Valur vann þriggja marka sigur á Fram í miklum spennuleik Reykjavíkurliðanna nú í kvöld.
Valsliðið byrjaði betur og leiddi með 4 mörkum í hálfleik, 13-9.
Í síðar hálfleik breytti Framliðið um varnarleik og náði þannig að komast aftur inn í leikinn. Fram liðið jafnaði þegar 15 mínútur voru eftir en á lokakaflanum voru það Valsarar sem voru sterkari og unnu þriggja marka sigur, 25-22.
Ingvar Ingvarsson markvörður Vals var valinn maður leiksins en hann lokaði markinu á löngum köflum í síðari hálfleik.