
Íslenska karla U-21 landsliðið heldur á morgun til Gornji Milanovac í Serbíu þar sem liðið tekur þátt í forkeppni fyrir HM U-21 landsliða. Grikkir og Litháen eru ásamt Serbum og Íslendingum í 5. riðli forkeppninnar. Leikirnir fara fram 6. til 8. janúar í Hala Breza höllini sem tekur 1.500 manns í sæti.