Yngri landslið | Jón Gunnlaugur ráðinn sem yfirþjálfari Hæfileikamótunar og Handboltaskóla HSÍ HSÍ hefur gengið frá ráðningu Jóns Gunnlaugs Viggóssonar sem yfirþjálfara á Hæfileikamótun og Handboltaskóla HSÍ. Jón Gunnlaugur hefur fyrir 16 ára reynslu sem þjálfari yngri flokka og hefur komið að meistaraflokks þjálfun síðustu 11 ár. Jón Gunnlaugur er með EHF Master Coach þjálfaragráðu…
Utandeild HSÍ | Skráning liða hafin Skrifstofa HSÍ vill kanna áhuga liða á því að taka þátt í utandeild karla og kvenna í vetur. Þau lið sem hafa áhuga eru beðin um að senda inn skráningu á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 5. nóvember nk.
Ákveðið hefur verið að fresta leik Selfoss og Gróttu í Olís deild karla sem fram átti að fara á morgun, föstudag vegna fjölda Covid smita á Selfossi. Nýr leikdagur verður fimmtudaginn 25. nóvember kl.19.30.
A landsliðs karla | Æfingar í nóvember, hópur Strákarnir okkar koma saman til æfinga 1. – 6. nóvember nk. og hefur Guðmundur Þórður Guðmundsson valið 21 leikmann fyrir þetta verkefni. Þessar æfingar marka upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Að…
Evrópukeppni | Íslensks lið á faraldsfæti Í dag var dregið í næstu umferð í Evrópukeppnum í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg og voru þrjú íslensk lið í pottunum, Haukar í karlaflokki og ÍBV og KA/Þór í kvenna flokki. Í 32 liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna dróst KA/Þór gegn spænska liðinu Club Balonmano Elche en ÍBV heldur aftur…
HSÍ í samtarfi við EHF heldur í annað sinn Mastercoach námskeiðið fyrir þjálfara innan handboltahreyfingarinnar hér heima. EHF Mastercoach er æðsta gráða þjálfaramenntunar í handbolta í Evrópu og munu íslenskir þjálfarar sem lokið hafa EHF Mastercoach koma að námskeiðinu ásamt kennurum frá EHF og Háskólanum í Reykjavík. Til að geta sótt námskeiðið þarf viðkomandi þjálfari…
Úrskurður aganefndar 19. október 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Stefán Hinriksson leikmaður Vængja Júpíters hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vængja Júpíters og ÍR í Grill66 deild karla þann 15.10.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar…
U-18 kvenna | Hópur fyrir undankeppni EM Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22. – 27. nóvember nk. Auk þess eru 6 leikmenn valdir til vara en þær eru til taks ef eitthvað kemur upp. U-17 ára landslið kvenna tryggði sér…
Sunnudaginn 24. október er komið að næstu markvarðaæfingu vetrarins á vegum HSÍ. Æfingin fer fram í Víkinni. Að þessu sinni bjóðum við velkomnar allar stelpur sem æfa mark á öllum aldri. Foreldrar og þjálfarar eru einnig velkomnir. Æfingin hefst sem fyrr klukkan 10:00 og lýkur kl 11:00. Bestu kveðjur, Markvarðateymi HSÍ.
U-20 karla | Róbert Gunnarsson í þjálfarateymið HSÍ hefur ráðið Róbert Gunnarsson í þjálfarateymi U-20 ára landsliðs karla og mun hann þjálfa liðið ásamt Einari Andra Einarssyni. Róbert á að baki 276 landsleiki og skoraði 773 mörk fyrir Íslands hönd. Hann tók þátt í 15 stórmótum með strákunum okkar og vann bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum…
Yngri landslið karla | Æfingar, verkefni og hópar í nóvember Helgina 5.-7. nóvember æfa u-15 og u-16 ára landslið karla á höfuðborgarsvæðinu en u-18 og u-20 ára landsliðin leika utan landssteinanna. U-18 ára landslið karla tekur þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland en þar leikur liðið gegn heimamönnum auk Króata og Ungverja….
