Fram og KA/Þór mætast í úrslitaleik kvenna í Coca Cola bikarnum í handknattleik kvenna á laugardaginn klukkan 13.30 í Laugardalshöll.  Fram vann Val, 23:17, í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld og KA/Þór lagði Hauka, 22:21, í hörkuspennandi leik. Þetta verður í fyrsta sinn sem KA/Þór leikur til úrslita í Coca Cola bikarnum en í 21.sinn sem Fram leikur til úrslita í keppninni sem fram fer í 45. skipti að þessu sinni.

Þór Akureyri mætti Fram í úrslitum keppninnar fyrir 40 árum. Er það í eina skipti sem lið frá Akureyri hefur leikið til úrslita í bikarkeppninni í kvennaflokki.

Leikur KA/Þórs og Hauka var lengst af jafn og spennandi ef undan eru skildar upphafsmínúturnar í báðum hálfleikur. Jafnt var á öllum tölum frá miðjum síðari hálfleik þar til undir lokin að KA/Þór komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir, 22:20.

Einstefna var hinsvegar í viðureign Fram og Vals. Framliðið lék frábæran varnarleikur og markvarsla Hafdísar Renötudóttur var framúrskarandi. Fram var ellefu mörkum yfir þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Mörk KA/Þórs: Ásdís Guðmundsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4/4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 14/1 (þar af þrjú til móthherja).

Mörk Hauka: Berglind Benediktsdóttir 4, Sara Odden 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2/1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.

Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 22 (þaraf 10 aftur til mótherja).

Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu leikinn.

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7/1, Hildur Þorgeirsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2/1, Karen Knútsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 19/1 (þaraf 6 til mótherja).

Mörk Vals: Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 2, Sandra Erlingsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 10 (þaraf 1 til mótherja). Andrea Gunnlaugsdóttir 2.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Undarúrslitaleikur karla fara fram í Laugardalshöll á morgun. Klukkan 18 eigast við ÍBV og Haukar og klukkan 20.30 mætast Afturelding og Stjarnan.

Hægt er að kaupa miða á leikina í Coca Cola bikarnum á 

www.tix.is

 en frítt er inn á úrslitaleiki yngri flokkana á föstudag og á sunnudag.

#handbolti #cocacolabikarinn