U-18 ára landslið karla æfði í Bemax-höllinni í Podgorica í morgun en EM hefst í kvöld. Fyrstu andstæðingarnir eru nágrannar okkar frá Færeyjum og hefst leikurinn kl 17.30 að íslenskum tíma. Sýnt er frá öllum leikjum mótsins og má finna hlekk á streymið hér fyrir neðan. Ath að hægt er að kaupa aðgang að stökum…
U-18 karla | Sigur gegn Íran U-18 ára landsliðið karla mætti Íran í lokaleik sínum á 4 liða móti í Ungverjalandi fyrr í dag. Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 8-1 eftir 10 mínútna leik en þá fundu Íranir taktinn minnkuðu smám saman muninn eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar…
U-18 karla | Leikið gegn Slóvenum kl. 13.45 U-18 ára landslið karla mætir Slóveníu í 4 liða mótinu sem fram fer í Bakatonboglár í Ungverjalandi í dag. Það má reikna með hörkuleik en Slóvenar unnu Íran frekar þægilega í gær á meðan strákarnir okkar unnu sannfærandi sigur á heimamönnum. Leikurinn hefst kl 13.45 að íslenskum…
U16 | Frábær sigur á Noregi U16 ára landslið kvenna sigraði Noreg 18-15 í lokaleik liðsins í riðlakeppni á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Íslandi. Leikurinn var frábærlega spilaður að hálfu Íslands og þá sér í lagi varnarleikurinn og leiddi íslenska liðið allan leikinn. Með sigrinum fór…
Stelpurnar í U20-kvenna töpuðu í dag gegn Svíum í hörkuleik, 33-31 í umspili um að leika um 5.-6. sætið á HM í Skopje. Leikurinn fór af stað í járnum, en Svíarnir voru þó lengi af skrefi á undan stelpunum okkar og leiddu með einu til tveimur mörkum. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn náði Svíþjóð…
A karla | Ísland – Eistland á morgun Strákarnir okkar tóku daginn snemma í morgun og tók landsliðið fund með þjálfarateyminu í fundarsal ÍSÍ kl. 10:15 í morgun. Þar fór þjálfarateymið vel yfir síðustu leiki Eistlands og setti línurnar fyrir morgundaginn. Kl. 11:00 byrjaði æfing hjá landsliðinu í Laugardalshöllinni. Í upphafi æfingar óskuðu strákarnir Guðna…
Nýtt meistaranám í íþróttavísindum með áherslu á frammistöðugreiningu í íþróttum Meginmarkmið frammistöðugreiningar í íþróttum, m.a. handbolta, er að aðstoða þjálfara og leikmenn við að taka betri ákvarðanir, ákvarðanir sem eru byggðar á gögnum. Einstaklingar með þekkingu frammistöðugreiningu eru eftirsóttir starfskraftar í íþróttaheiminum og er líklega sú starfstétt innan íþróttaheimsins sem er að vaxa hvað mest. …
Poweradebikarinn | úrslitaleikir 6. flokks Handboltaveislan heldur áfram í dag og í morgunsárið eru það yngstu keppendur helgarinnar sem eiga sviðið áður en úrslitaleikir meistaraflokks hefjast eftir hádegi. 6. fl. karla yngri kl. 09:00 ÍBV 1 – HK KÓR 1 6. fl. kvenna yngri kl. 09:45 Valur 1 – Grótta/KR1 6. fl. kvenna eldri kl….
