Haldið verður aukanámskeið fyrir ritara og tímaverði fimmtudaginn 20. september kl. 17:00-18:30. Námskeiðið fer fram í fundarsölum ÍSÍ á 3. hæð í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Allir þeir sem munu starfa í efstu deildum karla og kvenna, sem ritarar eða tímaverðir veturinn 2018-2019 þurfa að sækja námskeiðið sem líkur með prófi.
Félög sem taka þátt í efstu deild mfl. karla og kvenna er skylt að hafa lágmark 4 starfsmenn, sem hafa tekið námskeið í ritara- og tímavörslu. Þessir starfsmenn ásamt virkum B og C-stigs dómurum eru þeir einu sem geta starfað sem ritarar- og tímaverðir í efstu deild meistaraflokks karla og kvenna. Félag skal tilnefna aðila til að sjá um að þessir starfsmenn þekki vel til verka og sé kynnt reglulega leiðbeiningar um störf þeirra.
Rétt er að benda á að próf ritara- og tímavarða gilda í 2 ár og skulu þeir því gangast undir námskeið og próf annað hvort ár. Þeir ritarar og tímaverðir sem tóku próf haustið 2017 þurfa því ekki að mæta en eldri námskeið/próf gilda ekki fyrir veturinn 2018-2019.
Þetta er síðari námskeiðið sem haldið er þetta haustið.
Nánari upplýsingar hjá magnus@hsi.is