U19 karla | Sigur gegn Svartfellingum í lokaleiknum U-19 ára landslið karla lék lokaleik sinn á HM gegn Svartfellingum í dag, 19. sætið var undir og voru strákarnir staðráðnir í að gera sitt besta og enda mótið á sigri. Strákarnir okkar tóku frumkvæðið strax í byrjun og leiddu megnið af fyrri hálfleik þó svo að…
U17 kvenna | Tap gegn Portúgal Íslensku stelpurnar töpuðu í dag gegn Portúgal 22-28 í krosspili og leika þvi um 15. sætið á mrgn klukkan 09:15 Íslensku stelpurnar mættu vel gíraðar til leiks og náðu strax 4 marka forystu. Portúgölsku stelpurnar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og munaði þar mest um fjölda…
U17 kvenna | Leikur gegn Portúgal Íslensku stelpurnar leika í dag gegn Portúgal í krosspili. Sigurvegar þess leika um 13. sætið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 á íslenskum tíma og er beint streymi á www.ehftv.com. Nánari umfjöllun má nálgast á www.handbolti.is
U19 karla | 5 marka tap gegn Svíum U-19 ára landslið karla lék í undanúrslitum forsetabikarsins á HM í Króatíu nú í kvöld. Ísland og Svíþjóð hafa marga hildina háð á vellinum í gegnum tíðina og eins og svo oft áður varður úr spennandi leikur. Jafnt var á með liðunum í upphafi, lítið um varnir…
U17 kvenna | 34-23 tap gegn Svíþjóð U-17 kvk tapaði í dag lokaleik sínum í milliriðli gegn sterku liði Svía. Íslensku stelpurnar héldu í við þær sænsku í fyrri hálfleik þó þær sænsku hafi verið skrefi á undan allan hálfleikinn. 16-15 hálfleikstölur. Í seinni tóku sænsku stelpurnar yfir leikinn í stöðunni 19-18 og unnu að…
U19 karla | 6 marka sigur á Bahrein U-19 ára landslið karla lék síðari leik sinn í riðlakeppni forsetabikarsins á HM í Króatíu, andstæðingar dagsins voru Bahrein og ljóst að liðið sem myndi vinna í dag endaði í 1. sæti riðilsins. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu strákarnir okkar frumkvæðinu og smám saman jókst forskotið. Þegar liðin…
U17 kvenna | 25-21 tap gegn Sviss U-17 kvk tapaði í dag sinn fyrsta leik í milliriðli gegn Sviss. Stelpurnar spiluðu frábæran varnarleik í 50 mínútur en gerðu sig sekar um klaufaleg mistök á síðustu mínútum leiksins og Svisslendingar gengu á lagið. Íslensku stelpurnar voru 17-15 yfir þegar 10 mínútur voru eftir en brösugur sóknarleikur…
U17 kvenna | Leikur gegn Sviss U-17 kvk spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli gegn Sviss klukkan 13:45. Stelpurnar tóku góðan fund í dag og fóru yfir leikplanið. Leikurinn er sýndur í beinu streymi á www.ehftv.com
U19 karla | Stórsigur gegn S-Kóreu U-19 ára landsið karla lék fyrsta leikinn í forsetabikarnum á HM í Króatíu í dag. Mótherjarnir voru Suður-Kórea, lágvaxnir en snarpir leikmenn sem spila öðruvísi handbolta en við eigum að venjast. Leikurinn fór rólega af stað og þó strákarnir okkar hafa verið með frumkvæðið allan tímann gekk illa að…
U17 kvenna | 6 marka tap gegn Tékklandi U17 kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlinum 28-22 eftir erfiðan fyrri hálfleik. Stelpurnar byrjuðu leikinn illa og náðu sér ekki á strik sóknarlega. Tékkarnir gengu á lagið og refsuðu grimmilega fyrir mistök sóknarlega. 16-7 í hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins…
U17 kvenna | Leikur gegn Tékklandi U17 kvenna leika lokaleik sinn í riðlinum þegar þær etja kappi við Tékka klukkan 18:15 á íslenskum tíma. Eftir kærkomin frídag í gær tóku stelpurnar góða æfingu og fund til undirbúnings fyrir leikinn sem sker úr um það hvort liðið fer áfram í efri milliriðil. Beint streymi er hægt…
U-19 karla | 3 marka tap gegn Egyptum U-19 ára landslið karla lék lokaleik sinn í C riðli HM í Króatíu fyrr í dag, andstæðingar voru sterkt lið Egypta. Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðri forystu, forustan var lengi vel 5 mörk en undir lok hálfleiksins fóru Egyptar að saxa…
