Bakhjarlar HSÍ | 1xINTERNET nýr bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. 1xINTERNET hefur bæst í hóp bakhjarla Handknattleikssambands Íslands árið 2024. Frá og með EM í Þýskalandi mun 1xINTERNET hafa auglýsingu sína á treyjum karla og kvenna landsliða Íslands í handbolta. 1xINTERNET, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki, hefur sterka tengingu við bæði Ísland og…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 17:10 í Linz Strákarnir okkar leika síðari vináttulandsleik sinn gegn Austurríki í dag í Linz. Leikurinn hefst kl. 17:10 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður í Sport NMS Linz Kleinmünchen og er uppselt á leikinn. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur ekki í dag vegna veikinda, leikmanna…
A karla | Sigur í fyrri æfingaleiknum gegn Austurríki! Strákarnir okkar unnu öruggan 33-28 sigur gegn Austurríkismönnum í Vín nú í dag. Leikurinn var annar af tveimur leikjum liðanna en sá síðari fer fram á mánudaginn n.k. klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
A karla | Ísland – Austurríki kl. 17:10 Strákarnir okkar leika fyrri vináttulandsleik sinn gegn Austurríki í dag í Vínarborg. Leikurinn hefst kl. 17:10 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður í Multiversum Schwechat og er uppselt á leikinn. Allir leikmenn Íslands eru á skýrslu í dag en þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson,…
A karla | 18 manna leikmannahópur Íslands fyrir EM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 18 leikmenn sem halda af landi brott á morgun en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki gegn Austurríki í undirbúningi liðsins fyrir EM. Fyrri vináttuleikurinnn fer fram í Vínarborg 6. janúar og síðari leikurinn í Linz 8. janúar, leikirnir verða í…
A karla | Fyrstu æfingu ársins lokið Strákarnir okkar komu saman til æfinga í morgun eftir tveggja daga frí frá æfingum yfir áramótin. Þjálfarateymið byrjaði daginn á stuttum fundi og síðan var haldið á parketið. Landsliðið heldur af landi brott á föstudaginn en í dag eru 10 dagar í fyrsta leik á EM.
A landslið karla | Níu stærstu beinu íþróttaútsendingar ársins með A landsliði karla RÚV birti í dag sinn árlega lista yfir þær íþróttaútsendingar sem fengu mesta áhorfið á árinu sem er að líða. A landsliðið í handbolta trónir á toppnum í ár eins og það hefur gert síðustu fimm ár en meðaláhorf á leik Íslands…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2023 Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra…
Netverslun | Boozt hefur sölu á landsliðstreyjunni HSÍ og Boozt hafa ákveðið að færa netverslun HSÍ sem hefur boðið upp á landsliðstreyjur Íslands til sölu yfir til Boozt. Stór pöntun á landsliðstreyjum skilaði sér í dag til Boozt og munum við auglýsa það vel þegar sala hefst í gegnum Boozt.com. Boozt einn af aðalbakjörlum HSÍ…
A karla | Tveir sigrar í vináttulandsleikjunum gegn Færeyjum Strákarnir okkar léku síðari vináttulandsleik sinn í kvöld gegn Færeyjum. Jafnræði var með frændþjóðunum í upphafi fyrri hálfleiks en svo náði Ísland góðum kafla og staðan í hálfleik var 16 – 12 Íslandi í vil. Færeyingar mættu sterkir til leiks í seinni hálfleik og komust í…
A karla | Hópurinn í seinni vináttulandsleik Ísland – Færeyjar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið 17 leikmenn sem mæta Færeyjum í seinni vináttulandsleik liðanna í dag í Laugardagshöll. Leikurinn byrjar kl. 17:30 og verður í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans. Miðasala á leikinn er á Tix.isMarkverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (257/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes…
A karla | Góður sigur í kvöld gegn Færeyjum Strákarnir okkar léku í kvöld fyrri vináttulandsleik sinn gegn Færeyjum í Laugardalshöll og var þetta fyrsti landsleikur Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsþjálfara með liðið. Í hálfleik var Ísland fimm mörkum yfir og staðan í hálfleik 20 – 15 Íslandi í vil. Í síðari háflleik gaf Íslenska liðið…
A karla | Hópurinn gegn Færeyjum Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Færeyjum í fyrri vináttuleik þeirra í kvöld í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hann sýndur í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans. Miðasala á leikinn er á tix.is Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (256/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes…
A karla | Aukaafsláttur í boði Boozt Boozt, aðalbakhjarl HSÍ býður í tilefni vináttulandsleikja Íslands og Færeyja í dag og á morgun upp á 10% aukaafslátt í netverslunni. Afslóttarkóðinn er ICE10. Afsláttarkóðinn gildir til og með 10.11.2023 á kaup yfir 10.000 kr. Gildir ekki á gjafakort og ekki hægt að sameina kóðann með öðrum afsláttarkóðum….
