HSÍ | Ómar Ingi Magnússon Íþróttamaður ársins 2021 Í kvöld var íþróttamaður ársins útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu á RÚV. Handboltinn átti þar fjóra fulltrúa af tíu efstu eftir frábæran árangur þeirra með sínum félagsliðum en það voru Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Ómar Ingi Magnússon og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. KA/Þór var tilnefnd…
HSÍ | Fjórir handboltamenn í topp tíu efst í kjöri Íþróttamanns ársins Samtök Íþróttafréttamanna tilkynnti í morgun hvaða tíu íþróttamenn eru efstir í kjöri samtakana í vali þeirra á íþróttamanni ársins 2021. Fjórir handknattleiksmenn eru á meðal tíu efstu í ár og eru það eftirfarandi leikmenn:Aron Pálmarsson leikmaður Álaborgar í DanmörkuBjarki Már Elísson leikmaður Lemgo…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 21.12. ’21 Úrskurður aganefndar 21. desember 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Stjörnunnar og Aftureldingar í Olís deild karla þann 14.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í…
HSÍ | Ómar og Rut eru handknattleiksfólk ársins Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 14.12. ’21 Úrskurður aganefndar 14. desember 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Bergþór Róbertsson leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu í leik Berserkja og ÍR í Grill66 karla þann 09.12.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10….
Dómstóll HSÍ | Stjarnan U og Selfoss skulu leika aftur Í dag var kveðinn upp dómur í máli 3 2021. Þar var fjallað um leik Stjörnunnar U og Selfoss í Grill66 deild kvenna sem fram fór 28. nóvember sl. Í úrskurðarorðum kemur fram að leika þarf leikinn að nýju. Dóminn má sjá HÉR.
HSÍ | Breyting á starfsmannahaldi Hrannar Hafsteinsson sem hefur starfað sem mótastjóri lætur af störfum 1. desember nk. Við störfum hans taka við tímabundið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastóri (m.flokkar) og Magnús Kári Jónsson (yngri flokkar) Hrannari mun áfram sinna sérverkefnum á vegum sambandsins.
Sunnudaginn 21. nóvember er komið að næstu HSÍ markvarðaæfingu. Æfingin er opin fyrir alla markverði sem vilja bæta sig með því að fá aukaæfingu og fróðleik til að taka með sér inn í næstu æfingatörn.Sem fyrr verðum við í Víkinni klukkan 10:00 – 11:00. Umsjón með æfingunni verður í höndunum á Magnúsi Inga og Sögu…
Mótanefnd HSÍ í samráði við mótshaldara, KA og Þór, hefur tekið ákvörðun um að fresta fyrirhuguðu móti í 6.flokki karla og kvenna eldra ári sem fram átti að fara á Akureyri um næstu helgi. Er það gert vegna samkomutakmarkanna sem nú eru í gangi en önnur fjölliðamót munu þó halda sér eins og staðan er…
Yngri flokkar | Markmannsæfingar í Víkinni og KA heimilinu um helgina Sunnudaginn 7. nóvember verður markvarðateymið með 2 opnar æfingar á 2 mismunandi stöðum. 10:00-11:00 verður opin æfing í Víkinni fyrir alla áhugasama markverði, foreldra og þjálfara. 11:00-12:15 verður svo opin æfing í KA-heimilinu fyrir alla áhugasama markverði á norðurlandi. Allir markverðir KA og Þórs…
Hæfileikamótun HSÍ | Æfingar 6.-7. nóvember, æfingahópar Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 6. – 7. nóvember nk. þar æfa stelpur og strákar fædd 2008. Æfingatíma má sjá við hópana hér fyrir neðan (allar æfingar fara fram í Kaplakrika), nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Viggósson yfirþjálfari Hæfileikamótunar HSÍ. Hæfileikamótun – stelpur: Æfingatímar:6. nóv kl. 11:00 – 12:30*…