U17 kvenna | 10 marka tap gegn Þýskalandi Stelpurnar okkar töpuðu öðrum leik sínum gegn Þýskalandi 24-34 í öðrum leik sínum á EM. Þýsku stelpurnar byrjuðu leikinn betur og komust í þægilegt forskot snemma leiks en okkar stelpur gáfust ekki upp og unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn. Hálfleikstölur 12-16 Þjóðverjum í…
U17 kvenna | Leikur gegn Þýskalandi Stelpurnar okkar etja kappi við Þýskaland í öðrum leik sínum 18:15 að íslenskum tíma. Beint streymi verður á www.ehftv.com
U19 karla | Sannfærandi sigur gegn Japan U-19 ára landslið karla lék sinn annan leik á HM í Króatíu gegn Japan í dag, eftir vonbrigði gærdagsins voru menn staðráðnir í að gera betur í dag. Eftir markaþurrð á upphafsmínútum leiksins vorum það strákarnir okkar sem tóku frumkvæðið og leiddu framan af leik. Japanir náði að…
U17 kvenna | Sigur gegn Svartfjallalandi Íslensku stelpurnar unnu frábæran sigur á Svartfjallandi í Podgorica fyrr í kvöld. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir íslensku stúlkunum og lokatölur 20-18. Vörn og markvarsla einkenndi leik íslenska liðsins og var frábært að sjá liðsheildina. Ítarlegri umfjöllun og markaskorara má finna á https://handbolti.is
U17 kvenna | Ísland – Svartfjallaland kl. 16:00 í dag Stelpurnar í U17 kvenna hefja leik á EM í Svartfjallandi í dag, þegar þær mæta heimakonum. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinu streymi á https://ehftv.com. Einnig bendum við á frekari umfjöllun um mótið á www.handbolti.is.
U19 karla | Sárt tap gegn Tékkum U-19 ára landslið karla lék sinn fyrsta leik á HM í Króatíu fyrr í dag, andstæðingarnir voru Tékkar og fyrirfram var reiknað með hörkuleik. Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti náðu 3 marka forystu snemma leiks en Tékkarnir voru þó ekki langt undan og jöfnuðu metin í stöðunni…
U-17 kvenna | Haldið af stað á EM í Svartfjallalandi U-17 ára landslið kvenna hélt af stað til Svartfjallalands þar sem þær munu taka þátt í EM. Stelpurnar eru í riðli með Svartfjallalandi, Þýskalandi og Tékklandi. Fyrsti leikur er á fimmtudaginn og munu nánari fréttir koma á miðlun HSÍ.
Íslensku drengirnir í u-17 karla sigruðu Noreg öðru sinni í dag á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Maribor í Slóveníu. Sigurinn í dag var af sætari gerðinni en Dagur Árni Heimisson skoraði sigurmark Íslands rétt áður en flautan gall. Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti á mótinu eftir góða sigra á Norðmönnum, Slóvenum og…
U17 ára landsliðið í handknattleik karla lék frábærlega gegn heimamönnum Slóvena í gærkvöldi í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Maribor. Íslensku piltarnir gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrstir til þess að vinna Slóvena og það mjög sannfærandi, 31:27. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.Mörk Íslands: Jens Bragi Bergþórsson 9, Ágúst Guðmundsson…
Nítján ára landslið karla mætti Færeyingum öðru sinni í Færeyjum í dag en leikirnir voru liður í undirbúningi fyrir HM í Króatíu sem hefst í byrjun ágúst. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Íslendingar þó ávallt skrefi á undan. Varnarleikur liðsins mun betri en í gær en staðan í hálfleik var 13-13. Strákarnir…
U 19 ára landslið karla tapaði fyrri vináttuleik sínum gegn Færeyjum, 36-33 en Færeyjar leiddu með einu marki í hálfleik, 18-17. Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Færeyingar voru sterkari á endasprettinum. Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 10, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Reynir Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Össur Haraldsson 3, Kjartan Þór Júlíusson…
Stelpurnar í U19 kvenna unnu í gær magnaðan sigur á Serbíu í úrslitaleik um 13.-14. sæti á EM í Rúmeníu. Stelpurnar okkar mættu til leiks af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Serbarnir reyndu hvað þeir gátu að taka yfirhöndina í leiknum og náðu um tíma að minnka muninn í tvö mörk, en nær…
