Ísland og Þýskaland mættust í vináttulandsleik karla í handknattleik í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Ísland sigraði 25:24 eftir jafnan leik en staðan að loknum fyrri hálfleik var 12:12.
Björgvin Páll Gústavsson tryggði Íslendingum sigur með góðri markvörslu í síðustu sókn Þjóðverja. Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið á 59. mínútu en hann var áræðinn í skyttustöðunni vinstra megin í leiknum. Hann var markahæstur ásamt Alexander Peterssyni en þeir skoruðu 5 mörk hvor. Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í fyrri hálfleik og Björgvin 7 í þeim seinni en þar af voru tvö vítaköst.
Þjóðverjar sigruðu í fyrri leik liðanna í gær 31:24 og unnu liðin því sitt hvorn leikinn í þessari heimsókn Þjóðverja.
Íslenska liðið nokkuð öfluga vörn á köflum í leiknum og það var jákvætt. Sóknarleikurinn var upp og ofan en gekk ágætlega í stöðunni 6 á móti 6. Þá var leikurinn í járnum en sveiflurnar í leiknum komu þegar annað hvort liðið missti mann út af í 2. mínútur.
Tekið af mbl.is.