is. Lau. 20. mars kl. 18:00 Ísland – Grikkland, streymi auglýst síðar Sun. 21. mars kl. 18:00 Ísland – Litháen, streymi auglýst síðar
Úrskurður aganefndar 16. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þorgeir Gunnarsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka og Vals í Íslandsmóti 3. flokki karla 1. deild þann 9.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ…
Á morgun, fimmtudag, verður dregið í 16 og 8 liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. Dregið verður á skrifstofu HSÍ og verður drættinu streymt inn á forsíðu hsi.is og hefst útsendingin kl. 12:45. Liðin í 16 liða úrslitum Coca Cola bikars karla eru:Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar eða Selfoss, HK, ÍBV, ÍF…
Stelpurnar okkar hefja leik í forkeppni HM á föstudaginn er þær mæta N-Makedóníu í Skopje. Liðið hefur í dag fundað og farið yfir andstæðingana, verið í endurheimt og æft fyrir komandi átök og er góður andi í hópnum. Vegna mögulegs útgöngubanns í Skopje sem tæki gildi um helgina hafa mótshaldarar þurft að gera breytingar á…
Yngri landslið kvenna | Æfingar 19.-21. mars, æfingatímar Helgina 19. – 21. mars æfa yngri landslið kvenna og völdu þjálfarar sína hópa nú á dögunum. Hópana má sjá HÉR. https://www.hsi.is/yngri-landslid-kvenna-aefingar-19-21-mars-aefingahopar/ Æfingatíma má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. U-19 árs landslið kvenna Þjálfarar:Díana Guðjónsdóttir, diana@flensborg.isMagnús Stefánsson, fagriskogur@gmail.com Æfingatímar: fös 19. mars kl. 19:00-20:30 Varmálau…
Dómstóll HSÍ | Niðurstöður í kærumáli nr 2/2021 Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 2/2021, Handknattleiksdeild Knattsp.félagsins Harðar gegn mótanefnd Handknattleikssambandi Íslands. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Skjal – Dómur í máli 2 2021(hsi.is)
Karen Knútsdóttir hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem leikur í forkeppni HM helgina 19. – 21. mars af persónulegum ástæðum. Ákvörðunin var tekin í samráði við HSÍ og þjálfara íslenska liðsins. Arnar Pétursson, þjálfari A landsliðs kvenna hefur ákveðið að kalla ekki á annan leikmann í hennar stað að svo stöddu.
Yngri landslið karla | Áhorfendur eru ekki leyfðir á landsliðsæfingum Vegna Covid-faraldursins eru áhorfendur ekki leyfðir á æfingum helgarinnar. Það á jafnt við um foreldra sem og aðra gesti. Í 9. grein (Gátlisti fyrir æfingar) leiðbeininga HSÍ og KKÍ vegna Covid segir: Eingöngu leikmenn, þjálfarar og sjúkrateymi hafa aðgang að æfingum og liðsfundum, nefndir hér…
Úrskurður aganefndar 11. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Einar Ingi Hrafnsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Fram í Olís deild karla þann 4.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Málinu var frestað um sólarhring með hliðsjón af 3….
Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 19. – 21. mars nk. en þar æfa strákar og stelpur fædd 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur auk fjölmargra aðstoðarmanna. Eins og áður hefur komið fram er hæfileikamótun HSÍ fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs…
64. ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið mánudaginn 12. apríl 2021 í Laugardalshöll. Skráning þingfulltrúa hefst kl.15:00 og verður þingsetning sama dag kl. 16:00. Gögn ársþingsins má finna hér Tilkynning um framboð til embættis formanns og stjórnar HSÍ skal berast skrifstofu HSÍ minnst21 degi fyrir þing. Uppstillingarnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemursíðar….
Úrskurður aganefndar 9. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Einar Ingi Hrafnsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Fram í Olís deild karla þann 4.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 1. mgr. 3. gr. sömu reglugerðar…
Vegna ófærðar hefur leik HK og KA/Þór sem fara átti fram í dag verið frestað, leikurinn fer fram á morgun, fimmtudag kl. 18:00
Út er kominn bæklingurinn Íþróttir barnsins vegna á ensku og heitir þá Sports – for our children. Bæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2015 og inniheldur bæklingurinn stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga. Bæklinginn má nálgast á skrifstofu ÍSÍ í prentaðri útgáfu eða fá hann sendann, en einnig má nálgast hann í rafrænni…
Helgina 19. – 21. mars æfa yngri landslið kvenna og hafa þjálfarar liðanna valið sína æfingahópa. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða auglýstir á næstu dögum. Landsliðshópana má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. U-19 árs landslið kvenna Þjálfarar:Díana Guðjónsdóttir, diana@flensborg.isMagnús Stefánsson, fagriskogur@gmail.com Leikmannahópur:Aníta Björk Valgeirsdóttir, ÍBVÁsdís Þóra Ágústsdóttir,…
Yngri landslið karla | Æfingar 12.-14. mars, æfingatímar Helgina 12. – 14. mars æfa yngri landslið karla og völdu þjálfarar sína hópa nú á dögunum. Hópana má sjá HÉR. Í síðustu viku var tilkynnti IHF að ekkert yrði af HM keppnum yngri landsliða þetta sumarið og var því tekin ákvörðun um að U-21 árs landslið…
EHF hefur tekið þá ákvörðun að fresta leik Íslands gegn Ísrael í undankeppni EM 2022 en leikurinn átti að fara fram n.k. fimmtudag í Tel Aviv. Miklar hömlur er á flugsamgöngum til Ísrael og hefur skrifstofa HSÍ ítrekað lent í að flug til Ísrael hafi verið felld niðu Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer…
Bein útsending Coca Cola bikar yngri flokka – dregið í 8 liða úrslit Útsendingin hefst kl.15.00
Eins og fram kom í síðustu viku þá frestaði IHF HM keppnum yngri landsliða sem fram áttu að fara í sumar. Nú hefur EHF tekið upp þráðinn og tilkynnt að EM 19 ára landsliða karla fari þess í stað fram nú í sumar, en það er í raun sama keppni og var frestað síðasta sumar….