Þjálfaranámskeið | Haustfjarnám HSÍ hefst í október Allar nánari upplýsingar um námið má sjá inn á heimasíðu HSÍ undir “Fræðsluefni” Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hsi Kröfur til að fara inn á 2. eða 3. stigið má sjá hér: https://www.hsi.is/krofur-vegn-thjalfaranams-hsi/#handbolti Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ gunnar@hsi.is
Úrskurður aganefndar 12. nóvember 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Gytis Smantauskas leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK og FH í Olís deild karla þann 07.10. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að…
HSÍ | Unbroken verður einn af bakhjörlum HSÍ HSÍ og Unbroken skrifuðu undir samstarfssamning sín á milli fyrir leik Íslands og Serbíu sl. sunnudag. Unbroken er hágæða næring til endurheimtar líkamans og eflingar ónæmiskerfisins með hraðri upptöku næringarefna. Unbroken er notað af afreksíþróttafólki um allan heim enda vottuð af Informed Sport. Með samstarfi HSÍ og…
A landslið kvenna| Frábær sigur á Serbum Stelpurnar okkar áttu stórleik og spiluðu frábæran handbolta þegar liði vann Serbíu í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrr í dag. Íslenska liðið tók frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddi allan fyrri hálfleikinn, þegar flautað var til hálfleiks var staðan 10 – 8 okkur í hag….
A landslið kvenna | Hópurinn fyrir leik dagsins Stelpurnar okkar mæta Serbum í undankeppni EM 2022 í dag, leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 16:00. Frítt er á leikinn í boði Arion banka. Á tæknifundi í morgun var gefið út hvaða 16 leikmenn spila í dag , tvær breytingar eru íslenska hópnum frá…
Yngri landslið | Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ fór fram í dag en þangað mæta öll yngri landslið HSÍ. Fyrirlestraröðin er haldin tvisvar á ári og þar fá framtíðarlandsliðsmenn og konur okkar fræðslu um allt sem kemur við íþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnfnréttismála á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkur og…
U-18 kvenna | Tap gegn Danmörku Stelpurnar okkar í U-18 ára kvenna léku í dag sinn síðari vináttulandsleik gegn Danmörku í Kolding. Leikurinn í dag endaði 26-19 fyrir Danmörku. Ágætis spilamennska en því miður áttu markmenn Danmerkur stórleik og stelpurnar okkar voru að nýta færin illa. Markaskorar Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Amelía Einarsdóttir 3,…
U-18 kvenna | Jafntefli gegn Dönum Fyrr í dag lék U-18 kvenna fyrri vináttulandsleik sinn við Dani í Kolding. Staðan var 14-15 fyrir Ísland í hálfleik, en mikill hraði var í leiknum og stelpurnar okkar að spila virkilega vel. Aðeins hægðist á leiknum í seinni hálfleik, en lokatölur voru 25-25. Stelpurnar léku vel í dag,…
A landslið kvenna | Tap geg Svíum í dag Stelpurnar okkar mættu Svíþjóð í dag í fyrsta leik þeirra í undankeppni EM 2022 en með þeim í riðli eru Serbar og Tyrkir. Íslenska liðið átti á brattann frá upphafi gegn ógnarsteku liði Svía í kvöld, þegar dómarar kvöldsins blésu til hálfleiks var staðan 14 –…
A landslið kvenna | Hópurinn fyrir leik kvöldsins Fyrsti leikurinn í undankeppni EM2022 fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð í kvöld þar sem stelpurnar okkar mæta heimakonum í Stiga Sports Arena. Á tæknifundi í morgun var gefið út hvaða 16 leikmenn spila í dag og er ljóst að Hafdís Renötudóttir markvörður er ekki leikfær eftir…
A landslið kvenna | Breyting á íslenska hópnum Saga Sif Gísladóttir hefur verið kölluð inn A landslið kvenna sem mætir Svíþjóð í undankeppni EM 2022 á morgun. Hafdís Renötudóttir meiddist á æfingu í morgun og verður Saga Sif því til taks ef Hafdís verður ekki búin að jafna sig fyrir leikinn á morgun.
Úrskurður aganefndar 5. nóvember 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þrándur Gíslason Roth leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Vals í Coca Cola bikar karla þann 1.10.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er…
A landslið kvenna | Stelpurnar okkar á leið til SvíþjóðarStelpurnar okkar flugu í morgun með Icelandair á leið sinni til Eskiltuna í Svíþjóð. Landsliðið leikur þar gegn Svíþjóð á fimmtudaginn, hefst leikurinn kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Liðið heldur svo heim á leið á föstudaginn og mæta Serbíu á Ásvöllum…
Coca Cola bikarinn | Valsmenn Coca Cola bikarmeistarar karla 2021 Valsmenn tryggðu sér Coca-Cola bikarmeistaratitilinn 2021 með 5 marka sigri á Fram á Ásvöllum í dag. Það voru Framarar sem hófu leikinn af miklum kraft og komust meðal annars í 6-0 áður en Valsmenn vöknuðum upp af værum blundi og jöfnuðu leikinn snarlega í 8-8….
