Strákarnir okkar léku lokaleik sinn í G – riðli nú í kvöld gegn Slóveníu. Var þetta sannkallaður úrslitaleikur um riðilinn og sigurlið leiksins myndi fara með 4 stig upp í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði leikinn eins og það hefur gert í öllum sínum leikjum, sterkir og áræðnir og komust fljótlega í góða forystu. Hálfleikstölur Ísland…
HSÍ | Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir HM „Því miður náðust nýjar adidas treyjur íslenska handboltalandsliðsins ekki í sölu fyrir heimsmeistaramótið – og verða það líklega ekki heldur strax eftir mót.Við héldum í vonina allt til þessa, í von um að eitthvað kraftaverk myndi breyta stöðunni, en því miður varð það ekki raunin.Okkur þykir þetta…
Í kvöld leikur íslenska landsliðið gegn Kúbu í öðrum leik sínum á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV. Strákarnir byrjuðu mótið með sterkum sigri á Grænhöfðaeyjum á fimmtudag en nú er það Kúba sem tapaði gegn Slóveníu í sínum fyrsta leik á mótinu. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll…
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem tók við embætti Íþrótta-, mennta- og barnamálaráðherra í lok desember fór í sína fyrstu opinberu ferð til útlanda þegar hún var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Fyrir leikinn settust þau Ásthildur Lóa og Jón Gunnlaugur íþróttastjóri HSÍ…
A karla | Fundur, æfing og fjölmiðlar A landslið karla hélt æfingum áfram í dag en í morgun byrjaði dagskráin með góðum fundi þjálfarateymissins með liðinu og eftir hann fengu fjölmiðlar aðgang að leikmönnum og landsliðsþjálfaranum. Fjölmenn fjölmiðlasveit fylgir landsliðinu á HM en fulltrúar frá RÚV, Handbolti.is, Visir/Stöð2 og Mbl.is munu flytja fréttir af mótinu….
A karla | Undirbúningur fyrir HM 2025 hófst í dag Strákarnir okkar komu saman á sinni fyrstu æfingu í morgun og hófst þá formlega undirbúningur liðsins fyrir HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi. Dagurinn byrjaði á góðum fundi liðsins með þjálfarateyminu þar sem varið var vel yfir skipulagið fram að móti,…
U19 karla | Silfur á Sparkassen Cup U-19 ára landslið karla lék til úrslita á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi fyrr í kvöld. Eins og svo oft áður voru Þjóðverjar andstæðingar strákanna okkar og úr varð stórskemmtilegur leikir. Þjóðverjar tóku frumkvæðið í upphafi leiks en strákarnir okkar voru ekki að baki dottnir og unnu…
U19 karla | Sætur sigur, úrslitaleikur í kvöld U-19 ára landslið karla mætti Serbum í undanúrslitum á Sparkassen Cup nú í hádeginu. Það voru Serbar sem byrjuðu leikinn betur og höfðu 3-4 marka forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir góðan kafla strákanna okkar undir lok hálfleiksins voru það Serbar sem áttu lokaorðið og leiddu…
U19 karla | Sigur á Hollendingum U-19 ára landsliðið lék lokaleik sinn í riðlakeppni Sparkassen Cup nú rétt í þessu. Hollendingar höfðu tapað báðum leikjum sínum í riðlinum en gáfu íslenska liðinu þó hörkuleik framan af. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi sofið á verðinum framan af leik, Hollendingar leiddu fyrstu 20…
U19 karla | Sigur gegn B liði Þýskalands U-19 ára landslið karla hélt áfram leik á Sparkassen Cup nú í morgun, fyrstu andstæðingar dagsins voru B lið Þjóðverja. Með sigri væri sæti í undanúrslitum tryggt. Jafnt var með liðunum fyrstu 15 mínúturnar en eftir því sem leið á hálfleikinn náði íslenska liðið undirtökunum og fór…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2024 Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliði Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliði kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21%…
U-19 karla | Magnaður sigur á Slóvenum U-19 ára karla hóf leik á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi fyrr í dag. Fyrsti leikurinn var gegn kunnuglegum andstæðingum, Slóvenum en liðin hafa mæst reglulega undanfarin misseri í stórskemmtilegum leikjum og varð lítil breyting á því í dag. Íslenska liðið var ekki alveg með á nótunum…