Yngri landslið | Jón Gunnlaugur ráðinn sem yfirþjálfari Hæfileikamótunar og Handboltaskóla HSÍ HSÍ hefur gengið frá ráðningu Jóns Gunnlaugs Viggóssonar sem yfirþjálfara á Hæfileikamótun og Handboltaskóla HSÍ. Jón Gunnlaugur hefur fyrir 16 ára reynslu sem þjálfari yngri flokka og hefur komið að meistaraflokks þjálfun síðustu 11 ár. Jón Gunnlaugur er með EHF Master Coach þjálfaragráðu…
HSÍ í samtarfi við EHF heldur í annað sinn Mastercoach námskeiðið fyrir þjálfara innan handboltahreyfingarinnar hér heima. EHF Mastercoach er æðsta gráða þjálfaramenntunar í handbolta í Evrópu og munu íslenskir þjálfarar sem lokið hafa EHF Mastercoach koma að námskeiðinu ásamt kennurum frá EHF og Háskólanum í Reykjavík. Til að geta sótt námskeiðið þarf viðkomandi þjálfari…
Þjálfaranámskeið | Haustfjarnám HSÍ hefst í október Allar nánari upplýsingar um námið má sjá inn á heimasíðu HSÍ undir “Fræðsluefni” Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/hsi Kröfur til að fara inn á 2. eða 3. stigið má sjá hér: https://www.hsi.is/krofur-vegn-thjalfaranams-hsi/#handbolti Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ gunnar@hsi.is
HSÍ | Unbroken verður einn af bakhjörlum HSÍ HSÍ og Unbroken skrifuðu undir samstarfssamning sín á milli fyrir leik Íslands og Serbíu sl. sunnudag. Unbroken er hágæða næring til endurheimtar líkamans og eflingar ónæmiskerfisins með hraðri upptöku næringarefna. Unbroken er notað af afreksíþróttafólki um allan heim enda vottuð af Informed Sport. Með samstarfi HSÍ og…
Yngri landslið | Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ fór fram í dag en þangað mæta öll yngri landslið HSÍ. Fyrirlestraröðin er haldin tvisvar á ári og þar fá framtíðarlandsliðsmenn og konur okkar fræðslu um allt sem kemur við íþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnfnréttismála á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkur og…
Markmannsæfingar HSÍ | Æfingar alla sunnudaga í vetur Nú er tímabilið komið á fullt og því ekki seinna vænna að fara að huga að markvarðaþjálfun. HSÍ ætlar eins og undanfarin ár að standa fyrir æfingum fyrir markverði félagsliðanna. Æft verður í Víkinni í vetur frá klukkan 10:00 – 11:00. Þjálfarar markvarðateymis HSÍ munu sjá um…
HSÍ | Bjarki og Gunnar Óli fullgildir EHF dómarar Dómaraparið Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu á EM í Litháen á dögunum og stóðu sig vel. Partur af veru þeirra þar var að klára EHF dómarapróf til að fá fullgildingu sem EHF dómarar. Frammistaða þeirrra á mótinu veitti þeim EHF réttindi til dómgæslu í…
HSÍ | HR heldur áfram með frammistöðumælingar hjá karlalandsliðum HSÍ HSÍ hefur endurnýjað samning sinn við Háskólann í Reykjavík (HR) um frammistöðumælingar HR á öllum karlalandsliðum hjá sambandinu. HSÍ og HR hafa frá árinu 2016 verið í nánu samstarfi sem snýr að fræðslu og frammistöðumælinga allra landsliða HSÍ. Í gildi er samningur milli HSÍ og…
Olís deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2021Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna 2021Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir…
Grill66 deildirnar | Verðlaunahafar á lokahófi 2021Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og fengu eftirtaldir leikmenn og þjálfarar verðlaun: Markahæsti leikmaður Grill66 deild kvennaSara Katrín…
Mótamál | Skráningar og deildaskipting 2021-2022 Lokað hefur verið fyrir skráningar á Íslandsmóti í meistaraflokkum á næsta keppnistímabili. Alls er skráð til leiks 32 karlalið og 20 kvennalið. Í karlaflokki verður því leikið í þrem deildum; 12 lið leika Olísdeild karla, 10 lið leika í Grill 66 deild karla og 10 lið leika í 2….
