Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Serbíu í síðasta leik riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunn að þessum sannfærandi sigri. Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Mestur varð munurinn fimm mörk í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja eftir var staðan 16:14,…
U-21 karla | Sigur á móti Chile Strákarnir okkar mættu Chile í dag í öðrum leik sínum á HM. Strákarnir tóku frumkvæðið strax í leiknum og var staðan 12-6 fyrir okkar stráka þegar liðin gengu til búningsklefa. Strákarnir okkar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu að hrista Chilemenn af sér og unnu góðan sigur 35-18….
U-21 karla | Sigur í fyrsta leik Mikilvæg 2 stig hjá U21 karla í fyrsta leik á móti Marokkó. Vörn og markvarlsa var í góðu lagi í dag en liðið náði sér engan veginn á strik sóknarlega. Strákarnir eru staðráðnir í að sýna betri frammistöðu á morgun.
Meistaradeild Evrópu | Gísli Þorgeir sá besti Um helgina var leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu í Köln og til úrslita léku lið Magdeburg og Kielce. Í liði Magdeburg leika þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Ómar Ingi hefur verið frá vegna meiðsla og sama má segja um Hauk Þrastarson leikmann Kielce. Gísli…
Evrópukeppni | Tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki HSÍ sendi skráningu til EHF í dag vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú…
Íslensku stelpurnar í U19 kvenna töpuðu síðari leik sínum gegn Færeyjum í Vestmanna í kvöld með 6 mörkum. Lokatölur voru 31-25 fyrir heimaliðið.Íslenska liðið náði því miður ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og voru þær færeysku beittari allan leikinn og leiddu í hálfleik 15-11.Síðari hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu og náðu…
U – 17 kvenna | jafntefli 27-27 Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Færeyjar í seinni æfingaleik liðanna.Fyrri hálfleikur var frábær hjá íslenska liðinu og var vörn og markvarsla til fyrirmyndar. Hálfleikstölur 15-9 Ísland í vil. Í seinni hálfleik gerðu færeysku stelpurnar áhlaup á það íslenska og náðu að minnka muninn jafnt og þétt. Lokaandartök leiksins…
U-15 kvenna | 23-17 sigur gegn Færeyjum Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag seinni leikinn sinn við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn var hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna. Ísland náði góðri forystu um miðbik fyrri hálfleiks og héldu henni til loka hálfleiks þar sem okkar stelpur leiddu í hálfleik 10-15….
U-19 ára landslið kvenna lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn janfnöldrum sínum frá Færeyjum en stelpurnar okkar eru nú staddar í Færeyjum að undirbúa sig fyrir EM í Rúmeníu í júlí. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og leiddu Færeysku stelpurnar 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Íslenska liðið af miklum krafti…
U-17 kvenna | 24-23 sigur á Færeyjum U-17 landslið kvenna sigraði fyrr í dag Færeyjar í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokaandartökum leiksins. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað hjá íslenska liðinu og höfðu færeysku stúlkurnar frumkvæðið. Hálfleikstölur 15-13 Færeyjum í vil. Í seinni hálfleik komu íslensku stúlkurnar mun beittari til leiks og…
U-15 kvenna | 26-22 sigur gegn Færeyjum Stelpurnar okkar í U-15 ára landsliðinu léku fyrr í dag við Færeyjar í Færeyjum en leikurinn er hluti af æfingaferð yngri landsliða kvenna. Leikurinn var var jafn lengi vel en okkar stelpur leiddu í hálfleik 9-12. Í seinni hálfleik var Ísland yfir allan tímann en Færeyjar áttu þó…
Heiðursmerki HSÍ | Hanna Guðrún heiðruð fyrir sinn feril Á verðlaunahófi Olís- og Grill66 deildana í gær ákvað stjórn HSÍ að heiðra Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttir handknattleikskonu. Hanna hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum í Hafnarfirði árið 1995 og hefur leikið með Haukum og Stjörnunni í efstu deild síðan þá að undanskildu einu ári þar…
Olís deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2023 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvennaHrafnhildur Hanna Þrastardóttir…
Grill66 deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2023 Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Efnilegast leikmaður Grill66 deild kvennaKatrín…
U-21 karla | 1 marks tap gegn Færeyingum Strákarnir okkar mættu Færeyingum öðru sinni í Kaplakrika fyrr í dag en bæði liðin nýta þessa leiki til undirbúnings fyrir HM í Þýskalandi og Grikklandi en það hefst síðar í mánuðinum. Það voru Færeyingar sem hófu leikinn af miklum krafti og eftir 10 mínútuna leik voru þeir…
U-17 karla | Annar sigur gegn Færeyingum Eftir góðan sigur í gær mætti 17 ára landslið karla Færeyingum öðru sinni í Kaplakrika í dag. Þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir Opna Evrópumótið og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fara fram í sumar. Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 á upphafmínútunum…
