Markverðir | Æfing í Víkinni á sunnudaginn Markvarðateymi HSÍ hefur staðið fyrir æfingum í Víkinni fyrir markmenn yngri flokka og næsta æfing er á sunnudaginn kl. 10:00. Síðasta sunnudag mættu 25 markmenn og tóku saman kröftuga markvarðaæfingu. Virkilega gaman að sjá hversu vel handboltaheimurinn tekur í þessar æfingar. Gísli, Jóhann Ingi Guðmundsson, Hreiðar Levý Guðmundsson…
Coca Cola bikarinn | Valur í úrslit Í síðari undanúrslitaleik kvöldsins mættust kvennalið Val og ÍBV. Eyjastúlkur voru með yfirhöndina framan af fyrri hálfleik en eftir því sem leið á hálfleikinn náði Valsliðið yfirhöndinni og hafði þriggja marka forystu í hálfleik 12-9. Valsstúlkur bættu í forskotið eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og unnu…
Coca Cola bikarinn | Framkonur í úrslit Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins hélt áfram í kvöld með undanúrslitum kvenna. Í fyrri leik kvöldsins léku núverandi Íslands- og bikarmeistarar í KA/Þór á móti Framkonum. Eftir jafnar upphafsmínútur tók Fram öll völd á vellinum og náði 6 marka forystu áður en flautað var til hálfleiks. Framkonur héldu áfram…
Coca Cola bikarinn | Undanúrslit kvenna í dag Leikið er til undanúrslita Coca Cola bikars kvenna í dag, fyrri leikur dagsins hefst kl. 18:00 en þar eigast við KA/Þór og Fram. Í seinni leik dagsins mætast Valur og ÍBV og hefst sá leikur kl. 20:15. Leikið er að Ásvöllum í Hafnarfirði og eru báðir leikirnir…
Coca Cola bikarinn | KA í úrslit eftir framlengingu Í síðari undanúrslitaleik dagsins mættust KA og Selfoss, fjölmargir áhangendur liðanna voru mættir á Ásvelli og mynduðu frábæra stemmingu allt frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik og lítið skorað. Jafnt var á öllum tölum og aldrei munaði meira en…
Coca Cola bikarinn | Valsmenn komnir í úrslit Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins hófst í dag og stendur handboltaveislan fram á sunnudag þar sem bæði meistaraflokkar og yngri flokkar fá sviðsljósið. Í kvöld var byrjað á undanúrslitum Coca Cola bikars karla en leikið er á Ásvöllum að þessu sinni. Í fyrri leik undanúrslitanna áttust við FH…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 08.03. ’22 Úrskurður aganefndar 8. mars 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Hekla Halldórsdóttir leikmaður KA/Þór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA/Þórs og HK í bikarkeppni 4.flokks kvenna þann 01.03.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein…
Coca Cola bikarinn | Undanúrslit karla í dag Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins hefst í dag með undanúrslitum meistaraflokks karla en handboltaveislan mun standa fram á sunnudag. Fyrsti leikur dagsins hefst kl. 18:00 en þar eigast við Valur og FH. Í seinni leik dagsins mætast Selfoss og KA og hefst sá leikur kl. 20:15. Leikið er…
Coca Cola bikarinn | Blaðamannafundur í hádeginu Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins hefst á morgun miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Blaðamannafundur með fulltrúum þeirra liða sem leika til undanúrslita fer fram í dag kl. 12.15 og verður honum streymt á miðlum HSÍ. Leikir úrslitahelgi Coca Cola bikarsins eru eftirfarandi: Miðvikudaginn 9. mars – mfl kakl….
