Yngri flokkar | Fram Íslandsmeistari 4.fl karla eldri Fram er Íslandsmeistari 4.fl karla eftir sigur á Haukum 22 – 21. Elí F. Traustason var valinn maður leiksins en hann skoraði 9 mörk í dag fyrir Fram og skoraði sigurmarkið á loka sekúndu leiksins. Við óskum Fram til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | HK Íslandsmeistari 4.fl kvenna HK er Íslandsmeistari 4.fl kvenna eftir sigur á Fram 22 – 19. Elísa Helga Sigurðardóttir var valin maður leiksins en hún stóð sig frábærlega í marki HK í dag. Við óskum HK til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | KA Íslandsmeistari 4.fl karla yngri KA er Íslandsmeistari 4.fl karla yngri eftir sigur á Aftureldingu 20 – 15. Dagur Árni Heimisson var valinn maður leiksins en hann skoraði 7 mörk fyrir KA. Við óskum KA til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | Úrslitadagur yngri flokka Úrslitadagur yngri flokka fer fram á morgun, laugardaginn 12. júní að Varmá í Mosfellsbæ. Alls fara fram 5 leikir þennan dag og verður mikið um dýrðir frá morgni til kvölds þar sem okkar efnilegustu handboltamenn leika listir sínar. Áhorfendur eru leyfðir á leikjunum í samræmi við gildandi samkomutakmarkanir, við…
Úrskurður aganefndar 9. júní 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Agnar Smár Jónsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV – Vals í Úrslitakeppni Olís deildar karla þann 8.6. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ…
Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson hafa valið tvo hópa til æfinga með U-15 ára landsliði kvenna helgina 18. – 20. júní. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og verða æfingatímar kynntir á næstu dögum. Í framhaldi mun liðið æfa síðustu helgina í júní og þá eina helgi í ágúst en það verður nánar kynnt…
Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson hafa valið tvo hópa til æfinga með U-15 ára landsliði karla helgina 18. – 20. júní. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og verða æfingatímar kynntir á næstu dögum. Í framhaldi mun liðið æfa tvær helgar í ágúst en það verður nánar kynnt á æfingum helgarinnar. Nánari upplýsingar veita þjálfarar…
Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fer fram í 26. skipti helgina 12. – 13. júní nk. en að þessu sinni er um að ræða drengi og stúlkur fædd 2008. Eins og undanfarin ár tilnefna félögin fjóra leikmenn af hvoru kyni á æfingarnar. Skólastjórar í ár verða þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir en auk…
Olísdeild kvenna | KA/Þór Íslandsmeistari 2021 KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari Olísdeild kvenna í fyrsta sinn eftir 23 – 25 sigur á Val í Origo höllinni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og framan af fyrri hálfleik skiptust liðin á að hafa forystuna. KA/Þór náði…
Úrskurður aganefndar 5. júní 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Agnar Smári Jónsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og KA í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 4.6.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um…
Olísdeild karla | Valur og Stjarnan í undanúrslit Tveir leikir fóru fram í kvöld í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Selfoss fékk Stjörnuna í heimsókn í Hleðsluhöllina en fyrri leikur þeirra endaði með tveggja marka sigri Selfoss, 26 – 24. Í kvöld endaði leikurinn 30 – 28 fyrir Stjörnunni og með fleiri mörkum skoruðum á útivelli…
U-17 karla | Æfingar í júní, æfingahópur Andri Sigfússon og Jón Gunnlaugur Viggósson hafi valið 27 manna hóp til æfinga helgarnar 18. – 20. og 25. – 27. júní. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu en tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðsins: Andri Sigfússon, Andri.Sigfusson@rvkskolar.isJón Gunnlaugur Viggósson, gulli@vikingur.is Hópinn…
Olísdeild karla | Haukar og ÍBV í undanúrslitum Tveir leikir fóru fram í kvöld í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Í fyrri leik kvöldsins fékk FH lið ÍBV í heimsókn. Eftir æsispennandi leik endaði leikurinn 33-33 og fór ÍBV áfram í undanúrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leikur liðanna lauk einnig með jafntefli…
Úrskurður aganefndar 2. júní 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Breki Þór Óðinsson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og ÍBV í 8 liðar úrslitum 3fl karla þann 1.6.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ…
Olísdeild kvenna | Úrslitaeinvígið hefst í dag Úrslitaeinvígi um íslandsmeistaratitil Olísdeildar kvenna hefst í dag en þar mætast KA/Þór og Valur. Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan verður í beinni útsendingu frá Akureyri og byrjar að hita upp fyrir leikinn með útsendingu kl. 17:30. Til…
Úrskurður aganefndar 1. júní 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þórhallur Axel Þrastarson leikmaður Víkings hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss og Víkings í 8 liða úrslitakeppni 3.fl karla þann 31.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ…
Handboltaskóli HSÍ og Alvogen Handboltaskóli HSÍ og Alvogen hefur verið starfræktur í yfir 25 ár með góðum árangri. Í ár verður hann helgina 11. – 13. júní og gert er ráð fyrir að yfir 160 börn æfi undir stjórn þjálfara HSÍ og aðstoðarmanna þeirra. Handboltaskólinn fer fram í einu af stóru íþróttahúsunum á höfuðborgarsvæðinu þar…
Olísdeild karla | Kría tryggði sér sæti í Olísdeildinni Kría tryggði sér veru í Olísdeild karla með sigri gegn Víking í kvöld 20 – 17. Kría vann einvígið 2 – 0 og verður því í Olísdeildinni þegar handboltinn fer af stað aftur í sumarlok. Til hamingju Kría!
