Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir eru í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á yfirstandandi leiktíð, Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Barcelona og Alexander Petersson leikmaður Rhien-Neckar Löwen. Þá er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tilnefndur sem besti þjálfarinn.
Íslensku ungmennalandsliðin í handknattleik, U-15 og U-17, mættu landsliðum Færeyja í heljarmikilli handboltaveislu í Laugardalshöll um nýliðna helgi. Þetta voru fyrstu opinberu landsleikir U-15 liðanna og atburðurinn því sögulegur. Liðin léku alls átta leiki og unnu íslensku liðin sex þeirra, en þau færeysku tvo.
Dregið hefur verið í riðla á HM U-19 sem fram fer í Rússlandi í ágúst á þessu ári. Ísland leikur í B-riðli með Spáni, Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela.
Kl. 17.00 | Laugardalshöll
Kl. 14.30 | Laugardalshöll
Kl. 16.45 | Tel Aviv
Kl. 18.30 | Podgorica
Kl. 16.00 | Gdansk
Kl. 15.30 | Gdansk
Kristín Guðmundsdóttir úr Val og ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson voru valin bestu leikmenn Olís-deilda karla og kvenna á lokahófi HSÍ. Efnilegustu leikmenn deildanna eru Egill Magnússon úr Stjörnunni og Lovísa Thompson úr Gróttu.
Gísli Hlynur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Handknattleiksdómarasambands Íslands, HDSÍ, á ársþingi þess í dag. Með honum í stjórn sambandsins sitja næsta starfsárið þeir Anton Gylfi Pálsson, Arnar Sigurjónsson, Bjarni Viggósson og Ingvar Guðjónsson.
Um helgina leika fjögur unglingalandslið HSÍ vináttulandsleiki við Færeyjnga í Laugardalshöll. Um er að ræða leiki hjá u-17 og u-15 ára landsliðum karla og kvenna.
Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍ.
Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik, en Seltirningar tryggðu sér titilinn með sigri á Stjörnunni, 24-23, í hádramatískum fjórða leik í úrslitum. Stjarnan hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 13-10, og var lengstum skrefi á undan, en Grótta tryggði sér sigurinn, og titilinn, með frábærum endaspretti og sigurmarki Lovísu Thompson tveimur sekúndum fyrir leikslok.
Haukar eru Íslandsmeistarar karla í handknattleik 2015. Þeir unnu Aftureldingu í þriðja leik úrslitarimmunnar í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld með 27 mörkum 24 og fóru því taplausir í gegnum úrslitakeppnina. Þetta er níundi Íslandsmeistaratitill Hauka síðan um aldamót.
Valinn hefur verið æfingarhópur u-17 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 16.maí næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 19.00, því verður lokað klukkan 20.00 og borðhald hefst fimmtán mínútum síðar.
Valinn hefur verið æfingahópur u-17 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Valinn hefur verið æfingahópur u-15 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga í næstu viku og leikur 2 vináttulandsleiki við Færeyjar um aðra helgi.
Kl. 19.30 | TM-höll
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalið mál lá fyrir fundinum og var afgreitt.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á þriðja leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitum Olís deildar kvenna 10. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn föstudaginn 8. maí, milli kl.13:00 og 16:00 í Hertz Höllina (skrifstofu Gróttu).
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson, landsliðsþjálfarar U-15 ára landsliðs kvenna, hafa valið 28 manna æfingahóp sem mun æfa dagana 14. og 15. maí nk. og spila tvo vináttulandsleiki við Færeyjar helgina 16. og 17. maí.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik Stjörnunnar og Gróttu í úrslitum Olís-deildar kvenna 7. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn á morgun miðvikudag eða fimmtudaginn 7.maí, milli kl.13.00 og 16.00 í Ásgarði í Garðabæ.
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa fengið það verkefni að dæma úrslitaleik EHF-keppninnar sem fram fer í Max Schmeling-höllinni í Berlín þann 17.maí.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Aftureldingar og Hauka í úrslitum Olís deildar karla 6. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn þriðjudaginn 5. maí, milli kl.18:00 og 20:00 að Varmá.
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á fyrsta leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitum Olís deildar kvenna 5. maí næstkomandi verða að sækja miða á leikinn þriðjudag 5. maí, milli kl.13:00 og 16:00 í Hertz Höllina (skrifstofu Gróttu).
Kl. 16.00 | Hertz-höll
Kl. 19.30 | TM-höll
Kl. 19.30 | Hertz-höll
FH er Íslandsmeistari í 2.flokki karla eftir sigur á Val í úrslitaleik í Kaplakrika, 23-22. Valur hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 13-9.
Fylkir er Íslandsmeistari í 3.flokki kvenna eftir sigur á Selfossi í úrslitaleik 32-25. Fylkir hafði sjö marka forystu í hálfleik 20-13.
Valur er Íslandsmeistari í 3.flokki karla eftir sigur á HK í úrslitaleik 35-24. Staðan í hálfleik var 17-11, Valsmönnum í vil.
HK er Íslandsmeistari í 4.flokki kvenna E eftir sigur á KA/Þór í úrslitaleik 16-14. Staðan í hálfleik var 8-7 HK í vil.
FH er Íslandsmeistari í 4.flokki karla E eftir sigur á Þór í hádramatískum framlengdum úrslitaleik 26-25. Staðan í hálfleik var 9-5, FH í vil.
Fylkir er Íslandsmeistari í 4.flokki kvenna Y eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 18-17. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12.
Fram er Íslandsmeistari í 4.flokki karla Y eftir sigur á FH í úrslitaleik í Kaplakrika 28-27. Staðan í hálfleik var 13-10 Fram í vil.
Kl. 16.00 | Hertz-höll
Kl. 14.00 | Framhús
FH, Víkingur, Selfoss og Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar í 5. og 6.flokki E, en leikið var til úrslita um nýliðna helgi. Úrslitahelgin var hin skemmtilegasta og þótti takast vel í alla staði.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 16 leikmanna fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni EM2016 í Niis í Serbía næstkomandi sunnudag. Guðmundur Árni Ólafsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem á við meiðsli að stríða.
Föstudaginn 1.maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Kaplakrika. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á oddaleik Víkings og Fjölnis í umspili Olís deildar karla á morgun, fimmtudag verða að sækja miða á leikinn á morgun, milli kl.12:00 og 14:00 í Víkina.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp 16 leikmanna fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni EM2016 í Laugardalshöll í kvöld, fimmtudagskvöld. Flautað verður til leiks í Laugardalshöll klukkan 19.30.
Kl. 19.30 | Laugardalshöll
Kl. 19.30 | TM-höll
Kl. 18.00 | Vestmannaeyjar
Kl. 19.30 | N1-höll
Kl. 19.30 | Schenker-höll