Yngri landslið | Æfingar og hópar í mars Yngri landslið HSÍ æfa á höfuðborgarsvæðinu um miðan mars mánuð. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu, æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar gefa þjálfarar liðanna. U-15 ára landslið karlaHópinn má sjá hér fyrir neðan, allar…
A landslið kvenna | Frábær sigur gegn Tyrklandi Stelpurnar okkar léku gegn Tyrklandi á Ásvöllum í dag í undankeppni EM 2022. Olís bauð frítt á leikinn og mættu um 1300 áhorfendur í þeirra boði og stemningin á Ásvöllum var stórkostleg. Ísland byrjaði leikinn af krafti og náðu mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Liðið…
A landslið kvenna | Ísland – Tyrkland kl. 16:00 á Ásvöllum Stelpurnar okkar mæta Tyrkjum í dag í undankeppni EM 2022, leikurinn fer fram á Ásvöllum og frítt er á leikinn í boði Olís. RÚV sýnir beint frá leiknum. EM stofan fer í loftið kl.15:40 og leikurinn hefst svo kl.16:00. Hópur Íslands í dag er…
A landslið kvenna | Ísland – Tyrkland á Ásvöllum á morgun kl. 16:00 Stelpurnar okkar héldu áfram sínum undirbúningi í dag fyrir leik sinn gegn Tyrklandi á morgun. Byrjuðu þær daginn á myndatöku þar sem leikmannamyndir og liðsmynd voru tekknar af stelpunum. Næst fundaði Arnar Pétursson með liðinu og fór yfir síðasta leik og áherslur…
A landslið karla | 21 manns æfingahópur Guðmundur Guðmundsson hefur valið 21 leikmann til æfinga hér á landi 14. – 20. mars nk. Íslenska liðið á ekki bókaða leiki í þessari landsliðsviku þar sem liðið situr hjá í fyrri umferð umspilsins um sæti á HM 2023 en strákarnir okkar mæta sigurvegurunum úr viðureign Eistlands og…
Markverðir | Æfing næsta sunnudag Markvarðateymi HSÍ hefur staðið fyrir æfingum í Víkinni fyrir markmenn yngri flokka og næsta æfing er á sunnudaginn kl. 10:00. Á síðustu æfingu var farið yfir grunnatriðin við að sippa og unnið með safhæfingu augna, handa og fóta. Æfingunni lauk svo með Cor-æfingum, teygjum og spjalli. fín mæting og vel…
A landslið kvenna | Grátlegt tap í TyrklandiStelpurnar okkar mættu Tyrkjum á erfiðum útivelli fyrir framan 2800 áhorfendur í Kastamonu í Tyrklandi fyrr í dag. Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2022 en liðið vann frækilegan sigur á Serbum að Ásvöllum seinastu umferð keppninnar.Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og náði frumkvæðinu…
A landslið kvenna | Ísland – Tyrkland kl. 16:00 Stelpurnar okkar mæta Tyrkjum þar ytra í dag í undankeppni EM 2022. Leikurinn fer fram í Kastamonu og búast heimamenn við um 2500-3000 áhorfendum á leikinn í dag. RÚV sýnir beint frá leiknum. EM stofan fer í loftið kl.15:40 og leikurinn hefst svo kl.16:00. Hópur Íslands…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 01.03. ’22 Úrskurður aganefndar 1. mars 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Andri Heimir Friðriksson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik ÍR og Fjölnis í Grill66 karla þann 22.02.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10….
