Handbolti.is, hefur verið opnaður á veraldarvefnum. Þar er haldið úti öflugum fréttaflutningi af handknattleik, bæði innanlands og utan, af þeirri íþrótt sem hefur sameinað þjóðina á ótal gleðistundum í gegnum tíðina.
Auk fregna af innlendum og erlendum vettvangi og landsliðum Íslands í öllum aldursflokkum er ætlunin að vera með fingur á púlsi fjölmenns hóps íslensks handknattleiksfólks og þjálfara sem starfa utan landssteina Íslands. Og ekki stendur til að gleyma dómurunum.
Handbolti.is verður opinn fyrir skoðunum þeirra sem að íþróttinni koma og vilja viðra á opinberum vettvangi. Ýmislegt fleira er í bígerð.
Handbolti.is er gefinn út af Snasabrún ehf, sem er í eigu Ívars Benediktssonar, blaðamanns, og Kristínar B. Reynisdóttur sjúkraþjálfara. Ívar er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Hann var í hart nær aldarfjórðung íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu og mbl.is og fylgdist á þeim tíma grannt með handknattleik, jafnt innanlands sem utan.
Vefurinn er hannaður af Daníel Rúnarssyni hjá Kasmir vefhönnun. Merki vefjarins teiknaði Pétur Baldvinsson.
Veffang: handbolti.is
Netfang: handbolti@handbolti.is / ivar@handbolti.is
Handbolti.is er einnig að finna á Instagram (handboltiis), Twitter (@handboltiis) og Facebook (Handbolti.is).