Dómaranefnd HSÍ heldur 2 námskeið fyrir tímaverði og ritara í ágúst og september.
Þriðjudaginn 30. ágúst milli kl.17.30 og 19.00 verður haldið
endurmenntunarnámskeið fyrir þá tímaverði og ritara sem áður hafa sótt námskeið hjá HSÍ. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Hauka í Schenkerhöllinni. Á námskeiðinu verður farið yfir breytingar á leikreglum og almenn atriði rifjuð upp.
Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 26.ágúst nk.
Almennt námskeið fyrir tímaverði og ritara verður haldið þriðjudaginn 13.september milli kl.18.30 og 22.00. Mikilvægt er að allir sem hyggjast starfa sem tímaverðir og ritarar á leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, og sóttu ekki námskeið á síðasta ári, mæti á þetta námskeið. Námskeiðið verður haldið í fundaraðstöðu ÍSÍ í Laugardal.
Skráning fer fram á robert@hsi.is fyrir föstudaginn 9. september nk.