A landslið kvenna | Góður dagur í Kastamanu Stelpurnar okkar héldu í dag áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn stóra gegn Tyrkjum á morgun. Leikmenn fengu að sofa út í morgun til að ná endanlega ferðaþreytunni úr sér. Fyrri part dags var og frjáls tími sem stelpurnar nýttu í göngutúr í nágrenni hótelins ásamt hvíld. Eftir…
A landslið kvenna | Ferðadagur til Kastamonu Stelpurnar okkar tóku daginn snemma í Istanbul í dag og var stefnan sett á borgina Kastamonu þar sem leikur þeirra gegn Tyrkjum fer fram nk. miðvikudaginn. Um 90 mínútna seinkun var á fluginu hjá liðinu en hópurinn skilaði sér á hótelið um klukkan 14:00 að staðartíma. Eftir að…
B landslið kvenna | 16 manna æfingahópur Hrafnhildur Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, þjálfarar B landsliðs kvenna hafa valið 16 manna æfingahóp. Liðið mun æfa saman frá næsta fimmtudegi til sunnudags á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn er eftirfarandi:Markmenn:Sunna Guðrún Pétursdóttir, KA/Þór (0/0)Margrét Einarsdóttir, Haukar (0/0) Aðrir leikmenn:Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór (4/2)Anna Þyrí Halldórsdóttir, KA/Þór (0/0)Auður Ester Gestsdóttir,…
A landslið kvenna | Hópurinn gegn Tyrklandi Landsliðsþjálfarar A landsliðs kvenna hafa valið 16 leikmenn sem mæta Tyrklandi. Landsliðið flýgur nú í morgunsárið með Icelandair til Kaupmannahafnar og um miðjan dag flýgur hópurinn áfram til Tyrklands. Ísland mætir Tyrklandi þar ytra miðvikudaginn 2. mars og á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Olís ætlar að bjóða frítt…
A landslið kvenna | Tveir æfingar í dag hjá stelpunum okkar Stelpurnar okkar komu saman tvisvar í dag og héldu áfram undirbúningi sínum fyrir leikina sína gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2022. Þær halda af landi brott í nótt og eiga fyrir höndum langt ferðalag til Tyrklands. Ísland mætir Tyrklandi þar ytra miðvikudaginn 2. mars…
A landslið kvenna | Fyrsta æfing fyrir TyrklandsleikinaStelpurnar okkar komu saman í dag á sinni fyrstu æfingu fyrir leiki þeirra gegn Tyrklandi í undankeppni EM. Arnar Pétursson fundaði með liðinu og fór vel yfir verkefni næstu daga. Landsliðið liðkaði sig svo til inni í sal og einbeittu sér að eindurheimt enda flestar þeirra spilað með…
Coca-Cola bikarinn | Dregið til undanúrslita Dregið var til undanúrslita í Coca Cola bikars karla og kvenna í hádeginu en úrslitahelgi Coca Cola bikarsins fer fram á Ásvöllum dagana 9. – 13. mars nk. Niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Coca-Cola bikar kvenna:KA/Þór – FramValur – ÍBV Coca-Cola bikar karla:HörðurFH/Þór – ValurSelfoss –…
U-18 karla | Dregið í riðla á EM Dregið var í riðla fyrir Evrópumeistaramót U-18 ára landsliða karla í morgun en strákarnir okkar voru í öðrum styrkleikaflokki í drættum. Ísland mun spila í A-riðli ásamt Þýskalandi, Ungverjalandi og Póllandi en mótið fer fram í Svartfjallalandi 4. – 14. ágúst nk. Þjálfarar U-18 ára landsliðs Íslands…
Frábær mæting var á markvarðaæfingu HSÍ síðasta sunnudag. Æfingin var í umsjá Magnúsar Inga Stefánssonar, Írisar Bjarkar Símonardóttur og Sögu Sifjar Gísladóttur. Markvarðateymi ætlar að halda áfram og næsta æfing er á sunnudaginn milli 10-11 í Víkinni. Æfingin er opin fyrir alla áhugasama markverði í karla- og kvennaflokki, þjálfara og foreldra. Markverðir eru beðnir um…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 22.02. ’22 Úrskurður aganefndar 22. febrúar 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Patrekur Stefánsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og KA í Olís deild karla þann 16.02.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 f). Með tilvísun í 10….