A karla | Ísland – Frakkland kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í kvöld annan leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Frökkum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (264/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (55/1)…
HSÍ | Gísli Þorgeir Kristjánsson er íþróttamaður ársins 2023 Í kvöld var Íþróttamaður ársins útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu á RÚV. Gísli Þorgeir Kristjánsson var eini handknattleiksmaðurinn af þeim tíu efstu sem tilnefnd voru sem Íþróttamaður ársins. Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Norska kvennalandsliðsins var tilnefndur sem þjálfari ársins 2023. Samtök Íþróttafréttamanna völdu Gísla Þorgeir…
U-18 karla | Sigur og tap á Sparkassen Cup U-18 ára landslið karla lék tvo leiki á Sparkassen Cup í dag. Óhætt er að segja að leikirnir hafi verið eins og svart og hvítt en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri í seinni leiknum nú í kvöld. Fyrri leikurinn var gegn Þjóðverjum, eftir…
U-18 karla | 10 marka sigur gegn Saar Fyrsti leikur á Sparkassen Cup fór fram í kvöld þar sem heimamenn frá Saar-héraði mættu strákunum okkar. Uppselt var á leikinn í kvöld eins og reyndar aðra daga á mótinu og andrúmsloftið í höllinni til fyrirmyndar. Íslenska liðið tók frumkvæðið strax í byrjun og náði fljótlega 3-4…
A karla | 20 manna æfingahópur fyrir EM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi fyrr hádegi í dag hvaða 20 leikmenn hann kallar til æfinga frá 27. desember fram að EM 2024. Strákarnir okkar halda af landi brott 5. janúar og leika tvo vináttu landsleiki gegn Austurríki í aðdragaganda EM. Fyrri vináttuleikurinnn fer fram…
A kvenna | Úrslitaleikur Forsetabikarsins í dag! Stelpurnar okkar leika úrslitaleik Forsetabikarsins í dag gegn Kongó í Frederikshavn. Kongó tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Chile en Ísland vann Kína. Lið Kongó er líkt og íslenska liðið taplaust í Forsetabikarnum. Úrslitaleikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á…
Netverslun | Boozt hefur sölu á landsliðstreyjum HSÍ Boozt hóf í dag sölu á landsliðstreyjum HSÍ og mun netverslunin HSÍ færast alfarið yfir til Boozt. Slóðin á netverslunina er: https://www.boozt.com/is/is/sport/sofn/landslidsbudin?grid=extraSmall&limit=4&page=1
Yngri landslið | Æfingahópar U-15 kv, U-16 kv, U-18 kv og U-20 kv. Þjálfarar yngri landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir sín lið. Æingar verða á höfuðborgarsvæðinu 23. – 28. nóvember og koma æfingatímar inn á Sportabler á næstu dögum. Hópana má sjá hér að neðan. U15 ára landslið kvenna Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur…
Markverðir | Safamýrin á sunnudaginn! Frábær mæting var síðasta sunnudag á markvarðaæfingu HSÍ en um 35 markverðir mættu á æfinguna. Næsta markvarðaæfing verður í Safamýrinni og verðum við að vera í Karatesalnum þar sem það er mót í húsinu. Við aðlögum okkur að aðstæðum og verðum með samhæfingaræfingar með bolta + cor og hopp. Sjáumst…
Íslensku drengirnir í u-17 karla sigruðu Noreg öðru sinni í dag á Ólympíuleikum æskunnar sem fram fara í Maribor í Slóveníu. Sigurinn í dag var af sætari gerðinni en Dagur Árni Heimisson skoraði sigurmark Íslands rétt áður en flautan gall. Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti á mótinu eftir góða sigra á Norðmönnum, Slóvenum og…
U17 ára landsliðið í handknattleik karla lék frábærlega gegn heimamönnum Slóvena í gærkvöldi í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Maribor. Íslensku piltarnir gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrstir til þess að vinna Slóvena og það mjög sannfærandi, 31:27. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.Mörk Íslands: Jens Bragi Bergþórsson 9, Ágúst Guðmundsson…
Nítján ára landslið karla mætti Færeyingum öðru sinni í Færeyjum í dag en leikirnir voru liður í undirbúningi fyrir HM í Króatíu sem hefst í byrjun ágúst. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Íslendingar þó ávallt skrefi á undan. Varnarleikur liðsins mun betri en í gær en staðan í hálfleik var 13-13. Strákarnir…
U 19 ára landslið karla tapaði fyrri vináttuleik sínum gegn Færeyjum, 36-33 en Færeyjar leiddu með einu marki í hálfleik, 18-17. Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Færeyingar voru sterkari á endasprettinum. Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 10, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Reynir Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Össur Haraldsson 3, Kjartan Þór Júlíusson…
Stelpurnar í U19 kvenna unnu í gær magnaðan sigur á Serbíu í úrslitaleik um 13.-14. sæti á EM í Rúmeníu. Stelpurnar okkar mættu til leiks af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Serbarnir reyndu hvað þeir gátu að taka yfirhöndina í leiknum og náðu um tíma að minnka muninn í tvö mörk, en nær…
U-21 karla | Sigur á móti Chile Strákarnir okkar mættu Chile í dag í öðrum leik sínum á HM. Strákarnir tóku frumkvæðið strax í leiknum og var staðan 12-6 fyrir okkar stráka þegar liðin gengu til búningsklefa. Strákarnir okkar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu að hrista Chilemenn af sér og unnu góðan sigur 35-18….
Íslensku stelpurnar í U19 kvenna töpuðu síðari leik sínum gegn Færeyjum í Vestmanna í kvöld með 6 mörkum. Lokatölur voru 31-25 fyrir heimaliðið.Íslenska liðið náði því miður ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og voru þær færeysku beittari allan leikinn og leiddu í hálfleik 15-11.Síðari hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu og náðu…
U-19 ára landslið kvenna lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn janfnöldrum sínum frá Færeyjum en stelpurnar okkar eru nú staddar í Færeyjum að undirbúa sig fyrir EM í Rúmeníu í júlí. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og leiddu Færeysku stelpurnar 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Íslenska liðið af miklum krafti…
Fræðsla | Þórir Hergeirsson á hátíðarfyrirlestri íþróttadeildar HR Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, heldur hátíðarfyrirlestur íþróttafræðideildar HR í tilefni 25 ára afmælis skólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 föstudaginn 26. maí klukkan 12:00-13:30. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Þórir er borinn og barnfæddur Selfyssingur og byrjaði ungur að stunda handbolta með Selfossi….
