Evrópukeppni | Valskonur leika til úrslita
Valskonur leika til úrslita í Evrópubikar kvenna eftir að liðið vann sannfærandi sigur á sunnudaginn í N1 höllinni gegn MSK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu 30 – 20.
Í morgun var dregið í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg og leikur Valur fyrri úrslitaleikinn gegn Conservas Orbe Zendal BM á Spáni í borginni Porrina 10. eða 11. maí. Síðari úrslitaleikurinn fer fram í N1 höllinni 17. eða 18. maí.
Miðasalan á úrslitaleikinn hefst á næstu dögum og munum við fjalla um það á miðlum HSÍ. Leggjumst á árarnar með Valsstúlkum og fjölmennum á úrslitaleikinn.