Olís deild kvenna | Tímabilið lengt vegna frestaðra leikja Vegna fjölda smita í vetur og fjölda leikja sem hafa þurft að fara í frestun er það niðurstaða mótanefndar HSÍ að taka þurfi upp mótið í Olís deild kvenna í heild sinni og lengja í því. Jafnframt gefst þá tækifæri til að gefa A landsliði kvenna…
Að tilmælum almannavarna vegna rauðrar viðvaranar hefur neðangreindum leikjum verið frestað til morguns: FH – Stjarnan 16-liða úrslit Coca Cola bikars kvennaValur – Haukar 8-liða úrslit Coca Cola bikars kvenna. Leikirnir fara fram á morgun kl. 19:30
A landslið kvenna | 19 manna æfingahópur Landsliðsþjálfarar A landsliðs kvenna hafa valið 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikja liðsins við Tyrkland í Undankeppni EM 2022. Landsliðið leikur gegn Tyrklandi þar ytra 2. mars og stelpurnar okkar leika svo heimaleik sinn við Tyrki 6.mars nk á Ásvöllum. Báðir leikir stelpnanna okkar verða í beinni útsendingu…
U-20 karla | Dregið í riðla á EM Dregið var í riðla fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða karla í gær. Strákarnir okkar voru í öðrum styrkleikaflokki eftir að hafa hafnað í áttunda sæti EM U-19 ára síðastliðið sumar. Ísland mun spila í D-riðli ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands, Ítalíu og Serbíu en mótið fer fram í…
Coca Cola bikarinn | Leiktímar 8-liða úrslita Coca Cola bikarsins Búið er að raða niður leikdögum og tímum á allar viðeignir 8-liða úrslita Coca Cola bikars karla og kvenna. Leikirnir verða leiknir á eftirfarandi tímum um helgina: Coca Cola bikar kvenna:Sun. 20. feb. kl. 14:00 KA/Þór – HKSun. 20. feb. kl. 16:00 ÍR – FramMán…
Yngri landslið | Æfingar og hópar í mars Yngri landslið HSÍ æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu, æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar gefa þjálfarar liðanna. U-15 ára landslið kvennaÆfingar 4. – 6. mars 2022Díana Guðjónsdóttir og…
Markmenn | Markvarðaæfing í Víkinni á sunnudaginn Boltinn rúllar áfram og komið að næstu æfingu hjá markvarðateymi HSÍ. Æfing á sunnudaginn 20. febrúar klukkan 10:00 – 11:00. Æfingin er opin öllum markvörðum í karla og kvennaflokki. Markverðirnir eru beðnir um að hafa með sér brúsa, bolta og sippuband. Kveðja Markvarðateymið!
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 15.02. ’22 Úrskurður aganefndar 15. febrúar 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Veigur Már Harðarson leikmaður Fram U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik HK U og Fram U í Grill 66 deild karla þann 12.02.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5…
Coca Cola bikarinn | Dregið í 8-liða úrslit Rétt í þessu lauk drætti í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna og drógust eftirfarandi lið saman: Coca-Cola bikar karla:Valur/HK – Vængir Júpíters/VíkingurStjarnan/KA – Grótta/HaukarHörður/FH – ÞórÍR/Selfoss – Kórdrengir/ÍBV Coca-Coca bikar kvenna:Valur – Selfoss/HaukarÍR/Grótta – Víkingur/FramFjölnir-Fylkir/ÍBV – FH/StjarnanKA/Þór – Afturelding/HK Leikir í 16-liða úrslitum fara…
Skrifstofa HSÍ | Lokað vegna jarðafarar Skrifstofa HSÍ lokar kl. 12:00 á morgun, föstudaginn 11. febrúar vegna jarðafarar Davíðs B. Gíslasonar, varaformanns HSÍ. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 14. febrúar kl. 09:00.