Coca Cola bikarinn | KA/Þór Coca Cola bikarmeistari kvenna 2021Norðanstúlkur er Coca-Cola bikarmeistarar 2021 eftir 7 marka sigur á Fram í úrslitaleik á Ásvöllum fyrr í dag. KA/Þór byrjaði leikinn og náði fljótlega 4 marka forystu en Framstúlkur sáu þá að sér og jöfnuðu leikinn 7-7 eftir 20 mínútna leik. Það var þó KA/Þór sem…
Coca Cola bikarinn | Fram leikur til úrslita gegn Valsmönnum Það verða Fram og Valur sem leika um Coca-Cola bikar karla á morgun en fyrr í kvöld vann Fram vann þriggja marka sigur á Stjörnunni. Frá byrjun var leikurinn í járnum þar sem liðin skiptust á að hafa forystu í bráðskemmtilegum leik. Jafnt var á…
Coca Cola bikarinn | Valsmenn leika til úrslita Það voru Valsmenn sem voru fyrstir til að tryggja sér sér sæti í úrslitum Coca-Cola bikarsins með sannfærandi 11 marka sigri á Aftureldingu fyrr í kvöld. Leikurinn var hraður og fjörugur strax frá fyrstu mínútu og augljóst að bæði lið voru klár í slaginn. Eftir því sem…
Coca Cola bikarinn | KA/Þór í úrslit Coca Cola bikarsins KA/Þór leikur til úrslita við Fram í Coca-Cola bikar kvenna eftir sigur á FH í undanúrslitum fyrr í kvöld. Norðankonur höfðu tögl og haldir allt frá fyrstu mínútu leiksins og byggðu upp gott forskot strax í fyrri hálfleik, staðan 20-7 eftir 30 mínútna leik. FH…
Coca Cola bikarinn | Fram í úrslit Coca Cola bikarsins Framstúlkur leika til úrslita í Coca Cola bikarnum á laugardag eftir sigur í undanúrslitum gegn Val í kvöld. Jafnt var á með liðunum framan af leik en góður kafli Framstúlkna undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að þær leiddu með 2 mörkum þegar…
Coca Cola bikarinn | Handboltaveisla næstu daga Undanúrslit Coca Cola bikars kvenna fara fram á morgun og marka þannig upphafið á úrslitahelgi Coca Cola bikarsins 2021. Fyrri undanúrslita leikurinn er viðureign Vals og Fram sem hefst kl. 18:00, KA/Þór mætir svo liði FH í seinni undanúrslita leiknum og hefst sú viðureign kl. 20:30. Strákarnir hefja…
Úrskurður aganefndar 28. september 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Stjörnunar í Olís deild karla þann 17.9. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er…
Markmannsæfingar HSÍ | Æfingar alla sunnudaga í vetur Nú er tímabilið komið á fullt og því ekki seinna vænna að fara að huga að markvarðaþjálfun. HSÍ ætlar eins og undanfarin ár að standa fyrir æfingum fyrir markverði félagsliðanna. Æft verður í Víkinni í vetur frá klukkan 10:00 – 11:00. Þjálfarar markvarðateymis HSÍ munu sjá um…
HSÍ hefur ráðið þær Hrafnhildi Ósk Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í þjálfarateymi kvennalandsliðsins og verða þær með umsjón yfir B landsliði kvenna ásamt Arnari Péturssyni og Ágústi Jóhannssyni. Valinn hefur verið hópur sem kemur til æfinga í október en B landsliðið heldur til Tékklands í nóvember til þáttöku á æfingamóti. B landslið kvenna:Markverðir:Eva Dís…
Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna verkefna stelpnanna okkar í undankeppni EM 2022. Landsliðið hefur leik í undankeppninni á móti Svíþjóð þar ytra 7. október og á Ásvöllum á móti Serbíu 10. október nk. Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu á RÚV. A landsliðs kvenna:Markverðir:Elín Jóna…
Yngri landslið kvenna | Æfingar 8. – 10. október, hópar Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið sína hópa fyrir æfingar 8. – 10. október nk. Hópurinn fyrir U-18 ára landslið kvenna hefur þegar verið tilkynntur, en þær halda til Danmerkur í vikunni þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimakonum. Þann hóp má sjá HÉR….