Íslensku strákarnir í u-19 unnu frábæran sigur á þjóðverjum 21-27 í seinni leik sýnum á Nations Cup. Fyrri hálfleikur var jafn en Þjóðverjar þó með frumkvæðið og staðan 14-12 að honum loknum. Ísland skoraði fyrstu 3 mörkin í seinni hálfleik og komst yfir eftir 37 mín. Það sem eftir lifði leiks jók íslenska liðið forystuna…
Stelpurnar í U19 kvenna unnu í dag glæsilegan sigur á Norður-Makedóníu í umspilsleik um 13.-16. sæti á EM í Rúmeníu. Leikurinn fór vel af stað fyrir stelpurnar okkar sem komust í 5-1 strax eftir fimm mínútna leik. Norður-Makedónía voru þó fljótar að svara fyrir sig og náðu á skömmum tíma að snúa leiknum sér í…
Íslensku strákarnir í u19 spiluðu fyrsta leik sinn í Nations Cup í Lubeck og sigruðu jafnaldra sína frá Hollandi 34 – 27. Hollendingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru með 2ja- 4ja marka forystu allan hálfleikinn og leiddu 16-14 Þegar blásið var til leikhlés. Það var allt annar bragur á íslenska liðinu í…
Stelpurnar í U19 kvenna unnu í dag frábæran sigur á Króatíu í seinni leik sínum í milliriðli á EM í Rúmeníu. Stelpurnar okkar byrjuðu sannarlega af krafti og tóku snemma stjórnina í leiknum. Staðan í hálfleik var 18-14 Íslandi í vil. Í síðari hálfleik bættu stelpurnar okkar heldur betur í og sigldu hægt og bítandi…
Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag gegn Hollandi í fyrri leik liðsins í milliriðlum EM U19-ára landsliða í Rúmeníu. Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn í dag og frammistaðan miklu mun betri en gegn Portúgal á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að spila sig í fjölmörg dauðafæri framan af leik, en markvörður…
Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag gegn Portúgal í þriðja og síðasta leik liðsins í riðlakeppni EM U19-ára landsliða í Rúmeníu. Skemmst er frá því að segja að íslenska liðið sá aldrei til sólar í leik dagsins gegn sterku liði Portúgals. Fyrri hálfleikurinn var afar erfiður fyrir stelpurnar okkar sem náðu aldrei almennilegum takti…
U-17 karla | 5. sætið á European Open Strákarnir í U-17 ára landsliðinu léku í dag síðasta leik sinn á European Open þegar þeir mættu Króötum í leik um 5. sæti keppninnar. Strákarnir mættu vel gíraðir til leiks og voru með frumkvæðið meiri hluta fyrri hálfleiks en á síðstu 5 mínútum hálfleiksins fóru þeir að…
Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu í dag gegn Þýskalandi í öðrum leik sínum á EM U19-ára landsliða sem fer fram í Rúmeníu. Það var miklu meiri kraftur í íslenska liðinu í leiknum í dag sem byrjaði leikinn afar vel. Um miðjan fyrri hálfleik náðu stelpurnar okkar að síga fram úr þeim þýsku og náðu mest…
U19-ára landslið kvenna tapaði í dag opnunarleik sínum á EM gegn heimastúlkum í Rúmeníu. Leikurinn fór fjörlega af stað og jafnt var á með liðunum fyrstu 15 mínúturnar eða svo. Í stöðunni 10-10 náðu Rúmenarnir góðum spretti og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 22-14 Rúmeníu í vil. Í síðari hálfleik náði íslenska…
Dregið var í riðla fyrir HM 2023 kvenna sem haldið verður í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í dag. Stelpurnar okkar leika í D-riðli mótsins og verður hann leikinn í Stavangri í Noregi. Með Íslandi í riðli verða Frakkland, Slóvenía og Angóla. Leikjadagskrá Íslands í D-riðli er eftirfarandi: 30. nóvember Ísland – Slóvenía 02.desember Ísland –…
U-17 karla | Enduðu milliriðli á sigri Milliriðlunum lauk í dag hjá strákunum í U17 þegar þeir léku gegn Ísrael. Fyrir leikinn var vitað að sigurvegarinn myndi spila um 5. sæti mótsins en tapliðið um 7. sætið. Það var því mikið í húfi og sást það á fyrstu mínutum leikins þar sem að leikmenn voru…
U-17 karla | Tveir leikir í milliriðli á European Open Milliriðill European Open hófst í dag með tveimur leikjum hjá U-17 ára landsliði karla. Fyrri leikur dagsins var gegn sterku liði Frakka sem unnu sinn riðil. Janfræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og mikil barátta hjá íslensku strákunum á báðum endum vallarins. Liðin…