Mótamál | Evrópukeppnir félagsliða 2021-2021 Að loknu keppnistímabili er komið í ljós hvaða lið hafa áunnið sér sæti í Evrópukeppnum félagsliða á næsta keppnistímabili. Karlalið Vals og kvennalið KA/Þórs fá sæti í European League (áður EHF Cup) sem Íslandsmeistarar. Karlalið Hauka, FH og Selfoss og kvennalið Fram, Vals og ÍBV fá sæti í European Cup…
HSÍ | Handboltaskóli HSÍ og Alvogen Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fór fram í 26. skiptið nú um helgina í TM Höllinni í Garðabæ en þáttakendur í þetta skiptið voru stúlkur og drengir fædd 2008. Eins og undanfarin ár tilnefndu aðildarfélag HSÍ fjóra leikmenn af hvoru kyni til æfinganna og æfðu krakkarnir fjórum sinnum saman yfir…
Yngri flokkar | Haukar Íslandsmeistari 3.fl karla Haukar eru Íslandsmeistarar í 3. fl karla eftir sigur á Val 36 – 35 eftir tvær framlengingar og bráðabana í vítakastkeppninni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 16 mörk í leiknum.Við óskum Haukum til hamingju með titilinn. #handbolt i#urslitadaguryngriflokka #olisdeildin
Yngri flokkar | ÍBV Íslandsmeistari 3.fl kvenna ÍBV er Íslandsmeistari 3.fl kvenna eftir sigur á Haukum 32 – 29. Rósa Kristín Kemp var valin maður leiksins en hún skoraði 12 mörk í dag fyrir Hauka. Við óskum ÍBV til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | Fram Íslandsmeistari 4.fl karla eldri Fram er Íslandsmeistari 4.fl karla eftir sigur á Haukum 22 – 21. Elí F. Traustason var valinn maður leiksins en hann skoraði 9 mörk í dag fyrir Fram og skoraði sigurmarkið á loka sekúndu leiksins. Við óskum Fram til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | HK Íslandsmeistari 4.fl kvenna HK er Íslandsmeistari 4.fl kvenna eftir sigur á Fram 22 – 19. Elísa Helga Sigurðardóttir var valin maður leiksins en hún stóð sig frábærlega í marki HK í dag. Við óskum HK til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | KA Íslandsmeistari 4.fl karla yngri KA er Íslandsmeistari 4.fl karla yngri eftir sigur á Aftureldingu 20 – 15. Dagur Árni Heimisson var valinn maður leiksins en hann skoraði 7 mörk fyrir KA. Við óskum KA til hamingju með titilinn.
Yngri flokkar | Úrslitadagur yngri flokka Úrslitadagur yngri flokka fer fram á morgun, laugardaginn 12. júní að Varmá í Mosfellsbæ. Alls fara fram 5 leikir þennan dag og verður mikið um dýrðir frá morgni til kvölds þar sem okkar efnilegustu handboltamenn leika listir sínar. Áhorfendur eru leyfðir á leikjunum í samræmi við gildandi samkomutakmarkanir, við…
Handboltaskóli HSÍ og Alvogen Handboltaskóli HSÍ og Alvogen hefur verið starfræktur í yfir 25 ár með góðum árangri. Í ár verður hann helgina 11. – 13. júní og gert er ráð fyrir að yfir 160 börn æfi undir stjórn þjálfara HSÍ og aðstoðarmanna þeirra. Handboltaskólinn fer fram í einu af stóru íþróttahúsunum á höfuðborgarsvæðinu þar…
HSÍ | Yfirlýsing frá Gróttu Síðastliðinn þriðjudag fór fram leikur Gróttu gegn ÍR í umspili um laust sæti í Olís deild kvenna næsta tímabil. Lítill hópur stuðningsmanna lét ummæli falla í garð nokkurra leikmanna ÍR liðsins, sem voru engan veginn til fyrirmyndar. Handknattleiksdeild Gróttu harmar ummælin og biður alla hlutaðeigandi afsökunar á atvikinu. Háttsemi sem…
HSÍ | Kostuð meistaranámstaða í HR HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐAumsóknarfrestur er til 20. maí nk. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma…
HSÍ | Stjórn HSÍ skipar nefnd um stefnu kvennahandboltans á Íslandi Í dag fór fram 64. ársþing Handknattleikssambands Íslands og að þessu sinni fór ársþingið fram í gegnum fjarfundarbúnað sökum samkomutakmarkanna og tóku yfir 70 einstaklingar úr handknattleikshreyfingunni þátt í fundinum. Endurkjörin til næstu tveggja ára í stjórn sambandsins voru þau Guðmundur B. Ólafsson (formaður),…
Hæfileikamótun HSÍ fer fram helgina 19. – 21. mars nk. en þar æfa strákar og stelpur fædd 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur auk fjölmargra aðstoðarmanna. Eins og áður hefur komið fram er hæfileikamótun HSÍ fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs…
64. ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið mánudaginn 12. apríl 2021 í Laugardalshöll. Skráning þingfulltrúa hefst kl.15:00 og verður þingsetning sama dag kl. 16:00. Gögn ársþingsins má finna hér Tilkynning um framboð til embættis formanns og stjórnar HSÍ skal berast skrifstofu HSÍ minnst21 degi fyrir þing. Uppstillingarnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemursíðar….
