Fram og Haukar mætast í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á laugardag kl. 13.30 í Laugardalshöll. Þetta varð ljóst eftir að Haukakonur löggðu KA/Þór í hörkuleik um laust sæti í úrslitum 23-21. 

Haukar virtust ætla að sigla leiknum heim strax í fyrri hálfleik með öflugri byrjun, 7-3. Stelpurnar að norðan komu sér þó inn í leikinn aftur með frábærum varnarleik og skyndilega var staðan orðin 8-8. Þetta áhlaup kostaði KA/Þór orku og Haukarnir nýttu sér það, komu sér aftur í þægilega stöðu inn í hálfleikinn, 13-8.

Stelpurnar að norðan mættu þó gríðarlega sterkar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og ljóst að seinni hálfleikurinn yrði gríðarlega spennandi. Það varð rauninn og minnst varð munurinn eitt mark Haukum í vil. Þær sigldu svo leiknum heim undir lokin og unnu tveggja marka sigur, 23-21.

Markaskorarar Hauka:

Berta Rut Harðardóttir 9, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 3, María Pereira 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 13 skot.

 

Markaskorarar KA/Þórs:

Martha Hermannsdóttir 6, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Ásdís Sigurðardóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1.

Sunna Guðrún Pétursdóttir varði 3 skot.

Sem fyrr segir, þá leika Fram og Haukar til úrslita og hefst leikurinn kl. 13.30 á laugardag.

Tryggið ykkur miða á
tix.is.