U-17 karla | European Open hélt áfram í dag Riðlakeppni European Open kláraðist í dag með tveimur leikjum hjá U-17 ára landsliði karla. Fyrri leikur dagsins var gegn heimamönnum í Svíþjóð en fyrir fram var vitað að þetta erfiður leikur þar sem Svíar eru með hörkulið í þessum aldursflokki. Janfræði var með liðunum á fyrstu…
U-21 karla | Strákarnir komnir heim með bronsið U-21 landslið karla kom heim í gær eftir frábæran árangur á HM 2023. Liðið flaug heim frá Berlín með Icelandair og hélt við komuna til landssins í Minigarðinn þar sem HSÍ var með móttöku fyrir leikmenn og aðstandur þeirra. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ ávarpaði hópinn og…
U-17 karla | European Open hófst í dag Strákarnir í U-17 ára landsliðinu hófu leik á European Open mótinu í Gautaborg í dag þegar að tveir fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram en í riðlakeppninni er leikið 2×20 mínútna leiki. Fyrri leikur dagsins var gegn Lettum en í þeim leik byrjuðu Lettar betur og komust í 2-0…
Skrifstofa HSÍ | Breyttur opnunartími í sumar Vegna sumarleyfa starfsmanna verður breyttur opnunartími á skrifstofu HSÍ í sumar. Skrifstofan verður opin frá 10:00 – 14:00 frá 4. júlí til 7. ágúst nk.
A kvenna | Stelpurnar okkar á leiðinni á HM Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012. Íslenska liðið…
Strákarnir okkar leika um bronsverðlaun á morgun. Liðið tapaði fyrir sterku liði Ungverja í dag með sjö marka mun í undanúrslitum, 37:30, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 19:14. Ungverjar voru einfaldlega betri en við á öllum sviðum og áttu sigurin skilið. Strákarnir okkar leika um bronsið á morgun við Serba kl….
U-21 karla | Undanúrslit í beinni á RÚV RÚV hefur ákveðið að vera með undanúrslitaleik Íslands og Ungverjalands í U-21 karla á HM í beinni útsendingu á RÚV 2. Leikurinn fer fram á morgun og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. RÚV verður einnig með leikina um sæti á sunnudaginn í beinni útsendingu á RÚV…
U-21 karla | Strákarnir okkar leika til undanúrslita á morgun Strákarnir okkar léku gegn Portúgal í 8-liða úrslitum HM U-21 árs landslið í gær en Portúgalir enduðu í 2. sæti í EM í fyrra og því ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Það voru leikmenn Portúgal sem hófu leikinn betur og leiddu framan af…
U-21 karla | 8-liða úrslit gegn Portúgal í dag U-21 landslið karla mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum HM í Berlín. Leikurinn hefst kl. 13:45 og verður hann í beinni útsendingu á eftirfrandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=WHBZ2XZVJcg Handbolti.is fylgdi strákunum til Berlínar og verður textalýsing á handbolti.is frá leiknum fyrir þá sem ekki hafa tök á…
EHF | Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í Heiðurshöll EHF Rétt í þessu lauk galakvöldverði EHF þar sem fagnað var 30 ára afmæli Evrópska handknattleikssambandinu í Vínarborg. Af því tilefni ákvað EHF að kynna fyrstu 60 leikmenn sem skarað hafa framúr á handboltavellinum síðustu 30 ár inn í Heiðurshöll EHF. Fyrstu leikmennirnir í heiðurshöllina…
Strákarnir okkar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins með góðum sigri á Egyptum. Strákarnir léku frábærlega í 45 mínútur en slökuðu full mikið á síðustu 15 mínúturnar. Lokatölur leiksins voru 29-28 í skrautlegum handboltaleik. Strákarnir ferðast til Berlínar á morgun og mæta þar Portúgal í 8-liða úrslitum á fimmtudaginn kl. 13:45. Mörk Íslands: Andri Már…
Strákarnir okkar unnu mikilvægan sigur á Grikkjum í dag. Heimamenn voru yfir allan fyriri hálfleikinn og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15:14, Grikkjum í vil. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fjögra marka forustu 21-17. Góður endasprettur hjá okkar drengjum gerði það að verkum að strákarnir náðu að landa mikilvægum…