Dregið var í Happdrætti HSÍ hjá skrifstofu sýslumannsins höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 28. janúar s.l. Númer vinningsmiða má sjá hér fyri neðan. Vinningshafar geta sótt vinninga sína á skrifstofu HSÍ frá og með 4. febrúar n.k., skrifstofan er opin frá 09:00 – 16:00. HSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt sem og styrktaraðilum sem gáfu vinninga í…
Handknattleikssamband Íslands og Ísey Skyr hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að Ísey Skyr verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Ísey Skyr komu með vörumerki sitt inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi og munu verða á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. “Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ er ómetanlegur og það að Ísey…
Alexander Petersson hélt af stað heimleiðis eftir leik Íslands og Sviss í gærkvöldi af persónulegum ástæðum. Alexander hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum Íslands það sem af er HM í handbolta í Egyptalandi og skoraði hann samtals 7 mörk í leikjunum. HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því…
Ísland og Sviss mættust í fyrsta leik í milliriði á HM í Egyptalandi í dag. Svissneska liðið hafði leikið vel í riðlakeppninni og staðið í sterkum handboltaþjóðum, því var ljóst að framundan væri erfiður leikur. Lítið var skorað í byrjun og í raun allan fyrri hálfleikinn, varnir beggja liða voru sterkar og markverðirnir áttu skínandi…
Þjálfaranám HSÍ | 1. – 3. stig í fjarnámi Þjálfaranám HSÍ aftur af stað 8. febrúar en skráning á námskeiðin er hafin. Námskeiðin voru áður rekin í formi helgarnámskeiða en verða hér eftir í fjarnámi yfir nokkurra mánaða tímabil. Námskeiðin fara fram fram í samstarfi við Háskólinn í Reykjavík og er notast við sama tölvukerfi…
Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar Getraunir hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Íslenskar Getraunir hefur verið einn af bakhjörlum HSÍ til fjölda ára ásamt því að vera sterkur bakhjarl aðildarfélaga HSÍ. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Íslenskar Getraunir í framtíðinni.
Handknattleikssamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að samstarfið við Valitor haldi áfram. Samingurinn felur meðal annars í sér stuðning fyrirtækisins við kvenna- og karlalandslið sambandsins sem og grasrótarstarfsemi HSÍ á Íslandi, með það fyrir augum að efla afreksfólk framtíðarinnar hjá…
Strákarnir okkar hófu leik á HM fyrr í kvöld en fyrstu andstæðingarnir voru Portúgal. Þriðji leikur liðanna á 8 dögum og nú var allt undir í Kaíró. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu tvö mörkin en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Þegar liðin fengu til búningsklefa var staðan 10-11…
HSÍ undirritaði nýverið samstarfssamning við Nettó. Það er mikið fagnaðarefni að jafn öflugt fyrirtæki eins og Nettó komi til samstarfs við handboltahreyfinguna á Íslandi og vonast HSÍ til þess að eiga gott samstarf við Nettó í framtíðinni. „Við í handboltahreyfingunni gleðjumst yfir því að Nettó hafi valið að vinna með okkur og verði með vörumerki…
Strákarnir okkar mættu Portúgal í kvöld í Porto í undankeppni EM 2022 og er þetta fyrsti leikur af þremur sem strákarnir okkar mæta liði Portúgal í þremur löndum í tveimur keppnum á 10 dögum. Framan af var jafnræði með liðunum og þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4 – 4. Þegar blásið…
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt að Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði A landsliðs karla gegn Portúgal í kvöld. Arnór Þór lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd 11. janúar 2008 í Þrándheimi gegn Ungverjum. Hann hefur leikið 114 landsleiki og skorað í þeim 332 mörk, HM í Egyptalandi verður hans áttunda stórmót fyrir Ísland. Leikurinn…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari valdi í gærkvöldi þá sextán leikmenn sem héldu nú í morgunsárið til Portúgals. Strákarnir okkar leika gegn heimamönnum þar ytra á miðvikudaginn kl. 19:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Hópurinn kemur svo heim strax á fimmtudaginn og hefja þá undirbúning sinn fyrir heimaleik sinn gegn Portúgal sem fram fer…
Ein breyting hefur orðið á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla á hné. Eftir læknisskoðun hjá læknum landsliðsins er það ljóst að Aron verður ekki leikfær nú í janúar. Ekki hefur verið kallað á annan leikmann að svo…
Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins í kvöld en íþróttamaður ársins eru verðlaun sem Samtök íþróttafréttamanna veita árlega þeim íþróttamanni sem er talinn hafa skarað framúr og keppir innan vébanda ÍSÍ. Tveir handknattleiksmenn eru á meðal þeirra tíu sem eru efstir í kjörinu að þessu sinni, Bjarki Már Elísson sem spilar fyrir Lemgo í…