Í tölvupósti frá EHF sem barst í hádeginu í dag kemur fram að stjórn EHF hefur ákveðið að fresta öllum leikjum á vegum sambandsins í apríl og maí.
Þá hefur einnig verið teiknað upp plan fyrir sumarið en en þó með þeim fyrirvara að það fari eftir því hvernig Covid-19 faraldurinn þróast í Evrópu næstu vikurnar.
Áætlun EHF fyrir sumarið má sjá hér fyrir neðan (þó aðeins það sem tengist íslenskum liðum):
1. – 7. júní:
- Undankeppni fyrir EM kvenna, 3. – 6. umferð. Allir leikir spilaðir á einum stað frá miðvikudegi til sunnudags, haldið af einu liðanna í riðlinum. Ísland í riðli með Króatíu, Frökkum og Tyrklandi.
- Challenge Cup karla áttaliða úrslit (fyrri leikur á mið/fim, seinni leikur á lau/sun). Valur leikur gegn Halden frá Noregi.
22. – 28. júní:
- Challenge Cup karla, úrslitahelgi með tveimur leikdögum. Með svipaðu sniði og Meistaradeildin og EHF Cup hafa verið spiluð undanfarin ár.
29. júní – 5. júlí:
- Umspilsleikir fyrir HM karla (fyrri leikur á mið/fim, seinni leikur á lau/sun), þetta hefur þó ekki verið staðfest ennþá þar sem IHF þarf líka að koma að þessari ákvörðun.
- U-20 ára landslið karla átti að spila á EM í Austurríki og á Ítalíu 2. – 12. júlí, því hefur verið frestað til 13. – 23. ágúst og verður þá spilað samhliða EM U-18 (sem fer fram í Slóveníu).
- U16 ára landslið kvenna á að spila á European Open í Gautaborg í Svíþjóð 29. júní – 3. júlí. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þetta mót verði fært en EHF er í sambandi við mótshaldara í Svíþjóð vegna framhaldsins.
Þá er líka komnar nýjar dagsetningar á úrslitahelgar í Evrópukeppnum:
- 22. – 23 ágúst VELUX EHF Final4 í Köln (Meistaradeild karla)
- 29. – 30. ágúst EHF Cup Finals í Berlín (EHF Cup karla
- 5. – 6. septemer DELO EHF Final4 í Búdapest (Meistaradeild kvenna)
Nánar er hægt að lesa um þessar breytingar á heimasíðu EHF, SJÁ HÉR.