![](https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2020/09/mynd-vantar.jpg)
Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir eru í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á yfirstandandi leiktíð, Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Barcelona og Alexander Petersson leikmaður Rhien-Neckar Löwen. Þá er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tilnefndur sem besti þjálfarinn.