Hæfileikamótun HSÍ | Önnur æfingahelgi Önnur æfingahelgi Hæfileikamótunar HSÍ fór fram um 13. – 15. desember í Kaplakrika. 102 krakkar fædd 2011 voru tilnefnd frá 16 aðildarfélögum HSÍ að þessu sinni. Á Hæfileikamótun HSÍ æfa krakkarnir fjórum sinnum saman yfir helgina en með þessu byggist bæði upp þéttur hópur framtíðar landsliðs auk þess sem hægt…
Áfrýjunardómstóll HSÍ | Dómur í máli 1/2024 Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2024, Knattspyrnufélagið Haukar gegn ÍBV Íþróttafélagi. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/12/afryjunardomstoll_hsi.pdf
A karla | 18 manna leikmannahópur Íslands fyrir HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 18 leikmenn sem leika munu fyrir hönd Íslands á HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi í janúar nk. Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar og heldur af landi brott 8. janúar…
Yngri landslið | Æfingahópur U-21 árs karla Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 2.-4.janúar. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðsins. Leikmenn :Ágúst Guðmundsson HKAndri Fannar Elísson HaukarAri Dignus Maríuson HaukarArnþór Sævarsson FramAtli Steinn Arnarsson GróttaBirkir…
Dómstóll HSÍ | Dómur í máli 2/2024 Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 2/2024, Stjarnan handknattleiksdeild gegn Handknattleiksfélagi Kópavogs(HK). Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/12/Domur-HSI-nr.-2-2024.pdf
Yngri landslið | Æfingahópar yngri landsliða kvenna U-15, U-16, U-17 og U-19 ára landslið kvenna koma saman til æfingar í lok vikunnar og sitja landsliðin einnig fyrirlesturinn Afreksmaður framtíðarinnar. Afreksmaður framtíðarinnar verður í húsakynnum HR á fimmtudaginn milli kl 18-20:00 þar sem HSÍ í samstarfi við HR eru með fyrirlestra fyrir unglingalandsliðsfólkið okkar ásamt mat….
Yngri landslið | Æfingahópar yngri landsliða karla U-15, U-16 og U-17 ára landslið karla koma saman til æfingar í lok vikunnar og sitja landsliðin einnig fyrirlesturinn Afreksmaður framtíðarinnar. Afreksmaður framtíðarinnar verður í húsakynnum HR á fimmtudaginn milli kl 18-20:00 þar sem HSÍ í samstarfi við HR eru með fyrirlestra fyrir unglingalandsliðsfólkið okkar ásamt mat. Líkamsmælingar…
A kvenna | Ísland dróst gegn Ísrael Rétt í þessu var dregið í umspil fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta 2025 sem spilað verður í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember á næsta ári. Stelpurnar okkar voru í drættinum í efri styrkleikaflokki eftir að hafa lent í 16. sæti á EM 2024 sem…
A kvenna | Dregið í umspilsleiki HM kvenna í dag Dregið verður í dag um umspilsleiki HM kvenna 2025 sem fram fer 27. nóvember – 14. desember á næsta ári í Hollandi og Þýskalandi. Drátturinn fer fram í Vínarborg en í dag er þar spilað til úrslita á EM 2024 kvenna. Stelpurnar okkar eru í…
HSÍ | Nýja landsliðs treyjan Því miður verður nýja landsliðstreyja HSÍ ekki komin í sölu fyrir jólin á Íslandi. Ástæður þess eru margvíslegar, en markmið okkar er að hefja sölu áður en HM í janúar fer af stað. Við munum upplýsa ykkur um framvindu mála og tilkynna staðfesta dagsetningu fyrir sölu um leið og hún…
Yngri landslið U-19 ára landslið karla leikmannahópur Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga 20.-22.desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26.-30.desember. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðsins. Þjálfarar :Heimir RíkarðssonMaksim Akbachev Leikmannahópur…
A kvenna | Áhorfs partý í Minigarðinum Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfs partý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember. Partýið byrjar klukkan 16:00, þá ætlar Silja Úlfars sem er með hlaðvarpið Klefinn að ræða við leikmenn íslenska landsliðsins um Evrópumeistaramótið sem þær eru nýkomnar heim af. Þá verður…
Dómstóll HSÍ | Dómur í máli 1/2024 Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2024, ÍBV íþróttafélag gegn Knattspyrnufélagi Hauka. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/11/Domur-i-kaerumali-1.2024-undirr.pdf
A kvenna | Fyrsta æfing að baki í Innsbruck Íslenski hópurinn ferðaðist í dag frá Schaffhausen í Sviss yfir til Innsbruck í Austurríki þar sem liðið leikur í F-riðli á EM 2024. Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu tók við æfing seinni partinn þar sem Hjörtur, styrktarþjálfari og Jóhanna og Tinna sjúkraþjálfarar náðu…
