
Þriðji leikur Íslands á heimsmeistaramóti U-21 landsliða fer fram í dag, andstæðingar dagsins eru heimamenn í Alsír. Leikurinn fer fram í 8.200 manna höll og er búist við fullri höll, allir á bandi heimamanna. Þetta verður því áhugaverður og erfiður en jafnframt skemmtilegur leikur fyrir íslensku strákana að spila.