Undanúrslitaleikir meistaraflokks karla fara fram í Laugardalshöll  næsta fimmtudag, 5. mars.



Klukkan 18 – ÍBV – Haukar.


Klukkan 20.30 – Afturelding – Stjarnan.


Hversu oft í undanúrslitum?

Haukar eru nú með í nítjánda sinn.

ÍBV er nú með í níunda sinn  – auk þess komst Þór Ve. einu sinni í undanúrslit, 1983.

Afturelding er nú með í sjötta sinn.

Stjarnan er nú með í þrettánda sinn.


Hversu oft unnið leik sinn í undanúrslitum?

ÍBV þrisvar sinnum  –  þrisvar sinnum  orðið bikarmeistari.

Haukar átta sinnum  –  sjö sinnum orðið bikarmeistari.

Afturelding þrisvar  sinnum  –  einu sinni orðið bikarmeistari.

Stjarnan átta sinnum – fjórum sinnum orðið bikarmeistari.

Afturelding og Stjarnan hafa ekki fyrr mæst í undanúrslitum.

Haukar og ÍBV hafa tvisvar leitt saman hesta sína í undanúrslitum:

2015, ÍBV  – Haukar, 23:21.

2018, ÍBV – Haukar, 27:25.           .

Önnur lið sem hafa komist í undanúrslit frá því að bikarkeppnin hófst í karlaflokki 1974.

Valur (29), FH (22), Fram (19), Víkingur (18), ÍR (9), HK (8), KA (7), Selfoss (7), KR (5), Grótta (4), Akureyri handboltafélag  (3), Þróttur Reykjavík (3), Grótta/KR (2), Ármann (1), Breiðablik (1), Fjölnir (1), Leiknir Reykjavík (1), Þór Vestmannaeyjum (1).

Hægt er að kaupa miða á leikina á 

www.tix.is

 en frítt er inn á úrslitaleiki yngri flokka á föstudaginn og sunnudaginn.

#handbolti #cocacolabikarinn