Í morgun var dregið í fyrstu umferðir í Evrópukeppnum félagsliða en fjögur íslensk lið voru í pottinum að þessu sinni. Í karlaflokki voru það ÍBV og Haukar sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup) en í kvennaflokki voru það ÍBV og Fram og tekur ÍBV þátt í Evrópukeppni félagasliða (EHF Cup) en Fram tekur þátt í Áskorendakeppni Evrópu (Challenge Cup).
Fram hefur leik í 3.umferð í Áskorendakeppninni og mætir gríska liðinu Gas Megas Alexandros Giannitson. Leikirnir munu fara fram 15./16. nóvember og 22./23. nóvember. Fram á fyrri leikinn á heimavelli.
Kvennalið ÍBV hefur leik í 2.umferð Evrópukeppni félagsliða og mætir ítalska liðinu Jomi Salerno. Leikirnir munu fara fram 18./19. október og 25./26. október. ÍBV á síðari leikinn á heimavelli.
Karlalið ÍBV hefur leik 1.umferð og mætir ísraelska liðinu Maccabi Rishon Lezion. Leikirnir munu fara fram 06./07. september og 13./14. september. ÍBV á fyrri leikinn á heimavelli.
Haukar hefja leik 1.umferð og mætir rússneska liðinu Dinamo Astrakhan. Leikirnir munu fara fram 06./07. september og 13./14. september. Haukar eiga fyrri leikinn á heimavelli.