Í gær fór fram úrslitakeppni yngri flokka í Coca Cola bikarnum og fengu yngri flokkarnir sömu umgjörð og meistararflokkar karla og kvenna.

Mikil og góð stemming var í Laugardalshöll á öllum leikjum og reiknast okkur til að meðaltal áhorfenda á leik hafi farið vel yfir 500. Voru liðin kvött áfram af stuðningsmönnum sínum og allir leikir dagsins voru í beinni útsendingu, 4.fl. á SportTV og 3.fl. á RÚV. Landsliðsþjálfarar yngri landsliða afhentu verðlaun dagsins en Guðjón Valur Sigurðsson aðstoðaði þá við afhentigu í leikjum 3.flokks.

Úrslit dagsins voru eftirfarandi:



4. flokkur kvenna yngri:

Haukar – ÍBV 24-23, Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum var valin maður leiksins.

4. flokkur karla yngri:

Fram – ÍR 26-20, Kjartan Þór Júlíusson úr Fram var valinn maður leiksins.

3. flokkur kvenna:

Fram – Fylkir 28-22, Lena Margrét Valdimarsdóttir úr Fram var valin maður leiksins.

3. flokkur karla:

Fjölnir/Fylkir – FH 32-27, Hafsteinn Óli Romos Rocha úr Fjölni/Fylki var valinn maður leiksins.

4. flokkur kvenna eldri:

Grótta – ÍR 19-17, María Lovísa Jónsdóttir úr Gróttu var valin maður leiksins.

4. flokkur karla eldri:

Valur – Víking 29-22, Tryggvi Garðar Jónsson úr Val var valinn maður leiksins.

HSÍ vill þakka öllum þeim sem komu að bikarhelginni; leikmönnum, þjálfurum, aðstandendum liðanna, áhorfendum og síðast en ekki síst þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til.