Útbreiðsla | Æfingar á sunnudaginn í Reykjanesbæ og á Akranesi Handboltaæfingar halda áfram í Reykjanesbæ og á Akranesi næsta sunnudag en frábær mæting hefur verið á fyrstu æfingarnar og greinilega mikill handboltaáhugi í sveitarfélaginunum tveimur Æft verður í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og eru æfingartímarnir eftirfarandi: Æft verður í Íþróttahúsinu á Vesturgötu og eru æfingartímarnir eftirfarandi:
U-21 karla | Vináttulandsleikir gegn Frakklandi um helgina Í gærmorgun hélt U-21 karla til Frakklands en liðið leikur þar tvo vináttulandsleiki um helgina gegn heimamönnum. Strákarnir leika í borginni Amiens en liðið undirbýr sig fyrir þáttöku á heimsmeistaramóti U-21 landsliða sem fram fer í sumar í Þýskalandi og Grikklandi. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30…
Útbreiðsla | Frábær mæting á Akranesi HSÍ í samstarfi við ÍA voru með fyrstu handboltaæfingarnar á Akranesi sl. sunnudag. Boðið var upp á æfingar fyrir 1. – 4. bekk og 5. – 7. bekk og voru það Kolbrún Helga Hansen og Jörgen Freyr Ólafsson Naabye sem héldu utanum um æfingarnar að þessu sinni. Viðtökurnar voru…
A landslið karla | Þýskaland – Ísland í dag Strákarnir okkar héldu af landi brott í gær er hópurinn flaug með Icelandair til Berlínar og það rútuferð til Hannover þar sem liðið mun dvelja næstu til 10. janúar. Liðið leikur í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn Þýskalandi en leikið verður í Bremen. Leikurinn hefst kl….
Fræðslumál | 19 þjálfarar klára EHF Master Coach gráðuna 19 þjálfarar úrskifuðust í gær með EHF Master Coach gráðuna. Þetta er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta sem hægt er að fá og er þetta í annað sinn sem námskeiðið er haldið hér á landi. Samtals hafa því 42 þjálfað klára EHF Master Coach gráðuna frá…
Yngri landslið | Afreksmaður framtíðarinnar Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ fór fram síðastliðinn laugardag en þangað mæta öll yngri landslið HSÍ. Fyrirlestraröðin er haldin tvisvar á ári og þar fá framtíðarlandsliðsmenn okkar fræðslu um allt sem kemur við íþróttum. Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands fyrirlestur um Lyfjamál í íþróttum og síðan tók Logi Geirsson…
U-21 karla | Æfingahópur í janúar Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 2. – 6. janúar 2023. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum. Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. Þjálfarar:Einar Andri EinarssonRóbert Gunnarsson Leikmannahópur:Adam Thorstensen, StjarnanAndri…
Vefverslun | HM treyjan komin í sölu HM treyja íslenska landsliðsins er komin í forsölu í vefverslun HSÍ, www.hsi.is/shop Treyjurnar komu til landsins í morgun og eftir tollafgreiðslu fara þær beint í merkingu. Afhending á treyjunum hefst þriðjudaginn 20. desember á skrifstofu HSÍ.
