Spenna var í loftinu í dag á blaðamannfundi í Laugardalshöll með þjálfurum og fyrirliðum liðanna átta sem taka þátt í Coca Cola bikarhelginni í meistaraflokki kvenna og karla í næstu viku. Slegið var á létta strengi á milli þess sem litið til leikjanna af alvöru og með eftirvæntingu.
Fyrirliðar og þjálfara liðanna sátu fyrir svörum í panel auk þess sem fjölmiðlum gafst að vanda rúm til þess að taka sín viðtöl.

Veislan í úrslitahelgi Coca Cola bikarnum hefst á miðvikudaginn 4. mars með undanúrslitaleikjum í meistaraflokki kvenna. Þar eigast við KA/Þór og Haukar annarsvegar klukkan 18 og Valur og Fram hinsvegar klukkan 20.30.

Daginn eftir, fimmtudaginn 5. mars, eigast við ÍBV og Haukar í meistaraflokki karla klukkan 18 og klukkan 20.30 Afturelding og Stjarnan.
Félögin sem eiga í hlut eru þegar byrjuð með försölu aðgöngumiða á undanúrslitaleikina. Forsalan er nánar kynnt á heimasíðum félaganna og á samfélagsmiðlum.
Föstudaginn 6. mars verður leikið til úrslita í Coca Cola bikar 3. flokks klukkan 18 og 20.
Laugardaginn 7. mars fara fram úrslitaleikirnir í meistaraflokki kvenna og karla. Kvennaleikurinn hefst klukkan 13.30 og en karlaleikurinn verður flautaður á klukkan 16.

Á sunnudeginum 8. mars verða háðir úrslitaleikirnir í 4.flokki kl. 12, 14 og 16.

Ókeypis aðgangur verður á úrslitaleikina hjá yngri flokkunum. Leikjum þeirra verður ekki streymt á samfélagsmiðlum HSÍ.
Allir leikir Coca Cola helgarinnar fara fram í Laugardalshöll og verður sama umgjörð um alla leikina hjá öllum flokkum.
#handbolti

#cocacolabikarinn