U-18 kvenna | Vináttulandsleikir í október Ágúst Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið þá 16 leikmenn sem leika tvo vináttulandsleiki gegn Dönum ytra 8. og 9. október nk. Liðið hefur æfingar lau. 4. október og heldur utan fim. 7. október. Leikirnir gegn Dönum fara fram 8. og 9. október…
Leik Stjörnunnar og ÍBV í Olísdeild karla sem átti að fara fram í TM-höllinni í kvöld hefur verið frestað vegna samgönguörðugleika. Unnið er að því að finna nýjan leiktíma.
Úrskurður aganefndar 21. september 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Vals laut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Vals í Coca Cola bikar kvenna þann 15.9. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er…
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta hefst í kvöld! Fyrstu leikir í Olísdeild karla fara fram í dag og konurnar hefja leik laugardaginn 18. september. Fylgstu með tilþrifum okkar besta handboltafólks – njótum þessa að mega mæta á völlinn og hvetjum okkar lið! Leikir dagsins í Olís deild karla eru:HK – KA kl. 18:00, í beinni…
Úrskurður aganefndar 15. september 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Igor Mrsulja leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Gróttu – Stjarnan í Coca Cola bikar karla þann 9.9. 2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 d). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja…
Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Fram U er spáð sigri í Grill 66 deild kvenna en Selfoss er spáð 2. sætinu. Í Grill 66 deild karla er ÍR spáð sigri í deildinni en Herði frá…
Coca Cola bikarinn | Dregið til undanúrslita Í kvöld var dregið í beinni útsendingu á RÚV 2 til undanúrslita Coca Cola bikarsins 2021. Undanúrslitaleikir Coca Cola bikars kvenna fara fram fimmtudaginn 30. september og undanúrslitaleikir Coca Cola bikars karla föstudaginn 1. október. Þau lið sem mætast í undanúrslitum Coca Cola bikars karla eru:Afturelding – ValurFram…
Mótamál | Breyting á fjölda á leikskýrslu Á formannafundi HSÍ mið. 1. september sl. kom fram tillaga um að fjölga leikmönnum á leikskýrslu í samræmi við það sem gerist í alþjóðlegum handknattleik. Stjórn HSÍ samþykkti þessa breytingu á fundi sínum í dag og hefur reglugerð því verið breytt. Hér eftir verða því leyfðir 16 leikmenn…
Evrópukeppni | Valur mætir Lemgo í EHF EuropeanLeague Í morgun var dregið í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar en Valsmenn voru í pottinum eftir góðan sigur á RK Porec frá Króatíu í síðustu viku. Valur dróst gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í TBV Lemgo Lippe frá Þýskalandi, þess má geta að Lemgo er ríkjandi…
Meistarakeppni HSÍ | Fram meistari Meistarakeppni HSÍ kvenna fór fram fyrr í dag á Akureyri en þar mættur Íslands- og deildarmeistarar KA/Þór og Fram. Fyrri hálfleikur leiksins var jafn frá fyrstu mínútu og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 11 – 11. Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri þar til Fram…
Meistarakeppni HSÍ | Valur meistari Meistarakeppni HSÍ markar alltaf upphaf þeirrar handboltaveislu sem komandi vetur býður upp á og í kvöld mættust meistarar síðasta tímabils, Valur og Haukar. Valsmenn mættu grimmir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik með Björgvin Pál Gústavsson í marki. Þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks var staðan 15 –…
Miðasala á EM 2022Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar nk. HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Búdapest frá 14. – 18. janúar. Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru cat 2…
U-19 karla | 8. sæti eftir tveggja marka tap gegn Svíum Ísland og Svíþjóð mættust í leik um 7. sætið á EM í Króatíu í morgun. Liðin höfðu áður mæst í milliriðlinum þar sem Svíar höfðu sigur en strákarnir okkar hugðu á hefndir. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá íslenska liðinu og fljótlega komust Svíar 6…
U-19 karla | Þriggja marka tap gegn Portúgal Strákarnir okkar léku í umspili um 5. – 8. sæti á EM í Króatíu í dag. Mótherjarnir voru Portúgalir sem höfðu m.a. unnið Dani í milliriðli keppninnar. Íslenska liðið tók frumkvæðið í upphafi leiks og skoraði yfirleitt á undan en þegar leið á hálfleikinn náðu Portúgalir undirtökunum,…