Úrskurður aganefndar 31. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Breki Hrafn Valdimarsson leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og Aftureldingar í 8 liða úrslitakeppni 3.fl karla þann 30.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ…
Olísdeild karla | Fyrirkomulag úrslitakeppni Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst í kvöld og er hún leikin með nýju sniði þetta árið vegna þeirra miklu samkomutakmarkanna sem verið í gildi hér á landi í vetur. Leiknir eru tveir leikir heima og heiman í hverri umferð þar sem efra liðið í Olísdeildinni á heimaleikinn í síðari leik liðanna….
Úrskurður aganefndar 28. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Aron Valur Jóhannsson leikmaður Kríu hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannsleg hegðunar í leik Fjölnis og Kríu í umspili Olís deildar karla 25.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál…
Olísdeild kvenna | Valur í úrslit, oddaleikur á Akureyri ÍBV og KA/Þór mættust í Eyjum í dag þar sem KA/Þór hafði betur í háspennuleik 24 – 21. Liðin mætast því í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitum Olísdeildar kvenna á Akureyri á laugardaginn. Valur og Fram áttust í Origo höllinni í kvöld. Valur hafði…
Úrskurður aganefndar 25. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Haraldur Björn Hjörleifsson leikmaður Aftureldingu U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding U og ÍBV í 2.deild karla þann 19.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um…
Olís karla | Víkingur og Kría í úrslitarimmuna Oddaleikir í undanúrslitum í umspili um laust sæti í Olísdeild karla fóru fram í kvöld. Víkingur og Hörður mættust í Víkinni og sigruðu Víkingar 39 – 32, Fjölnir og Kría mættust í Dalhúsum og sigraði Kría 31 – 25. Það er því ljóst að Víkingur og Kría…
HK tryggði sér áframhaldandi veru í Olísdeild kvenna í kvöld með sigri gegn Gróttu í kvöld 19 – 17. HK vann einvígið 2 – 0 og verður því áfram í Olísdeildinni þegar handboltinn fer af stað aftur í sumarlok. Til hamingju HK
Úrskurður aganefndar 24. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Filip Andonov leikmaður Kríu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Kríu og Fjölnis í Umspili Olís deild karla þann 22.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál…
Yngri landslið kvenna | U-19 og U-17 kv Þjálfarar U-17 og U-19 ára landsliða kvenna hafið valið hópa fyrir verkefni sumarsins. Hópana má sjá hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um verkefni sumarsins. Æfingar liðanna fara fram á höfuðborgarsvæðinu en þeir verða gefnir út þegar nær dregur. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðanna. U-19 ára landslið kvenna…
HSÍ | Yfirlýsing frá Gróttu Síðastliðinn þriðjudag fór fram leikur Gróttu gegn ÍR í umspili um laust sæti í Olís deild kvenna næsta tímabil. Lítill hópur stuðningsmanna lét ummæli falla í garð nokkurra leikmanna ÍR liðsins, sem voru engan veginn til fyrirmyndar. Handknattleiksdeild Gróttu harmar ummælin og biður alla hlutaðeigandi afsökunar á atvikinu. Háttsemi sem…
HSÍ | Kostuð meistaranámstaða í HR HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐAumsóknarfrestur er til 20. maí nk. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma…
Úrskurður aganefndar 18. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þorsteinn Þorsteinsson starfsmaður Kríu hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Víkings og Kríu í Grill66 deild karla þann 11.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er…
Olís karla | Haukar deildararmeistarar Haukar urðu í kvöld deildarmeistarar Olís deildar karla. Til hamingju Haukar!
Grill 66 karla | HK deildarmeistari HK varð í kvöld deildarmeistari í Grill 66 deild karla og trygggðu sér sæti í Olís deildinni. Til hamingju HK!
Olís kvenna | KA/Þór deildarmeistari KA/Þór varð í dag deildarmeistari Olís deildar kvenna. Til hamingju KA/Þór!
Grill 66 kvenna | Fram U deildarmeistari Fram U varð í vetur deildarmeistari í Grill 66 deild kvenna. Við óskum Fram U til hamingju!
Grill 66 kvenna | Afturelding tryggði sér sæti í Olís deildinni Afturelding hefur tryggt sér sæti á næsta tímabili í Olís deild kvenna. Til hamingju Afturelding!