A kvenna | Sviss – Ísland kl. 15:00 Síðari vináttulandsleikur A landsliðs kvenna gegn Sviss fer fram í dag í BBC Arena í Schaffhausen kl. 15:00. Leiknum verður ekki streymt vegna höfundaréttarmála. Því miður er það niðurstaðan en HSÍ ætlaði að streyma leiknum sjálft til að leyfa stuðningsmönnum Íslands fylgjast með stelpunum. Leikmannahópur Íslands er…
A kvenna | Svekkjandi tap gegn Sviss Í kvöld fór fram fyrri vináttulandsleikur stelpanna okkar gegn Sviss en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst 29. nóvember nk. í Austurríki. Heimakonur höfðu yfirhöndina snemma leiks og eftir 15 mínútna leik var staðan 10 – 4 Sviss í vil. Okkar stelpur komu sér…
A kvenna | Sviss – Ísland í kvöld Stelpurnar okkar leika fyrri vináttuleik sinn gegn Sviss í kvöld í bænum Möhlin nærri Linz. Leiknum er streymt á https://www.youtube.com/watch?v=L24jwxK7xfE og hefst hann kl. 18:30. Leikmannahópur Íslands er þannig skiptaður:Markverðir:Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (63/4)Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4) Aðrir leikmenn:Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6)Dana Björg…
A landslið karla | 35 manna hópur fyrir HM 2025 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Króatíu, Danmörku og Noregi. Leikmönnum er raðað í stafrófsröð eftir leikstöðum á listanum hér að neðan. Eftirfarandi leikmenn eru í hópnum. Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg…
Yngri landslið | Landsliðþjálfarar velja hópa Þjálfarar U-15 og U-17 og U-19 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður 21. – 24. Nóvember (mismundandi æfingardagar eftir landsliðum). Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar hvers liðs fyrir sig. U-15 ára…
A kvenna | EM hópurinn tilkynntur Þjálfarateymi A landsliðs kvenna tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair hvaða 18 leikmenn hafa verið valdið til þátttöku á EM kvenna sem hefst í lok nóvember. En mótið er að þessu sinni haldið í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Stelpurnar okkar koma saman til æfinga 18. nóv. hér…
Bakhjarlar | 20 ára samstarf við Kempa á enda Það voru tímamót í gær þegar strákarnir okkar léku gegn Georgíu í undankeppni EM 2026, þetta var í síðasta skiptið sem leikið var í landsliðstreyjum frá Kempa. Samstarf Kempa og HSÍ byrjaði 2004 og er því 20 ára farsælu samstarfi lokið. HSÍ þakkar Kempa fyrir frábæra…
A karla | Georgía – Ísland kl. 14:00 Strákarnir okkar mæta Georgíu í dag í undankeppni EM 2026. Liðið tók daginn snemma og í morgun fundaði þjálfarateymið með liðinu og eftir hann héldu strákarnir í stuttan göngutúr. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Sendum strákunum baráttukveðjur til Georgíu! Áfram…
A karla | Langur ferðadagur og endurheimt Strákarnir okkar lentu snemma í morgun í Georgíu og seinna en áætlað var vegna veikinda farþegar í flugvélinni þeirra frá Munchen. Ívar Benediktsson, ritstjóri Handbolti.is fylgir liðinu til Georgíu og birti frétt í morgun um ferðalag landsliðsins. Hana er hægt að lesa hér: https://handbolti.is/veikindi-ollu-verulegum-tofum-a-komu-til-tiblisi/ Eftir góða hvíld við…
A karla | Ferðadagur til Georgíu Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er hópurinn flaug með Icelandair til Munchen. Hópurinn er nýlentur þar og hvílir sig á hóteli fram á kvöld þegar haldið verður til Georgíu. Lent verður í Tbilisi 04:00 í nótt að staðartíma, á morgun mun liðið æfa í keppnishöllinni og…
A karla | Sigur gegn Bosníu í kvöld Strákarnir okkar léku sinn fyrsta leik í kvöld í undankeppni EM 2026 þegar þeir mættu Bosníu í Laugardalshöll. Ísland byrjaði leikinn vel og komust strákarnir okkar í 4 – 1 stöðu í upphafi leiks. Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik. Síðari hálfleikur kvöldsins var spennandi og…
A karla | Uppselt í kvöld Nú rétt í þessu seldust síðustu miðarnir sem í boði voru á landsleik Íslands og Bosníu í kvöld í Laugardalshöll. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst upphitun þar kl. 19:20, leikurinn sjálfur hefst kl. 19:30. Áfram Ísland!