U-21 karla | 31 – 23 sigur gegn Færeyjum U-21 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Færeyjum en strákarnir okkar undirbúa sig af fullum krafti fyrir þáttöku liðsins á HM í Grikklandi og Þýskalandi í sumar. Færeyiska liðið byrjaði betur í dag en á 15 mínútu leiksins náði íslenska liðið…
U-17 karla | 26 – 24 sigur gegn Færeyjum U-17 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kaplakrika en vináttulandsleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir þáttöku liðsins í European Open í Svíþjóð og Olympíuhátið Evrópuæskunnar í Slóveníu í sumar. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið í byrjun leiks og voru yfir þar til…
Handboltaskóli HSÍ | Yfir 100 krakkar tóku þátt Handboltaskóli HSÍ fór fram í 28. skiptið um nýliðna helgi í Kaplakrika í Hafnarfirði. Yfir 100 stúlkur og drengir fædd 2010 tóku þátt í þetta skiptið en tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ. Auk fyrirlestra og hádegisverðar í boði HSÍ, æfðu krakkarnir fjórum…
Yngri landslið | Vináttuleikir gegn Færeyjum U-21 og U-17 karla leika vináttu leiki gegn Færeyjum um helgina í Kaplakrika. HSÍ og Færeyiska handknattleikssambandið hafa unnið náið saman á síðustu árum og hafa yngri landslið sambandana skipst á heimsóknum og leikið vináttulandsleiki. U-17 karla sem undirbýr sig European Open í Svíþjóð 3. – 7. Júlí og…
A landslið karla | Snorri Steinn tekur við strákunum okkar Á blaðamannafundi eftir hádegið í dag tilkynnti Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ að Snorri Steinn Guðjónsson hefði verið ráðinn þjálfari A landsliðs karla til næstu þriggja ára. Þá var einnig greint frá ráðningu Arnórs Atlasonar sem aðstoðarþjálfara. Þeir félagar eru íslenskum handknattleiksfólki góðu kunnugir, báðir…
Olísdeild karla | ÍBV er Íslandsmeistari 2023 ÍBV vann Hauka 25-23 í oddaleik úrslitakeppni Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er því Íslandsmeistari 2023! Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Til hamingju ÍBV!
U-16 karla | Æfingar 2. – 4. júní 2023 Ásbjörn Friðriksson og Haraldur Þorvarðarson hafa valið hóp til æfinga helgina 2. – 4. júní n.k. Auk þess tekur hópurinn þátt í mælingum á vegum Háskólans í Reykjavík laugardaginn 27. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler. Hópinn…
U-15 karla | Æfingar 2. – 4. júní 2023 Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa valið hóp til æfinga helgina 2. – 4. júní n.k. Auk þess tekur hópurinn þátt í mælingum á vegum Háskólans í Reykjavík laugardaginn 27. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler….
A karla | Miðasala á EM 2024 Miðasala á leiki Íslands á EM 2024 er hafin. Að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ. Þeir stuðningsmenn Íslands sem ætla að fylgja liðinu út fara inn á eftirfarandi slóð: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4 og setja kóðan EURO-ISL í Promotion code hólfið. Þá birtast…
U-17 kvenna | Hópur fyrir verkefni sumarsins Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt á EM í Svartfjallalandi 2. – 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra 9. – 12. júní. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn…
U-19 karla | Hópur fyrir verkefni sumarsins Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt í HM í Króatíu í ágúst. Til undirbúnings tekur liðið þátt í móti í Lubeck í Þýskalandi auk þess að leika vináttuleiki gegn Færeyingum ytra. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og…
Olísdeild kvenna | Valur er Íslandsmeistari árið 2023 Valskonur unnu í dag ÍBV 23-25 í spennuleik í Vestmannaeyjum tryggði sér því Íslandsmeistaratitilinn! Valur vann einvígið 3-0. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Til hamingju Valur!
Fram varð í dag Íslandsmeistarar 3.flokks karla eftir sigur á Haukum 40-35. Staðan í hálfleik var staðan 20-19 Fram í vil. Maður leiksins var valinn Reynir Þór Stefánsson leikmaður Fram en hann skoraði 10 mörk í leiknum.
Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar 3.flokks kvenna eftir sigur á Val 29-23.Staðan í hálfleik var staðan 12-9 Haukum í vil. Maður leiksins var valin Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka en hún skoraði 10 mörk í leiknum.
Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla eldri eftir sigur á ÍR 31-30 í enn einum æsispennandi úrslitaleik í Úlfarsársdalum. Staðan í hálfleik var staðan 13-11 ÍR í vil. Maður leiksins var valin Freyr Aronsson leikmaður Hauka en hann skoraði 12 mörk í leiknum.
KA/Þór varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks kvenna eftir sigur á Val 28-26 í æsispennandi framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 og í hálfleik var staðan 13-11 KA/Þór í vil. Maður leiksins var valin Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður KA/Þór en hún skoraði 14 mörk í leiknum.
Valur varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks karla yngri eftir sigur á FH 25-24 í æsispennandi leik í Úlfarsárdal þar sem úrslitadagur yngri flokka fer fram. Staðan í hálfleik var 15-13 Val í vil. Maður leiksins var valinn Gunnar Róbertsson, leikmaður Vals, en hann átti stórleik og skoraði 10 mörk.