A landslið karla | Dregið í riðla á EM í dag Dregið verður í riðla Evrópumótsins í handknattleik í dag kl. 15:00 en mótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar nk. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður Makedóníu. Drátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.is og…
Úrskurður aganefndar 4. maí 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Áki Hlynur Andrason leikmaður Vals U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Hauka U og Valss U í Grilldeild karla þann 1.5.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ…
A landslið karla | 10 marka sigur gegn Ísrael Strákarnir okkar léku í gær sinn síðasta leik í undankeppni EM 2022 gegn Ísrael á Ásvöllum. Landsliðið kom af miklum krafti til leiks og sáu gestirnir frá Ísrael aldrei til sólar í leiknum. Þegar dómararnir blésu til hálfleiks var Ísland með sjö marka forustu, 21 –…
Mótaplan fyrir 5. – 8. flokk hefur verið uppfært Nú er komið nýtt yfirlit fyrir fjölliðamót HSÍ ( 5. – 8.fl kvenna og karla) Hægt er að sjá yfirlitið hér. – 5. – 8. flokkur 2020-2021 – HSÍ (hsi.is)
A landslið karla | Ísland – Ísrael í dag kl. 16:00 Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ísrael í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. Leikurinn er síðasti leikur liðsins í undankeppni EM en fyrir leikinn hafa Portúgal og Ísland tryggt sér sæti Evrópumótinu. Ýmir Örn Gíslason ferðaðist ekki með íslenska…
A landslið karla | Tap gegn Litháen í kvöld Strákarnir okkar léku í dag við Litháen þar ytra í undankeppni EM 2021. Strákarnir okkar náði sér því miður ekki á strik fyrstu 20 mínútur leiksins og þegar blásið var til hálfleiks þá var staðan 13 – 9 Litháum í vil. Landsliðið mæti sterkara til seinni…
A landslið karla | Litháen – Ísland í dag kl. 16:00 Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Litháen í undankeppni EM 2022 í Vilníus í dag. Leikurinn hefst 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Hópur Íslands gegn Litháen er eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (39/1)Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG…
A landslið karla | 10 marka sigur gegn Ísrael Strákarnir okkar léku í kvöld gegn Ísrael í Tel Aviv í undankeppni EM 2022 og er það fyrsti leikurinn af þremur sem liðið leikur á næstu sex dögum. Landsliðið mætti af krafti inn í leikinn og ljóst var frá fyrstu mínútu að strákarnir okkar ætluðu ekki…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ísrael í undakeppni EM 2022 í Tel Aviv í kvöld. Ólafur Andrés Guðmundsson leikmaður Kristianstad ferðaðist ekki með liðinu til Ísrael en hann kemur til móts við hópinn í Litháen á miðvikudaginn. Leikurinn hefst 17:30 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Hópur Íslands…
A landslið karla | Breytingar á hóp Guðmundur Guðmundsson hefur kallað inn Tandra Má Konráðsson leikmann Stjörnunnar í A landslið karla eftir að ljóst var að Arnór Þór Gunnarson og Elvar Ásgeirsson þurftu að draga sig úr hópnum. Strákarnir okkar spila þrjá leiki í undankeppni EM 2022 á næstu dögum og er leikjaplan Íslands hér…
A landslið kvenna | Jafntefli gegn Slóveníu Stelpurnar okkar léku síðari leik sinn gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM á Spáni. Eftir 10 marka tap í fyrri leik liðanna voru líkurnar ekki með okkar stúlkum en þær létu það ekki hafa nein áhrif á sig og börðust til seinasta manns. Varnir beggja…
Yngri flokkar | Mótahald næstu vikur Í hádeginu var haldinn formannafundur yngri flokka þar sem farið var yfir mótahald í yngri flokkum næstu vikur. Fjölliðamótum í 5. – 8. flokki næstu tvær helgar hefur verið aflýst vegna ástandsins í samfélaginu en það er samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum og sóttvarnarlækni sem leggjast gegn öllum mannamótum og…
Í kvöld mætast Ísland og Slóvenía í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti á HM en leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stelpurnar okkar töpuðu fyrri leiknum ytra með 10 marka mun, 24-14 en þær hafa ekki lagt árar í bát og ætla sér sigur í kvöld. Ein breyting verður á 16…
A landslið kvenna | Ísland – Slóvenía í dag Stelpurnar okkar leika í dag seinni leik sinn við Slóveníu um laust sæti á HM 2021. Leikurinn fer fram án áhorfenda. Leikskrá leiksins má finna á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2021/04/hsi-leikskra_isl_slov-1.pdf Leikurinn hefst kl. 19:45 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. ÁFRAM ÍSLAND!!
A landslið kvenna | Arnar bætir við leikmanni Arnar Pétursson hefur bætt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur leikmanni Vals við hópinn sem æfir nú hér heima fyrir síðari leikinn gegn Slóveníu. Stelpurnar okkar mæta Slóvenum í seinni leik liðanna um laust sæti á HM 2021 á Ásvöllum á miðvikudaginn kl. 19:45. Áhorfendur verða ekki leyfðir en leikurinn…