Fræðslumál | Vel sóttir fyrirlestrar hjá Þóri og Hafrúnu
Síðasta laugardag stóð HSÍ í samstarfi við Arion banka fyrir fræðsludegi i höfuðstöðvum Arion banka. Þór Hergeirsson, einn sigursælasti handknattleiksþjálfari sögunnar ásamt því að Hafrúnu Kristjánsdóttur, prófessor og deildarforseta við íþróttadeild Háskólans í Reykjavík héldu fyrirlestra.
Þórir hélt tvo fyrirlestra á laugardaginn og í þeim fyrri fjallaði hann um afreksstarf og sá síðari Stefna, fag og ferðalagið að árangri. Hafrún fjallaði í sínum fyrirlestri um mikilvægi sálfræðilegra þátta í árangri og vellíðan afreksmanna.
Fræðsludagurinn í Arion banka var vel sóttur og mættu þar iðkendur, þjálfarar og aðrir sem tengjast íþróttahreyfingunni frá fjölmörgum íþróttagreinum.
HSÍ vill þakka Arion banka, Þóri Hergeirssyni og Hafrúnu Kristjánsdóttur fyrir að leggja verkefninu lið og gera þetta að veruleika.