U-21 karla | Vináttuleikir gegn Færeyjum Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið eftirtalda leikmenn sem taka þátt ívináttuleikjum við Færeyjar 3. og 4. júní á Íslandi. Æfingarnar hefjast 27. maí og fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn áSportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita…
Úrskurður aganefndar 16. maí 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
U-19 kvenna | Lokahópur fyrir verkefni sumarsins Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp fyrir sumarið. Liðið leikur tvo vináttuleiki í Færeyjum 10. og 11. júní og í lokakeppni EM í Rúmeníu dagana 6. – 16. júlí. Æfingaplan fyrir sumarið kemur inn á Sportabler á næstu dögum. Nánari upplýsingar…
Fræðsla | Þórir Hergeirsson á hátíðarfyrirlestri íþróttadeildar HR Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, heldur hátíðarfyrirlestur íþróttafræðideildar HR í tilefni 25 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 föstudaginn 26. maí klukkan 12:00-13:30. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Þórir er borinn og barnfæddur Selfyssingur og byrjaði ungur að stunda handbolta með Selfossi….
Úrskurður aganefndar 12. maí 2023 Eftirtalið mál lá fyrir og var tekið til úrskurðar: Igor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 11. maí 2023. Í agaskýrslu dómara sem liggur frammi fyrir aganefnd, kemur fram að við skoðun á framangreindu atviki…
Yngri landslið | Æfingahópar U-16 kv. og U-17 ka. Þjálfarar U-16 kvenna og U-17 karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. U-16 ára landslið kvenna Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsula Guðmundsdóttir hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga helgina 26. – 28. maí 2023. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu, æfingatímar koma inn á…
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 110 iðkendur frá 19 félögum Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Þetta er í fjórða sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir krakka fædd 2009. Að þessu sinni voru 110 iðkendur boðaðir frá 19 félögum og tóku þau þátt í æfingum helgarinnar. Iðkendur frá Víðir Garði…
Olísdeildin | Úrslitaeingvígið hefst í kvöld Fyrsti leikur úrslitaeinvígis Olísdeildar kvenna hefst í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Valsstúlkum í íÞróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Til að tryggja sér Íslandsmeistaratiltilinn þarf að vinna samtals þrjár viðureignir. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00, Seinni bylgjan byrjar sína upphitun í beinni útsendingu kl. 18:30. Miðasala á leikinn er…
Grill 66 deildin | ÍR á leiðinni í Olís deild kvenna ÍR var rétt í þessu að tryggja sér sæti í Olís deild kvenna á næsta keppnistímabili. ÍR vann Selfoss í dag í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni en þær unnu leikinn 30 – 27. Til hamingju ÍR og sjáumst í Olís deild…
A karla | Dregið í riðla EM 2024 í dag Dregið verður í riðla í dag í Düsseldorf fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í janúar í Þýskalandi. Strákarnir okkar eru í efsta styrkleikaflokki í drættinum en alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópumótinu. Hægt er að fylgjast með drættinum sem hefst 15:45 í…
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 og U-17 kvenna Þjálfarar U-17 og U-15 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Bæði þessi lið leika vináttuleiki í Færeyjum 10. og 11. júní. Þetta er loka hópur fyrir U-15 en lokahópur fyrir U-17 verður gefinn út 23. maí. Æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum….
Grill 66 deildin | Víkingar á leiðinni í Olís deild karla Víkingar voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í Olís deild karla á næsta keppnistímabili. Víkingar unnu í dag fjölni í oddaleik um laust sæti í Olís deildinni en unnu þeir leikinn í dag 23 – 22 með marki síðustu sekúndum leiksins. Til…
Úrskurður aganefndar 05. maí 2023 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Jón Bjarni Ólafsson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla þann 04.05.2023. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun til 10. gr. reglugerðar HSÍ um…
HSÍ | Kostuð meistaranámstaða í HR HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA – KARLALANDSLIÐUmsóknarfrestur er til 15. maí nk. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan…
Útbreiðsla | Valur á Reyðarfirði lék æfingaleik gegn KA Valur frá Reyðarfirði hefur í vetur boðið upp á handboltaæfingar fyrir 5. karla og í gær keyrðu 12 strákar að austan til Akureyrar þar sem þeir léku æfingaleik gegn KA. Kristín Kara Collins hefur þjálfað strákana í vetur og haldið utanum um æfingarnar á Reyðarfirði. Vonandi…
U 19 karla | Æfingar 19. – 21. maí Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 19.-21. maí 2023. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. Þjálfarar:Heimir Ríkarðsson, heimir@lrh.isEinar Jónsson, einarjonsson78@gmail.com Leikmannahópur:Andri Clausen,…
Ársþing HSÍ | Góð mæting í Laugardalshöll 66 . ársþing Handknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll síðastliðin sunnudag. 84 sátu þingið, þar af 62 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum, Helga Þórðardóttir var kjörin þingforseti. Í upphafi þings minntist þingforseti látinna félaga og risu þingfulltrúar úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Endurkjörin til næstu tveggja ára í…