A karla | Dregið í 16-liða úrslit Powerade bikars karla Dregið var í hádeginu í dag í 16-liða úrslit Powerade bikars karla. Liðin sem drógust saman í dag þurfa að leika leiki sína annað hvort föstudaginn 17. nóv eða 18. nóv. nk. Það lið sem er í lægri deild fær sjálfkrafa heimaleik í 16-liða úrslitum….
A karla | Miðasala á Ísland – Færeyjar Strákarnir okkar leika tvo vináttuleiki gegn Færeyjum í Laugardalshöll 3. nóvember kl. 19:30 og laugardaginn 4. nóvember kl. 17:30. Miðasala á leikina hefst kl. 12:00 í dag á slóðinni https://tix.is/is/event/16418/island-f-reyjar/ Leikirnir við Færeyjar eru einu leikir liðsins hér heima áður en liðið heldur út í janúar til…
A karla | Hópurinn gegn Færeyjum Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegi í dag 21 leikmann sem munu mæta Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll 3. og 4 nóv. næstkomandi. Eru þetta einu leikir liðsins hér á landi áður en landsliðið heldur af landi brott og hefur undirbúning sinn fyrir EM 2024…
EHF | Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í Heiðurshöll EHF Rétt í þessu lauk galakvöldverði EHF þar sem fagnað var 30 ára afmæli Evrópska handknattleikssambandinu í Vínarborg. Af því tilefni ákvað EHF að kynna fyrstu 60 leikmenn sem skarað hafa framúr á handboltavellinum síðustu 30 ár inn í Heiðurshöll EHF. Fyrstu leikmennirnir í heiðurshöllina…
Meistaradeild Evrópu | Gísli Þorgeir sá besti Um helgina var leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu í Köln og til úrslita léku lið Magdeburg og Kielce. Í liði Magdeburg leika þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Ómar Ingi hefur verið frá vegna meiðsla og sama má segja um Hauk Þrastarson leikmann Kielce. Gísli…
A landslið karla | Snorri Steinn tekur við strákunum okkar Á blaðamannafundi eftir hádegið í dag tilkynnti Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ að Snorri Steinn Guðjónsson hefði verið ráðinn þjálfari A landsliðs karla til næstu þriggja ára. Þá var einnig greint frá ráðningu Arnórs Atlasonar sem aðstoðarþjálfara. Þeir félagar eru íslenskum handknattleiksfólki góðu kunnugir, báðir…
A karla | Miðasala á EM 2024 Miðasala á leiki Íslands á EM 2024 er hafin. Að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ. Þeir stuðningsmenn Íslands sem ætla að fylgja liðinu út fara inn á eftirfarandi slóð: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4 og setja kóðan EURO-ISL í Promotion code hólfið. Þá birtast…
A karla | Dregið í riðla EM 2024 í dag Dregið verður í riðla í dag í Düsseldorf fyrir Evrópumótið í handbolta sem fram fer í janúar í Þýskalandi. Strákarnir okkar eru í efsta styrkleikaflokki í drættinum en alls taka 24 þjóðir þátt í Evrópumótinu. Hægt er að fylgjast með drættinum sem hefst 15:45 í…
HSÍ | Kostuð meistaranámstaða í HR HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA – KARLALANDSLIÐUmsóknarfrestur er til 15. maí nk. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan…
A karla | Sannfærandi sigur gegn Eistum! Strákarnir okkar unnu Eista 30-23 í stútfullri Laugardalshöll í dag! Ísland endar því á toppnum í sínum riðli og verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2024 sem fer fram í Þýskalandi.