Coca Cola bikar yngri flokka | Dregið í undanúrslit Í morgun var dregið í undanúrslit yngri flokka í Coca-Cola bikarnum 2022, upptaka af drættinum fylgir færslunni. Viðureignir í undanúrslitum má sjá hér fyrir neðan 3. flokkur karlaSelfoss – ÍBVKA – Stjarnan / Fram 3.flokkur kvennaFram – ÍRFjölnir/Fylkir – Haukar 4. flokkur karla EldriKA – ÍR…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 08.02. ’22 Úrskurður aganefndar 08. febrúar 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Jökull H. Einarsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og Aftureldingar í 4. Flokki karla bikar þann 6.02.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í…
Andlát | Davíð B. Gíslason Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, lést á heimili sínu sl. laugardag langt fyrir aldur fram. Fyrir rétt um ári síðan greindist Davíð með illkynja krabbamein í höfði. Síðasta ár hefur farið í erfiðar meðferðir, bæði geisla- og lyfja til þess að freista þess að vinna bug á meininu, eða a.m.k…
A landslið karla | Svekkjandi tap í framlengdum leik! Í kvöld mættu strákarnir okkar Noregi í úrslitaleik um 5. sæti EM 2022. Það lið sem myndi enda í 5. sæti væri komið með farmið á HM 2023. Leikurinn byrjaði jafn og var hraðinn mikill framan af leik. Norðmenn voru svo örlítið sterkari og leiddu í…
A landslið karla | Hópurinn gegn Noregi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Noregi í dag í úrslitaleik um 5.sætið á EM 2022. 26 leikmenn eru skráðir til leiks á EM og eru 16 á leikskýrslu fyrir leikinn í dag. Leikmannahópurinn í dag er eftirfarandi:Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (44/1)Viktor Gísli…
A landslið karla | Tveir leikmenn lausir úr einangrun Eftir PCR próf landsliðsins í gær kom í ljós að tveir leikmenn losnuðu úr einangrun og geta leiki með liðinu í dag gegn Noregi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Janus Daði Smárason. Önnur PCR próf liðsins frá því í gærkvöldi reyndust neikvæð….
Bakhjarlar HSÍ | HAGI ehf og HILTI/Snickers vinnuföt gerast bakjarlar HSÍ HAGI ehf er umboðsaðili HILTI og Snickers vinnufatnaðar á Íslandi og nær saga þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis til ársins 1962. Núverandi aðsetur HAGI ehf, að Stórhöfða 37, var tekið í notkun árið 2006. Þar er fyrirliggjandi mjög rúmgóður sýningarsalur, sem geymir þverskurðinn af fjölbreyttu vöruframboði HILTI…
A landslið karla | Stórsigur gegn Svartfellingum Strákarnir okkar mættu Svartfellingum í lokaleik liðanna í milliriðli á EM í Ungverjalandi, fyrir leikinn var ljóst að sigurliðið myndi hið minnsta leika um 5. sætið á mótinu en ef allt gengur upp átti íslenska liðið möguleika á því að komast í undanúrslit. Íslenska liðið hóf leikinn af…
A landslið karla | Hópurinn gegn Svartfjallalandi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Svartfjallalandi í dag í fjórða leik strákanna okkar í milliriðli EM 2022. 26 leikmenn eru skráðir til leiks á EM og eru 16 á leikskýrslu fyrir leikinn í dag. Leikmannahópurinn í dag er eftirfarandi:Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding…
A landslið karla | Þrír leikmenn lausir úr einangrun Eftir PCR próf landsliðsins í gær kom í ljós að þrír leikmenn losnuðu úr einangrun og geta leiki með liðinu í dag gegn Svartfjallalandi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson.Önnur PCR próf liðsins reyndust neikvæð sem og hraðpróf…
A landslið karla | Styrktu strákana okkar Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa haft samband undanfarna daga og óskað eftir því að styðja við bakið á strákunum okkar og HSÍ. HSÍ hefur á síðustu vikum orðið fyrir umtalsverðri kostnaðaraukningu vegna þátttöku Íslands á EM 2022 sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi fyrir mótið. Markmið…
Úrskurður aganefndar 25. janúar 2022 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Eyþór Vestmann leikmaður Kórdrengjanna hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis og Kórdrengjanna í Grill66 deild karla þann 20.01.2022. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er…