Kl. 19.30 | N1-höll
Guðmundur Árni Ólafsson leikmaður Mors-Thy hefur verið kallaður inn í leikmannahóp Íslands fyrir leikina gegn Serbíu. Er það gert vegna óvissu um þátttöku Alexanders Petersson, en hann á við meiðsli að stríða.
Valinn hefur verið hópur u-19 ára landsliðs karla sem tekur þátt í European Open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar.
Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleik Íslands og Serbíu í undankeppni EM sem fram fer nk. miðvikudag kl.19.30 í Laugardalshöll geta nálgast miða á leikinn nk. mánudag milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.
Kl. 16.00 | N1-höll
58. Ársþing HSÍ var haldið í dag 22. apríl 2015. Þingstörf gengu mjög vel fyrir sig.
Kl. 11.00 | Austurberg
Úrslit réðust á Íslandsmótinu í handknattleik í 5. og 6.flokki yngri um nýliðna helgi. Haukar, Stjarnan, KA og ÍBV fögnuðu Íslandsmeistaratitlum við dúndrandi undirtektir.
Kl. 9.30 | Kaplakriki
Kl. 19.00
Leikið var til B-úrslita í þremur flokkum um helgina; 4.flokki karla Y, 4.flokki kvenna E og 3.flokki karla. Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar í 4.flokki karla Y, FH í 4.flokki kvenna E og Þróttur í 3.flokki karla.
Lið Víkings frá 1980 var valið besta karlaliðið og lið Fram frá 1985 var valið besta kvennaliðið í þættinum Handboltalið Íslands á RÚV. Bogdan Kowalczyk, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fékk heiðursverðlaun á lokahátíðinni þar sem úrslit voru tilkynnt, en framlag hans til íslensks handknattleiks verður seint að fullu metið.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, lauk í dag leik í undanriðli EM 2015 í Makedóníu með tapi gegn Hollandi, 24-25. Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlinum og lýkur því leik án stiga.
Kl. 14.00 | Víkin
Kl. 19.30 | ÍM Grafarvogi
Kl. 19.30 | Framhús
Kl. 19.30 | Hertz-höll
Kl. 16.00 | TM-höll
Kl. 16.00 | Vestmannaeyjar
Kl. 19.30 | Framhús
Kl. 17.00 | Hertz-höll
Kl. 16.00 | Austurberg
Kl. 19.30 | N1-höll
Kl. 19.30 | Vodafone-höll
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Gróttu og ÍBV í undanúrslitum Olís deildar kvenna 23.apríl næstkomandi verða að sækja miða á leikinn nk., miðvikudag 22.apríl, milli kl.13:00 og 16:00 í Hertz Höllina (skrifstofu Gróttu).
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik Fjölnis og Víkings í umspili Olís deildar karla 23.apríl næstkomandi verða að sækja miða á leikinn nk., miðvikudag 22.apríl, milli kl.17:30 og 19:00 í Íþróttamiðstöðina Dalhúsum (Fjölnis heimilið).
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Ísland mætir Serbíu í undanriðli EM 2016 miðvikudaginn 29.apríl klukkan 19.30 i Laugardalshöll. Serbía er á toppi riðilsins eftir tvo leiki með fullt hús stiga, Ísland er í öðru sæti með tvö stig og íslenskur sigur er því gríðarlega mikilvægur.
Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl.
Vefslóð á leiki U-19 kvenna í Makedóníu.
Í gær lauk keppni í 4 liða úrslitum umspils 1.deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitum um laust sæti í Olís deild karla að ári.
Unglingaráð handknattleiksdeildar HK leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins fyrir tímabilið 2015-2016.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hélt í morgun til Makedóníu þar sem það tekur þátt í undankeppni EM 2015, en Evrópumótið verður haldið á Spáni í júlí og ágúst á þessu ári.
58. ársþing HSÍ verður haldið miðvikudaginn 22.apríl í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik ÍR og Aftureldingar í undanúrslitum Olís deildar karla verða að sækja miða á leikinn nk., föstudag, milli kl.19:30 og 20:30 í miðasölu íþróttahússins við Austurberg.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11:00 og stendur til kl.14:30.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Aftureldingar og ÍR í undanúrslitum Olís deildar karla verða að sækja miða á leikinn nk., miðvikudag, milli kl.19 og 20 í afgreiðslunni að Varmá.
Í gær lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar karla og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Í dag lauk keppni í 8 liða úrslitum Olís deildar kvenna og er því ljóst hvaða lið mætast í 4 liða úrslitum.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Sviss í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Svíþjóð í desember á næsta ári.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Handknattleiksdómararnir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson hafa verið boðaðir af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, til dómgæslu í Katar dagana 16. til 28. apríl næstkomandi.
Vegna veðurs og ófærðar hefur tveimur leikum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla sem fram áttu að fara í kvöld verið frestað til morguns.
Nú þegar lokaumferð Olís-deildar karla er að baki eru einvígin í fyrstu umferðum allra úrslitakeppnanna komnar á hreint. Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst mánudaginn 6.apríl, úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst þriðjudaginn 7.apríl og umspilskeppni 1.deildar karla um laust sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð hefst föstudaginn 10.apríl.
HK óskar eftir að ráða yfirþjálfara til starfa hjá félaginu næsta handknattleikstímabil sem hefst í ágúst 2015. Starfið felst í yfirumsjón með þjálfun 8.-3. flokks karla og kvenna og þátttöku í áætlanagerð og stefnumótun vegna þeirra. Um er að ræða 50 % starf.
Átta dómarapör hafa verið valin til að dæma leikina í úrslitakeppnum Olís-deilda karla og kvenna og umspilskeppni 1.deildar karla sem framundan eru.
58. Ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið miðvikudaginn 22.apríl 2015 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.