Valur hrósaði í kvöld sigri í Coca Cola bikar karla og kvenna í 3. flokki þegar leikið var til úrslita í Laugadalshöll. Í 3. Flokki kvenna vann Valur sigur á KA/Þór, 33:20, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.
Elín Rósa Magnúsdóttir, úr Val, var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.
Hjá piltunum áttust við Valur og HK. Var þar um hörkuleik að ræða þótt Valur hafi haft tögl og hagldir frá upphafi til enda. Fjórum mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:13. HK náði að minnka muninn í tvö mörk nokkrum sinnum í síðari hálfleik en komust ekki nær.
Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn besti maður leiksins en hann skoraði 13 mörk fyrir Val.
Valur – KA/Þór, 33:20
Mörk Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Ída Margrét Stefánsdóttir 5/4, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Andrea Gunnlaugsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 10 (þaraf 2 til mótherja). Signý Pála Pálsdóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Telma Lísa Elmarsdóttir 8/6, Anna Marý Jónsdóttir 7, Júlía Sóley Björnsdóttir 2, Arnheiður Harðardóttir 1, Anna Þyri Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Maren Bjarnadóttir 8 (þaraf 3 til mótherja).
Valur – HK, 29:25
Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 13, Andri Finnsson 4, Jóel Bernburg 4, Óðinn Ágústsson 4, Sigurður Bjarni Thoroddsen 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Þorgeir Arnarsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 17, Jón Sigfús Jónsson 2.
Mörk HK: Sigurður Jefferson Guarino 7, Kári Tómas Hauksson 5, Blær Hinriksson 3, Kristján Pétur Barðarson 3, Símon Michael Guðjónsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Styrmir Máni Arnarsson 2.
Varin skot: Gabríel Máni Sigurðsson 3, Kjartan Bogi Jónsson 3.
Keppni heldur áfram í Coca Cola bikarnum í handknattleik í Laugardalshöll á morgun. Þá fara fram úrslitaleikir meistaraflokks kvenna og karla. Í kvennaflokki mætast Fram og KA/Þór klukkan 13.30 og í karlaflokki ÍBV og Stjarnan klukkan 16.
Leikið verður til úrslita í 4.flokki karla og kvenna í Coca Cola bikarnum á sunnudaginn en þá verður lokadagur fimm daga handboltaveislu Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll.
Miðasala á leiki laugardagsins er á tix.is en ókeypis aðgangur er úrslitaleiki 4.flokks á sunnudaginn.
#cocacolabikarinn #handbolti