A karla | Hópurinn gegn Bosníu Strákarnir okkar hefja leik í kvöld í undankeppni EM 2026 þegar Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll kl. 19:30. Örfáir miðar eru eftir í sölu en miðasalan er á Tix.is. Leikurinn verðurí beinni útsendingu á RÚV. Leikskrá dagsins má finna hér: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2024/11/hsi-leikskrakarla_isl_bos_upp.pdf Leikmannahópur Íslands í kvöld er þannig skipaður: Markverðir:…
A karla | Breytingar á leikmannahópi Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn kl. 19:30. Vegna meiðsla Arons Pálmarssonar, Elliða Viðarssonar og Sigvalda Guðjónssonar koma til liðs við hópinn í dag Arnar Freyr Arnarsson, Benedikt Óskarsson og Birgir Már Birgisson. Miðasala á leikinn gegn Bosníu…
A kvenna | 35 manna hópur kvennalandsliðsins fyrir EM 2024 Þjálfarateymi A landslið kvenna hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á EM 2024 fer fram í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Stelpurnar okkar leika í F-riðli EM og verður riðilinn leikinn í Innsbruck í Austurríki. Með Íslandi í riðli verða Holland, Þýskaland og…
A kvenna | Frábær sigur á Selfossi Stelpurnar okkar léku í gær síðari vináttulandsleik sinn gegn Póllandi í Set höllinni fyrir framan 700 áhorfendur og lögðu þær Pólland öðru sinni með 28 – 24 sigri. Leikirnir gegn Póllandi var liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2024 sem hefst í lok nóvember. Næst kemur landsliðið saman…
A kvenna | Síðari vináttulandsleikurinn í dag á Selfossi Siðari vináttulandsleikur Íslands og Póllands fer fram í dag kl. 16:00 í Set höllinni á Selfossi. Stelpurnar okkar komu saman í hádeginu í dag á Foss hótel Reykjavík í hádegismat og til fundar með þjálfarateyminu. Liðið ætlar sér sigur í dag eftir frábæra frammistöðu í Lambhagahöllinni…
A kvenna | Hituðu upp í bleiku til stuðnings Krabbameinsfélaginu A landslið kvenna hitaði upp í bleikum bolum í gær til stuðnings við Krabbameinsfélagið og til að vekja athygli Bleiku slaufunni söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins. HSÍ í samvinnu við Margt Smátt sem er einn af samstarfsaðilum HSÍ vildu sýna Krabbameinsfélaginu stuðning í verki með framtakinu í gær…
A kvenna | Hópurinn gegn Póllandi Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem leika gegn Póllandi í kvöld í Lambhagahöllinni kl. 20:15. Frítt er á leikinn og er hann í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi leikur sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld. Sandra Erlingsdóttir,…
A kvenna | Leikdagur hjá stelpunum okkar Fyrri vináttulandsleikur A landsliðs kvenna fer fram í kvöld í Lambhagahöll og hefst viðureign Íslands og Póllands kl. 20:15. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2024 sem hefst í lok nóvember og eru þetta einu leikir liðsins hér á landi fyrr stórmótið. Síðari viðureignin fer fram…
A kvenna | Katrín Tinna Jensdóttir kölluð til Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur kallað inn í vináttulandsleikina um helgina gegn Póllandi Katrínu Tinnu Jensdóttur leikmann ÍR. Katrín Tinna hefur leikið 19 landsleiki fyrir landsliðið og skorað í þeim 19 mörk og tók hún m.a. þátt í HM 2023 á síðasta ári með landsliðinu. Fyrri leikur…
A karla | Miðasalan hafin á Ísland – Bosnía Strákarnir okkar leika fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember gegn Bosníu. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Miðasalan á leikinn hófst í dag og fer hún fram á Tix, hægt er að kaupa miða með…
A karla | 18 leikmenn kallaðir í næsta verkefni Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti í dag nöfn þeirra 18 leikmanna sem eru kallaðir til í næsta verkefni strákanna okkar. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30 gegn Bosníu. Síðan halda strákarnir okkar til Georgíu og leika þar sunnudaginn…
A kvenna | Vináttuleikir gegn Póllandi A landslið kvenna kemur saman í dag til æfinga en liðið leikur næstu helgi tvo vináttulandsleiki gegn Póllandi. Fyrri leikur liðanna fer fram í Lambhagahöllinni á föstudaginn kl. 20:15 og síðari leikurinn verður í Set höllinni á Selfossi á laugardaginn kl. 16:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á…