Bakhjarlar | HSÍ endurnýjar samning við Íslenskar getraunir Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar getraunir hafa endurnýjað samning sín á milli og munu Íslenskar getraunir áfram styðja við landslið HSÍ. Vörumerki Lengjunnar kemur inn á allar landsliðstreyjur HSÍ og verður það staðsett á treyju fyrir ofan brjóst. Íslenskar getraunir hafa stutt við bakið á landsliðunum um árabil…
A landslið karla | Miðar á HM 2023 Nú styttist í handboltaveisluna í janúar þar sem strákarnir okkar leika á HM 2023 og ljóst er að áhuginn er mikill á miðum á leiki Íslands. Þeir sem höfðu keypt miða fyrir 1. desember sl. fá tölvpóst í lok vikunnar með upplýsingum um afhendingu sem hefst í…
Vefverslun HSÍ | HM treyjan kemur í vikunni Við fengum þær fréttir í dag að nýja landsliðstreyjan er lögð af stað til Íslands. Sala á treyjunni hefst í vefverslun HSÍ á fimmtudaginn en fyrstu treyjurnar verða afhentar í hádeginu mánudaginn 19. desember. Treyjan mun koma í karla-, kvenna- og barnastærðum, þeim sömu og hafa verið…
Bakhjarlar HSÍ | Áframhaldandi samstarf við Höldur-Bílaleiga Akureyrar Handknattleikssamband Íslands og Höldur-Bílaleiga Akureyrar hafa endurnýjað samning sín á milli og mun Höldur-Bílaleiga Akureyrar áfram styðja við landslið HSÍ. Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur stutt dyggilega við bakið á HSÍ síðan 1987 og er það afar mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að sá stuðningur verði áfram til staðar. Vörumerki…
Netverslun HSÍ | Svartur föstudagur HSÍ hefur ákveðið að lækka verðið á landsliðstreyjum HSÍ (EM 2022 útgáfan). Í boði eru bláar, hvítar og markmannstreyjur í þremur litum á 6500. Slóðin á netverslun HSÍ er www.hsi.is/shop ATH!! Það kemur ný landsliðstreyja fyrir HM 2023, áætlaður komi tími hennar í netverslun HSÍ er í kringum 15. desember…
EM kvenna | Norðmenn Evrópumeistarar Í kvöld varð Noregur Evrópumeistari í handknattleik kvenna í níunda sinn eftir sigur á Danmörku, 27 – 25. Þórir Hergeirsson náði þeim frábæra árangri með sigrinum í kvöld að tryggja norska liðinu fimmta Evrópumeistaratitil Noregs undir sinni stjórn og er þetta níunda skipið sem norska liðið vinnur gull verðlaun eftir…
A landslið kvenna | Umspil um laust sæti á HM tryggt Stelpurnar okkar tryggðu sér í dag sæti í umspili um laust sæti á HM 2023 sem spilað verður í mars á næsta ári með tveimur sigrum í dag og í gær gegn Ísrael. Íslenska liðið byrjaði vel í dag og eftir 15 mínútna leik…
Hæfileikamótun HSÍ | Æfingahelgi 14. – 16. október Fyrsta æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ þennan veturinn mun fara fram dagana 14.-16. október í Kaplakrika. Æfingaskipulag má sjá hér að neðan. Þeir leikmenn sem taka þátt í Hæfileikamótun HSÍ að þessu sinni eru boðaðir af liðunum sínum. Æfingatímarnir eru eftirfarandi: Föstudagur 14. október17:00-19:00 – kk19:00-21:00 – kvk Laugardagur…
Ákveðið hefur verið að fresta fyrsta móti í 6. fl. ka. og kv. sem fram átti að fara núna um helgina (7. – 9. okt). Ástæða frestunar er slæm verðurspá fyrir norðurland á sunnudag, Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun. Stefnt er að því að halda mótið tveim vikum síðar eða helgina 21. – 23….
Utandeild | Skráningarfrestur til 9. október Skráning í utandeildina í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tilkynningu á Ólaf Víði, mótastjóra HSÍ í netfangi olafur@hsi.is Skráning stendur yfir til mánudagsins 9. október nk. og er þátttökugjald kr. 50.000.
A landslið kvenna | 22 valdar í æfingahóp Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna hefur valið 22 leikmenn til æfinga hér á landi dagana 26. september – 1. október nk.. Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni HM 2024. Ísland leikur gegn Ísrael 5. og 6.nóvember og fara báðir leikirnir fram hér heima. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari ákvað…
HSÍ | 100 ár af handknattleik á Íslandi Í ár eru liðin 100 ár frá því að handboltinn kom til Íslands og þykir okkur hjá Handknattleikssambandinu það vera mikið fagnaðarefni. Það eru margar skemmtilegar vörður á þessari 100 ára leið og þau voru ófá brosin sem það kallaði fram að fara í gegnum gamalt myndefni…
Fræðsla | Hjartatengd vandamál hjá íþróttafólkiHSÍ vekur athygli á fræðslufundi um hjartatengd vandamál hjá íþróttafólki sem verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ 3. september. Fundurinn er haldinn af Fastus, Ergoline og GE Healthcare í samstarfi við ÍSÍ og KSÍ. Dr. Martin Halle mun fjalla um hvernig hann telur best að mæla og fyrirbyggja alvarleg hjartavandamál hjá…
U18 kvenna | Uppgjör eftir HM í Skopje Líkt og áður hefur verið fjallað um enduðu stelpurnar okkar í 18-ára landsliði kvenna í áttunda sæti á HM í Skopje. Sögulegur árangur hjá íslensku kvennalandsliði. Stelpurnar spiluðu mótið af miklum krafti og nú að mótinu loknu er vel við hæfi að skoða ýmsa tölfræði yfir gengi…