A karla | Sannfærandi sigur í Tel Aviv í kvöld Strákarnir okkar unnu sannfærandi 37 – 26 sigur í kvöld á Ísrael og eru þeir í 1. sæti 3. riðils þegar einn leikur er eftir í undankeppni EM 2024. Síðasti leikur liðsins er á sunnudaginn þegar þeir taka á móti Eistlandi í Laugardalshöll. Uppselt er…
A karla | Leikdagur í Tel Aviv Strákarnir okkar leika í dag gegn Ísrael í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Tel Aviv og hefst hann kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikmannahópur Íslands í dag er þannig skipaður: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (254/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC…
A karla | Ísrael – Ísland á morgun kl. 16:00 Strákarnir okkar hafa nýtt daginn vel í Tel Aviv en í dag er þjóðhátíðardagur Ísraels og fagnar þjóðin 75 ára fullveldisafmæli sínu í dag. Liðið hélt til á hótelinu í dag sem er í úthverfi Tel Aviv, nokkrir leikmenn tefldu sín á milli, þjálfarateymið fundaði…
A landslið karla | Landsliðið kemur saman í Ísrael í dag Strákarnir okkar koma saman í dag í Tel Aviv í Ísrael en liðið leikur þar yra á fimmtudaginn gegn heimamönnum fimmta leik sinn í undankeppni EM 2023. Leikurinn hefst 16:00 og verður í beinni útsetingu á RÚV. Aron Pálmarsson hefur dregið sig úr leikmannahópi…
A karla | 17 manna hópur í lokaleiki undankeppni EM 2024 Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið 17 leikmenn sem mæta Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024. Leikurinn gegn Ísrael verður spilaður í Tel Aviv 27. apríl og leikurinn gegn Eistlandi í Laugardalshöll 30. apríl. Miðasalan á Ísland – Eistland er hafin…
A landslið karla | Ísland – Eistland miðasala á tix.is Strákarnir okkar leika í undankeppni EM 2024 gegn Eistlandi sunnudaginn 30. apríl kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn gegn Eistlandi hafin á slóðinni https://tix.is/is/event/15080/island-eistland/ Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst. Fyllum…
A karla | Gjafaleikur Boozt.com Boozt setti í loftið gjafaleik samhliða landsleik Íslands og Tékklands á sunnudagin á vef sínum þar sem hægt er m.a. að vinna árritaða landsliðstreyju frá A landsliði karla. Svara þarf einni spurningu í leiknum til að eiga möguleika á vinningum en 10 vinningshafar verða dregnir út á næstu dögum. Slóðinn…
A karla| 28-19 sigur gegn Tékklandi Strákarnir okkar unnu stórkostlegan 28-19 sigur gegn Tékkum! Með því komast strákarnir í efsta sæti riðilsins í undankeppni fyrir EM 2024 Frábær stemning var í Laugardalshöllinni en fullt var á leikinn!
A karla | Gjafaleikur og 10% afslátur hjá Boozt.com Boozt verður samhliða landsleik Íslands og Tékklands í dag með gjafaleik á vef sínum þar sem hægt er m.a. að vinna árritaða landsliðstreyju frá A landsliði karla. Einnig er sérstakur afsláttarkóði í dag hjá Boozt ISEC10 sem veiti 10% aukaafslátt þegar verslað er á www.boozt.com. Svara…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi í dag Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í dag í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst hann kl. 16:00, uppselt er á leikinn en hann verður að sjálfsögðu í beinni á RÚV. Upphitun fyrir leikinn hefst…
A karla | Upphitun í Minigarðinum fyrir leik Strákarnar okkar leika við Tékka á morgun í Laugardalshöll en Minigarðurinn ætlar að bjóða upp á Fanzone fyrir leik. Upphitunin á Minigarðinum hefst kl. 13:00, Sérsveitin stuðningssveit HSÍ mætir á svæðið og keyrir upp stemninguna, andlitsmálun verður í boði og 20% HSÍ afsláttur verður af öllum veitingum…
A karla | Strákarnir okkar eru klárir! Í dag tóku strákarnir okkar sína síðustu æfingu fyrir leikinn á morgun gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni. Uppselt er á leikinn á morgun en hann er að sjálfsögðu sýndur á RÚV og hefst klukkan 16:00. Upphitun hefst með fjölskylduhátíð í Minigarðinum, Skútuvogi 2 kl. 13:00. Þar verður í boði…
A karla | Fyrsti landsleikur Stiven Tobar Valencia Stiven Tobar Valencia spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar Tékkland og Ísland áttust við í undankeppni fyrir EM 2024 á miðvikudaginn s.l. Stiven hefur leikið gríðarlega vel með liði Vals en hann spilar í vinstra horni ásamt því að geta spilað bakvörð í vörn. Íslenska landsliðið tekur á…