Arnar Pétursson þjálfari A landslið kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars. Riðill íslenska liðsins fer fram 19. – 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur…
Tomas Svensson hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum með A landsliði karla og hefur HSÍ orðið við ósk hans. Tomas hefur starfað með Guðmundi Guðmundssyni frá því að í Guðmundur tók við liðinu í febrúar 2018. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að starfa fyrir HSÍ og íslenska landsliðið….
Úrskurður aganefndar 2. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Patrekur Stefánsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Hauka í Olís deild karla þann 25.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er…
Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2021, Stjarnan handknattleiksdeild gegn kvennaráði KA/Þór og Handknattleikssambandi Íslands. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Skjal_21030113210 (hsi.is)
Guðmundur Guðmundsson, landsliðþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ísrael í undakeppni EM 2022. Strákarnir okkar leika við Ísrael í Tel Aviv fimmtudaginn 11.mars nk. og hefst leikurinn 17:30. Hópur Íslands gegn Ísrael er eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1) Vinstra horn:Bjarki Már Elísson, Lemgo (79/219)Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)…
Úrskurður aganefndar 23. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Stiven Tobar Valencia leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Vals í Olís deild karla þann 18.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál…
Alþjóða handknattleikssambandið ákvað á fundi sínum í síðustu viku að aflýsa öllum mótum yngri landsliða á árinu. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins í gærkvöldi. U-19 og U-21 árs landslið karla áttu bæði þátttökurétt á HM í sumar en ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á æfingar og keppni liðanna…
Yngri landslið karla | Æfingar 12.-14. mars, æfingahópar Helgina 12. – 14. mars æfa yngri landslið karla og hafa þjálfarar liðanna valið sína æfingahópa. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða auglýstir fljótlega. Landsliðshópana má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. U-21 árs landslið karla Þjálfarar:Einar Andri Einarsson, einarandri30@gmail.comSigursteinn Arndal,…
Úrskurður aganefndar 16. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Stjarnan í Olís deild karla þann 11.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál…
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A landsliði kvenna, hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17. – 21. febrúar nk. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu….
Dregið var í dag í riðla í höfuðstöðvum EHF í úrslitakeppni B-deildar Evrópumóts U-17 og U-19 ára landsliða kvenna. Bæði landsið Íslands voru bæði í efsta styrkleikaflokki fyrr dráttinn í dag. U-17 ára landslið kvenna mun spila sinn riðil í Klapeda í Litháen daganna 7. – 15. ágúst nk. Riðill Íslands má sjá hér:ÍslandPóllandHvíta RússlandTyrklandLettland…
Úrskurður aganefndar 9. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu í leik FH og KA í Olís deild karla þann 3.2.2021. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spaldið því dregið…
Úrskurður aganefndar 2. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þrándur Gíslason Roth leikmaður UMFA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og UMFA í Olís deild karla þann 30.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál…
Dregið var í Happdrætti HSÍ hjá skrifstofu sýslumannsins höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 28. janúar s.l. Númer vinningsmiða má sjá hér fyri neðan. Vinningshafar geta sótt vinninga sína á skrifstofu HSÍ frá og með 4. febrúar n.k., skrifstofan er opin frá 09:00 – 16:00. HSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt sem og styrktaraðilum sem gáfu vinninga í…
Í hádeginu var dregið í 32- og 16-liða úrslitum í Coca Cola bikar yngri flokka, niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þessar viðureignir eiga að fara fram í febrúar. 3. flokkur karla 16 liða úrslit Stjarnan 2 – Selfoss 2Selfoss – Fjölnir/FylkirÞór Ak. – HKGrótta – VíkingurValur – KAAfturelding – StjarnanHaukar – ÍBVFram – ÍR…