Það var fullt hús í Strandgötunni í kvöld þegar Haukar mættu Valsmönnum í úrslitaleik FÍ deildarbikarsins.
Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínúturnar en seinustu 10 mínútur fyrri hálfleiks slitu Haukarnir sig frá Valsmönnum með góðum leikkafla. Staðan í hálfleik 15-10 Haukum í vil.
Í seinni hálfleik lögðu Valsmenn allt í sölurnar en Haukar voru alltaf skrefinu á undan og leiddu mest allan hálfleikinn með 3-5 mörkum. Undir lokin náðu Valsmenn þó að minnka muninn niður í eitt mark, en allt kom fyrir ekki. Haukar skoruðu seinasta markið og tryggðu sér sigur, 28-26.
Markaskorarar Hauka:
Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Einar Pétur Pétursson 4, Heimir Óli Heimisson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Egill Eiríksson 2, Þröstur Þráinsson 1, Andri Björn Ómarsson 1.
Markaskorarar Vals:
Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Alexander Örn Júlíusson 4, Daníel Þór Ingason 4, Gunnar Harðarson 3, Atli Már Báruson 2, Vignir Stefánsson 2.