Helgina 24.-25. október nk verður haldið B-stigs dómaranámskeið á stór-Reykjavíkursvæðinu ef næg þátttaka fæst (lágmark 20). B-stig er miðstig dómararéttinda og gefur rétt til að dæma alla leiki nema leiki í meistaraflokki og 2. flokki karla, úrslitaleiki yngri flokka og bikarkeppni yngri flokka.
Helgina 10.-12. október verður haldið C-stigs dómaranámskeið ef næg þátttaka fæst (lágmark 10). C-stig er efsta stig dómararéttinda og veitir rétt til að dæma alla leiki.
Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.
Skráning í utandeild kvenna í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is. Skráning stendur yfir til mánudagsins 15.september og er þátttökugjald kr. 25.000.
Skráning í utandeild karla í handbolta stendur nú yfir og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á robert@hsi.is Skráning stendur yfir til mánudagsins 15.september og er þátttökugjald kr. 25.000.
Haukar mæta Dinamo Astrakhan í Evrópukeppni Bikarhafa 7. september kl. 17 á Ásvöllum.
Haukar unnu ÍBV í æsispennandi leik í gær í Vestmannaeyjum og eru því Meistarar Meistaranna.
Í kvöld fer fram Meistarakeppni HSÍ hjá körlunum þegar Íslandsmeistarar ÍBV mæta bikarmeisturum Hauka.
Unglingaráði handknattkeiksdeildar Fram vantar tvo hressa og metnaðarfulla þjálfara í sinn hóp.
Hörður Ísafirði auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. fl., 5. og 6. fl. karla á næsta tímabili (2014-2015). Um er að ræða fullt starf og greitt í samræmi við það. Umræddum aðila stendur til boða íbúð félagsins en hún er tæplega 100 m2 í göngufæri við íþróttahúsið.
Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik U-18 sigraði Króata í lokaleik EM 33-29. Þeir lentu í 9.sæti á mótinu, unnu 5 leiki gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik og tryggðu sér þátttökurétt á HM í Rússlandi á næsta ári.
Strákarnir í íslenska U-18 landsliðinu tryggði sér þátttökurétt á HM á næsta ári með sigri á Hvít Rússum. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti á HM en 10 efstu þjóðirnar á EM tryggja sér þáttökurétt.
Íslensku strákarnir sigruðu Makedóna í dag og stigu stórt skref í átt á lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.
Íslensku strákarnir unnu í dag góðan sigur á Rússum 40-36, eftir að hafa verið undir 17-20 í hálfleik. Þessi sigur eykur vonir um að komast á HM á næsta ári.
Íslenska liðið spilaði síðasta leikinn í riðlakeppninni í dag á móti Sviss og tapaði 22-24. Þar með er ljóst að liðið kemst ekki í keppni um 8 efstu sætin heldur þarf að spila um sæti 9-16.
Íslenska landsliðið spilaði í dag sinn annan leik í lokakeppni EM þegar liðið mætti Svíum. Leikurinn var hörkuspennandi allt til leiksloka og endaði með jafntefli 24-24.
Strákarnir í U-18 ára landsliðinu byrjuðu úrslitakeppni EM sem haldin er í Póllandi af krafti. Þeir unnu sterkt lið Serba 29-24 eftir að hafa verið undir í hálfleik 13-14
Mótanefnd HSÍ hefur gefið út mótaniðurröðun 5.-8. flokks fyrir komandi tímabil.
Íslenska U-18 ára landslið karla hélt í gær til Gdansk í Póllands þar sem það mun taka þátt í lokakeppni EM í handknattleik. Liðið hefur leik í keppninni í dag kl. 17 að íslenskum tíma, þegar það mætir liði Serbíu.
Strandhandboltamótið verður haldið í 11 sinn um næstu helgi og hafa aldrei verið fleiri lið skráð til leiks. Um 200 keppendur taka þátt eða 20 lið og spilað er í sandinum á okkar frábæru strönd í Nauthólsvíkinni.
Í haust fer starf dómaranefndar á fullt og er eftirfarandi á dagskrá.
Í morgun var dregið í fyrstu umferðir í Evrópukeppnum félagsliða en fjögur íslensk lið voru í pottinum að þessu sinni. Í karlaflokki voru það ÍBV og Haukar sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup) en í kvennaflokki voru það ÍBV og Fram og tekur ÍBV þátt í Evrópukeppni félagasliða (EHF Cup) en Fram tekur þátt í Áskorendakeppni Evrópu (Challenge Cup).
Ísland dróst í riðil 3 ásamt Makedóníu og Ítalíu í forkeppni HM kvenna en dregið var í morgun. Lokakeppnin fer fram í Danmörku í desember 2015.
The Icelandic Handball Federation (HSI) have been asking for data from the European Handball Federation (EHF) and the International Handball Federation (IHF) regarding the decision to award an open place to Germany in World Championship in Qatar 2015.
HSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og Alþjóða Handknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.