Útbreiðsla | Skólamót í handbolta Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir grunnskólamóti í handknattleik. Leikið er eftir mjúkboltareglum með 4 leikmönnum inn á vellinum í einu. Grunnskólamótið er fyrir 5. og 6.bekk og er leikið í hvorum árgangi fyrir sig. Leikið er í karla- og kvennaflokki en þó er leyfilegt að senda til liðs blönduð lið sem…
A landslið karla | Uppselt á Ísland – Tékkland Mikill áhugi hefur verið á leik strákanna okkar gegn Tékkum hér heima sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöll. Í gærkvöldi seldust síðustu miðarnir á leikinn og verður því eins og að var stefnt troðfull hús af stuðningsmönnum Íslands á leiknum á sunnudaginn. Leikurinn verður í…
A karla | Bjarki Már – 100 leikir! Í gær spilaði Bjarki Már Elísson sinn 100. leik fyrir Íslenska landsliðið! 🤩 Fyrsti leikurinn sem hann spilaði fyrir landsliðið var í sigri gegn Hollandi í Laugardalshöll þann 10.júní 2012. Bjarki Már hefur nú skorað 344 mörk í 100 landsleikjum. Við óskum Bjarka Má innilega til hamingju😊
A karla | Tap í Tékklandi niðurstaðan Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við 5 marka tap gegn Tékklandi 22-17 þar sem leikið var ytra. Næsti leikur strákanna er á sunnudaginn þar sem liðin mætast á nýjan leik. Sá leikur fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 16:00. Miðasala á leikinn hefur gengið ótrúlega vel…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfarar hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í kvöld í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Brno og hefst hann kl. 19:15 í beinni á RÚV, EM stofan hitar upp fyrir leikinn frá kl. 18:35. Lið Íslands í kvöld er þannig…
A karla | Arnór Óskarsson kallaður inn Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon hafa kallað Arnór Snæ Óskarsson inn í hóp A landsliðs karla sem ferðast í dag til Tékklands en liðið leikur þar ytra á miðvikudaginn í undankeppni EM 2024. Arnór Óskarsson er leikmaður Vals en Arnór hefur ekki áður leikið með A landsliði karla…
A kvenna | Ísland – Noregur kl. 16:00, frítt inn í boði Kletts Stelpurnar okkar leika síðari vináttulandsleik sinn gegn B-liði Noregs að Ásvöllum í dag og hefst leikurinn kl. 16:00. Leiknum verður streymt á miðlum HSÍ. Fyrri leik liðanna lauk með 31-26 sigri Íslands. Frítt er inn í boði Kletts.
A landslið karla | Ísland – Tékkland miðasala á tix.is Strákarnir okkar leika í undankeppni EM 2024 gegn Tékkum sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn gegn Tékkum hafin á slóðinni https://tix.is/is/event/14947/island-tekkland/ Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst. Fyllum…
A kvenna | Sigur gegn Noregi Stelpurnar okkar unnu í kvöld Noreg í fyrri vináttulandsleik þjóðanna að Ásvöllum að viðstöddum yfir 500 áhorfendum sem mættu á völlinn í boði Kletts. Ísland byrjaði vel í kvöld og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Ísland yfir 7 – 4. Norska liðið nýtti síðari hluti fyrri hálfleiks vel…
A landslið karla | Ísland – Tékkland miðasala á tix.is Strákarnir okkar leika í undankeppni EM 2024 gegn Tékkum sunnudaginn 12. mars kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn gegn Tékkum hafin á slóðinni https://tix.is/is/event/14947/island-tekkland/ Uppselt var á síðasta heimaleik liðsins, því er betra að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst. Fyllum…
A karla | Hópurinn gegn Tékklandi Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon hafa valið þá 16 leikmenn sem mæta Tékklandi í þriðja og fjórða leik strákanna okkar í undankeppni EM 2024. Liðin leika fyrri leik sinn í Tékklandi miðvikudaginn 8. mars kl. 19:15 og síðari leikinn í Laugardalshöll sunnudaginn 12. mars kl. 16:00. Miðasala fyrir…
A karla | Guðmundur lætur af störfum HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess. Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár. Hann hefur sem þjálfari komið…
Markvarðaþjálfun HSÍ | Safamýrin á sunnudaginn HM ævintýri Íslands búið í bili en við höldum áfram að undirbúa markverði framtíðarinnar.Næsta markvarðaæfing verður í Safamýrinni sunnudaginn 29.janúar klukkan 10:30-11:30. Allir markverðir, þjálfarar og forelrar velkomnir. Við verðum í Safamýrinni því það fer fram Þorrablót í Víkinni kvöldið á undan og því húsið lokað vegna tiltektar. Sjáumst…