Nú í kvöld vann Grótta ótrúlegan sigur á Haukum í tvíframlengdum leik.
Haukar náðu góðri forystu snemma í leiknum en Grótta minnkaði muninn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, staðan í hálfleik 11-13.
Í síðari hálfleik slitu Haukar sig aftur frá Gróttu, en Gróttustúlkur komu sterkar tilbaka og eftir æsispennandi lokamínútur var staðan 24-24 og því framlengt.
Það var áfram spilaður frábær handbolti í framlengingunni og eftir 10 mínútur var staðan ennþá jöfn 28-28. Í annarri framlengingu var það hinsvegar Grótta sem tryggði sér sigur í þessum magnaða handboltaleik, 30-29.
Það verður því Grótta sem mætir Stjörnunni í úrslitum Coca-Cola bikarsins á laugardaginn kl.13.30.