Fyrstu tvær helgarnar í janúar verða dómarar og eftirlitsmenn frá Íslandi á faraldsfæri.
Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Sviss og Úkraínu í forkeppni HM en leikið verður í Sviss sunnudaginn 5.janúar.
Þá mun Ingvar Guðjónsson dæma leik Eistlands og Lettlands í Forkeppni HM ásamt félaga sínum frá Færeyjum, Eydun Samuelsen, en leikið verður í Eistlandi laugardaginn 11.janúar.
Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á undankeppnisriðli hjá u-18 ára landsliðum karla en í riðlinum eru Danmörk, Frakkaland, Búlgaría og Bosnía. Leikið verður í Danmörku dagana 10.-12. janúar.
Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik Hollands og Ísrael í forkeppni HM en leikið verður í Hollandi sunnudaginn 12.janúar.