Handknattleiksdeild Þróttar auglýsir eftir þjálfurum fyrir 3.flokk karla og 4.flokk kvenna, veturinn 2014-2015. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Íþróttastjóra Þróttar á jakob@trottur.is eða í síma 580-5902. Reynsla af þjálfun og viðeigandi menntun er skilyrði.
Þjálfari óskast fyrir flotta handboltastráka 5.fl karla næsta vetur hjá Fylki. Þetta eru flottir strákar sem hafa spilað í 1.deildinni sl. vetur, bæði yngra árið og eldra árið. Umsókn ásamt ferilskrá snedist á fylkirburh@gmail.com
Stelpunar léku 3 leiki um 9-12 sætið.
Stelpurnar í U18 kláruðu í dag riðlakeppnina á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar í U18 léku í morgun gegn Noregi á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Stelpurnar í U18 spiluðu seinni leik dagsins gegn báráttuglöðu liði Færeyinga.
Stelpurnar í U18 léku í dag sinn fyrsta leik á Opna Evrópumótinu í Gautaborg gegn Austurríki.
Handboltaskóli HSÍ fór fram um síðustu helgi. Skólinn hefur verið starfræktur á hverju ári í rúmlega 20 ár og er fyrir krakka sem verða 14 ára á árinu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleikinn gegn Bosníu nk. sunnudag. Aron Pálmarsson er ekki hópnum en hann á við meiðsli að stríða.
Núna um helgina er Handboltaskóli HSÍ fyrir krakka sem eru fædd árið 2000. Hvert félag hefur rétt á að senda 4 stráka og 4 stelpur í skólann, sem hefur verið starfræktur í rúmlega 20 ár.
Vegna sjónvarpsútsendinga hefur verið tekin ákvörðun um það hnika til leiktíma á landsleikjunum nk. sunnudag. Leikur Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM kvenna mun hefjast kl.14.45 í stað 14.30 og leikur Íslands og Bosníu í undankeppni HM karla mun hefjast kl.17.15 í stað 17.00.
Stelpurnar okkar mæta í dag Finnum í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni fyrir EM. Leikið er í Finnlandi og hefst leikurinn kl.16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleiki Íslands nk. sunnudag verða að sækja miða á leikina á fimmtudaginn milli kl.11.00 og 13.00 á skrifstofu HSÍ. Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Finnlands, til að leika í riðlakeppninni fyrir EM 2014. Liðið heldur af stað í fyrramálið til Finnlands en liðin munu mætast í Karjaa á miðvikudaginn kl 16 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
Sunnudaginn 15.júní verður sannkölluð handboltahátíð í Laugardalshöll en þá verða bæði stelpurnar og strákarnir okkar í eldlínunni. Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu í leik í undankeppni fyrir Evrópumótið 2014. Stelpurnar okkar eru í hörkubaráttu um að komast á EM og getur þessi leikur ráðið úrslitum. Síðar um daginn mæta svo strákarnir okkar liði Bosníu Herzegovínu í umspili um laust sæti á HM í Katar 2015.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að draga sig úr landsliðhópi Íslands fyrir leikina í undankeppni EM vegna langvarandi meiðsla á hné. Ekki verður bætt inn leikmanni í hópinn að svo stöddu.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna landsliðshóp fyrir umspilsleikinn gegn Bosníu nk. laugardag. Liðið heldur af stað í fyrramálið til Bosníu en liðin munu mætast í Sarajevo á laugardaginn kl.18.15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ísland sigraði Portúgal 29-26 í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Austurbergi í kvöld.
Í kvöld mætast Ísland og Portúgal í þriðja og síðasta vináttulandsleik þjóðanna en leikið verður í Íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti og hefst leikurinn kl.19.30.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að kalla á þær Jónu Margréti Ragnarsdóttir og Söndru Sif Sigurjónsdóttir, leikmenn Stjörnunnar, í æfingarhóp Íslands fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu í næstu viku í undankeppni EM.
Hálfgjört B-landslið Íslands í handknattleik beið lægri hlut fyrir Portúgal, 33:28 í vináttulandsleik þjóðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Flestir fastamenn Íslands voru hvíldir í kvöld og fengu yngri og reynsluminni leikmenn tækifæri til að sanna sig.
Íslenska landsliðið mun í kvöld kl. 19 leika á móti Portúgal í N1-höllinni (Varmá)
Valinn hefur verið leikmannahópur hjá U-20 ára landsliði kvenna sem mun leika gegn grænlenska kvennalandsliðinu um næstu helgi. Grænlenska liðið mun leika einn leik við U-20 ára landsliðið og tvo leiki við U-18 ára landsliðið í Kaplakrika.
Valinn hefur verið lokahópur U-18 ára landsliðs karla sem tekur þá í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Póllandi dagana 14.-24.ágúst í sumar. Hópurinn kemur saman til æfinga og undirbúnings 20.júlí.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 29 manna landsliðshóp fyrir vináttulandsleikina gegn Portúgal sem fram fara 1.-3. Júní nk.